Ekki að herma eftir neinum 30. september 2010 14:00 Syngur Elvis og Villa Vill Friðrik Ómar í Elvis-gírnum fyrr á árinu. Nú er að koma út plata og mynddiskur með efni frá tónleikunum. fréttablaðið/anton Friðrik Ómar heldur þrenna tónleika á Akureyri þar sem hann syngur lög Vilhjálms Vilhjálmssonar. Plata og mynddiskur með Elvis-tónleikum hans í Salnum eru einnig að koma út. Söngvarinn Friðrik Ómar hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Uppselt er á þrenna tónleika sem hann heldur um helgina í menningarhúsinu Hofi á Akureyri með lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar. Auk þess kemur plata og mynddiskur með Elvis Presley-tónleikum hans í verslanir á föstudag. „Fyrir mér snúast þessi tvö verkefni um að halda stóra tónleika. Það er svo rosalega erfitt að vera með eitthvað á boðstólum sem fólk þekkir ekki og þetta eru tveir af mínum uppáhaldssöngvurum,“ segir Friðrik Ómar. Hann hefur haldið sextán Elvis-tónleika á undanförnum árum og alls hafa sex til sjö þúsund manns komið að horfa á. „Ég byrjaði á þeim 2005. Síðan er ég búinn að halda þá með reglulegu millibili en mestu törnina tók ég í Salnum,“ segir hann og á þar við hina vel heppnuðu tónleikaröð í byrjun ársins. Spurður hvort fólk vilji ekki frekar kaupa plötur og mynddiska með Elvis-sjálfum heldur en að kaupa hans útgáfu, viðurkennir Friðrik að ekkert komi í staðinn fyrir kónginn sjálfan. „En það er skemmtilegt að upplifa lögin flutt lifandi með flottum hljóðfæraleikurum. Ég er í hvorugu tilfellinu að herma eftir eða neitt þannig og er ekki í neinum búningum,“ segir hann og á þar líka við Villa Villa-verkefnið. „Ég er líka að segja fólki frá ýmsu sem gerðist á þeirra ferli, þannig að þetta er smá sögustund í leiðinni. Ég held líka að eftir svona tónleika fari margir og kaupi plöturnar þeirra.“ Friðrik hefur búið í Svíþjóð að undanförnu og líkar lífið þar mjög vel. „Það er búið að vera mjög fínt. Ég er kominn á fullt að taka upp lög eftir aðra og eftir mig,“ segir hann. „Ég er að kynnast bransanum og það tekur sinn tíma og ég er með báða fæturna á jörðinni. Þessi bransi er mjög fagmannlegur en það er mikil samkeppni líka. Fjórtán til fimmtán prósent af þjóðarframleiðslunni í Svíþjóð er tónlist, þannig að þetta er rosa stórt batterí þarna og mikilvægt, rétt eins og landbúnaðurinn hér heima,“ segir hann og hlær. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Friðrik Ómar heldur þrenna tónleika á Akureyri þar sem hann syngur lög Vilhjálms Vilhjálmssonar. Plata og mynddiskur með Elvis-tónleikum hans í Salnum eru einnig að koma út. Söngvarinn Friðrik Ómar hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Uppselt er á þrenna tónleika sem hann heldur um helgina í menningarhúsinu Hofi á Akureyri með lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar. Auk þess kemur plata og mynddiskur með Elvis Presley-tónleikum hans í verslanir á föstudag. „Fyrir mér snúast þessi tvö verkefni um að halda stóra tónleika. Það er svo rosalega erfitt að vera með eitthvað á boðstólum sem fólk þekkir ekki og þetta eru tveir af mínum uppáhaldssöngvurum,“ segir Friðrik Ómar. Hann hefur haldið sextán Elvis-tónleika á undanförnum árum og alls hafa sex til sjö þúsund manns komið að horfa á. „Ég byrjaði á þeim 2005. Síðan er ég búinn að halda þá með reglulegu millibili en mestu törnina tók ég í Salnum,“ segir hann og á þar við hina vel heppnuðu tónleikaröð í byrjun ársins. Spurður hvort fólk vilji ekki frekar kaupa plötur og mynddiska með Elvis-sjálfum heldur en að kaupa hans útgáfu, viðurkennir Friðrik að ekkert komi í staðinn fyrir kónginn sjálfan. „En það er skemmtilegt að upplifa lögin flutt lifandi með flottum hljóðfæraleikurum. Ég er í hvorugu tilfellinu að herma eftir eða neitt þannig og er ekki í neinum búningum,“ segir hann og á þar líka við Villa Villa-verkefnið. „Ég er líka að segja fólki frá ýmsu sem gerðist á þeirra ferli, þannig að þetta er smá sögustund í leiðinni. Ég held líka að eftir svona tónleika fari margir og kaupi plöturnar þeirra.“ Friðrik hefur búið í Svíþjóð að undanförnu og líkar lífið þar mjög vel. „Það er búið að vera mjög fínt. Ég er kominn á fullt að taka upp lög eftir aðra og eftir mig,“ segir hann. „Ég er að kynnast bransanum og það tekur sinn tíma og ég er með báða fæturna á jörðinni. Þessi bransi er mjög fagmannlegur en það er mikil samkeppni líka. Fjórtán til fimmtán prósent af þjóðarframleiðslunni í Svíþjóð er tónlist, þannig að þetta er rosa stórt batterí þarna og mikilvægt, rétt eins og landbúnaðurinn hér heima,“ segir hann og hlær. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira