Ég sker mig inn að beini 7. október 2010 13:00 einlægur Logi Geirsson leggur spilin á borðið í bók sem kemur út á sunnudaginn. „Þessi bók er eins einlæg og djúp og hægt er. Ég kemst ekki nær mér og sker mig inn að beini," segir handboltakappinn Logi Geirsson. Logi sendir frá sér bókina 10 10 10 - atvinnumannssaga Loga Geirssonar á sunnudaginn, en þá fagnar hann einnig 28 ára afmæli sínu. Í einum af athyglisverðari köflum bókarinnar fjallar Logi um æskuár sín á afar hispurslausan hátt, en hann var seinþroska sem hafði mikil áhrif á hann. Logi viðurkennir að það hafi farið um hann þegar hann las umræddan kafla, enda verður hann bráðum öllum aðgengilegur í bókinni. „Jú, jú, auðvitað er það erfitt," segir hann. „Þetta er það sem ég var að keppa við alla mína æsku. En ég er ekkert að fela þetta, enda kominn með skel utan um mig eins og fullorðinn maður. Þetta var stórt mál fyrir mig. Mig langaði að sýna fólki að ég er ekki bara maðurinn sem það sér í fjölmiðlum. Undir niðri eru allir viðkvæmar sálir." Logi telur að margir eigi eftir að finna sig í bókinni og að með henni sé hann að sýna gott fordæmi. „Það er gaman fyrir þá sem eru ekki bestir í yngri flokkunum að vita að maður á ekki að hætta, heldur fara sínar eigin leiðir," segir hann. „Mér fannst vanta svona bók. Það er stundum sagt að ef það er ekki til bók sem mann langar hrikalega að lesa sjálfur, þá skrifi maður hana bara sjálfur." Logi ítrekar að bókin sé ekki ævisaga heldur fjalli hún um atvinnumennskuna og allt sem tengist henni. „Ég tala miklu meira um erfiðleikana og tilfinninguna að vera atvinnumaður heldur en að fara yfir hvernig mér gekk í einstaka leikjum," segir hann. „Ég er ekki að tala um hvað ég skoraði mörg mörk, þó ég hrósi mér á einstaka stað í bókinni - það er bara eins og ég er." Þú telur ekki upp hvenær þú varst maður leiksins? „Nei, þetta eru skuggahliðarnar og það sem fólk sér ekki þegar það horfir á sjónvarpið og sér persónuna Loga Geirsson spila. Mig langar að sýna hvað er þarna á bak við. Allur undirbúningur, í hverju maður er að lenda rétt fyrir leiki." atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
„Þessi bók er eins einlæg og djúp og hægt er. Ég kemst ekki nær mér og sker mig inn að beini," segir handboltakappinn Logi Geirsson. Logi sendir frá sér bókina 10 10 10 - atvinnumannssaga Loga Geirssonar á sunnudaginn, en þá fagnar hann einnig 28 ára afmæli sínu. Í einum af athyglisverðari köflum bókarinnar fjallar Logi um æskuár sín á afar hispurslausan hátt, en hann var seinþroska sem hafði mikil áhrif á hann. Logi viðurkennir að það hafi farið um hann þegar hann las umræddan kafla, enda verður hann bráðum öllum aðgengilegur í bókinni. „Jú, jú, auðvitað er það erfitt," segir hann. „Þetta er það sem ég var að keppa við alla mína æsku. En ég er ekkert að fela þetta, enda kominn með skel utan um mig eins og fullorðinn maður. Þetta var stórt mál fyrir mig. Mig langaði að sýna fólki að ég er ekki bara maðurinn sem það sér í fjölmiðlum. Undir niðri eru allir viðkvæmar sálir." Logi telur að margir eigi eftir að finna sig í bókinni og að með henni sé hann að sýna gott fordæmi. „Það er gaman fyrir þá sem eru ekki bestir í yngri flokkunum að vita að maður á ekki að hætta, heldur fara sínar eigin leiðir," segir hann. „Mér fannst vanta svona bók. Það er stundum sagt að ef það er ekki til bók sem mann langar hrikalega að lesa sjálfur, þá skrifi maður hana bara sjálfur." Logi ítrekar að bókin sé ekki ævisaga heldur fjalli hún um atvinnumennskuna og allt sem tengist henni. „Ég tala miklu meira um erfiðleikana og tilfinninguna að vera atvinnumaður heldur en að fara yfir hvernig mér gekk í einstaka leikjum," segir hann. „Ég er ekki að tala um hvað ég skoraði mörg mörk, þó ég hrósi mér á einstaka stað í bókinni - það er bara eins og ég er." Þú telur ekki upp hvenær þú varst maður leiksins? „Nei, þetta eru skuggahliðarnar og það sem fólk sér ekki þegar það horfir á sjónvarpið og sér persónuna Loga Geirsson spila. Mig langar að sýna hvað er þarna á bak við. Allur undirbúningur, í hverju maður er að lenda rétt fyrir leiki." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira