Vakin af værum svefni vanans 12. nóvember 2010 07:00 Nú eru hópar í samfélaginu sem vilja draga úr samstarfi trúfélaga og skóla og ég tel ýmislegt sem hægt er að ræða í þeim hugmyndum. Það getur verið erfitt að vera barnið sem fær ekki að taka þátt þegar skólinn fer í heimsókn í kirkjuna eða þegar presturinn eða djákninn kemur í heimsókn í leikskólann. Skólinn er ekki staður fyrir trúboð. Trúboð á heima í kirkju en ekki í grunnskólum eða leikskólum. Um þetta er reyndar enginn ágreiningur og mörkin hafa verið að skerpast undanfarin ár að frumkvæði þjóðkirkjunnar. Ég skil þessa hópa því að mörgu leyti og mér finnst sitthvað gott í tillögum mannréttindaráðs en að sama skapi þykir mér sumt í tillögum þeirra bera vitni um þótta í garð kristni og þá sérstaklega þjóðkirkjunnar. En hvernig ætli hægt sé að vinna þetta svo að réttur barna sé tryggður og að foreldrar séu sáttir? Hagsmunir barnanna hljóta alltaf að vera í fyrirrúmi. Ég efast ekki eitt augnablik um að skólar, leikskólar, öll trúar- og lífsskoðunarfélög, íþróttafélög, skátar, tónlistarskólar og öll þau er vinna með börn vilji hag barna sem bestan. Margt kirkjunnar fólk hefur brugðist ókvæða við þessum tillögum mannréttindaráðs sem hér um ræðir enda upplifa mörg okkar tóninn í tillögunum sem yfirlætislegan. Reyndar veit ég ekki til þess að prestar séu hangandi á snerlinum í grunnskólum landsins og vilji komast inn til þess að berja börnin í höfuðið með Nýja testamentinu. Ég kannast heldur ekki við að það sé raunin í leikskólunum. Það sem mér finnst skorta er samtal um þessi mál við trú- og lífsskoðunarfélög, skólastjórnendur og foreldra með það að markmiði að komast sameiginlega að ásættanlegri lausn. En raunin er sú að Siðmennt er eina lífsskoðunarfélagið sem kom að tillögugerðinni. En hver veit nema það sem margir Íslendingar upplifa sem árás lítils hóps á kirkju og kristni sé það besta sem hefur komið fyrir kristni á Íslandi? Nú er fólk allt í einu farið að tala um trú á annarri hverri kaffistofu og í fjölskylduboðum og skrifa í blöðin og blogga um trúmál og kirkju. Það getur ekki verið annað en gott. Kannski þurftum við, kristið fólk á Íslandi, að láta vekja okkur af værum svefni vanans. Ég vona, trúi og bið þess að við þurfum ekki að óttast hugmyndir þessa hóps heldur verði þær einmitt til þess að styrkja trúfrelsi á Íslandi. Trúfrelsi er frelsi til trúar og trúleysis. Vonandi sprettur af þessu samtal sem kennir okkur að umgangast hvert annað af meiri virðingu hvaða lífsskoðun eða trú við höfum. Tölum saman af yfirvegun og með velferð barnanna okkar í huga. Samræða þeirra hópa er málið varða er lykillinn að farsælli lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Nú eru hópar í samfélaginu sem vilja draga úr samstarfi trúfélaga og skóla og ég tel ýmislegt sem hægt er að ræða í þeim hugmyndum. Það getur verið erfitt að vera barnið sem fær ekki að taka þátt þegar skólinn fer í heimsókn í kirkjuna eða þegar presturinn eða djákninn kemur í heimsókn í leikskólann. Skólinn er ekki staður fyrir trúboð. Trúboð á heima í kirkju en ekki í grunnskólum eða leikskólum. Um þetta er reyndar enginn ágreiningur og mörkin hafa verið að skerpast undanfarin ár að frumkvæði þjóðkirkjunnar. Ég skil þessa hópa því að mörgu leyti og mér finnst sitthvað gott í tillögum mannréttindaráðs en að sama skapi þykir mér sumt í tillögum þeirra bera vitni um þótta í garð kristni og þá sérstaklega þjóðkirkjunnar. En hvernig ætli hægt sé að vinna þetta svo að réttur barna sé tryggður og að foreldrar séu sáttir? Hagsmunir barnanna hljóta alltaf að vera í fyrirrúmi. Ég efast ekki eitt augnablik um að skólar, leikskólar, öll trúar- og lífsskoðunarfélög, íþróttafélög, skátar, tónlistarskólar og öll þau er vinna með börn vilji hag barna sem bestan. Margt kirkjunnar fólk hefur brugðist ókvæða við þessum tillögum mannréttindaráðs sem hér um ræðir enda upplifa mörg okkar tóninn í tillögunum sem yfirlætislegan. Reyndar veit ég ekki til þess að prestar séu hangandi á snerlinum í grunnskólum landsins og vilji komast inn til þess að berja börnin í höfuðið með Nýja testamentinu. Ég kannast heldur ekki við að það sé raunin í leikskólunum. Það sem mér finnst skorta er samtal um þessi mál við trú- og lífsskoðunarfélög, skólastjórnendur og foreldra með það að markmiði að komast sameiginlega að ásættanlegri lausn. En raunin er sú að Siðmennt er eina lífsskoðunarfélagið sem kom að tillögugerðinni. En hver veit nema það sem margir Íslendingar upplifa sem árás lítils hóps á kirkju og kristni sé það besta sem hefur komið fyrir kristni á Íslandi? Nú er fólk allt í einu farið að tala um trú á annarri hverri kaffistofu og í fjölskylduboðum og skrifa í blöðin og blogga um trúmál og kirkju. Það getur ekki verið annað en gott. Kannski þurftum við, kristið fólk á Íslandi, að láta vekja okkur af værum svefni vanans. Ég vona, trúi og bið þess að við þurfum ekki að óttast hugmyndir þessa hóps heldur verði þær einmitt til þess að styrkja trúfrelsi á Íslandi. Trúfrelsi er frelsi til trúar og trúleysis. Vonandi sprettur af þessu samtal sem kennir okkur að umgangast hvert annað af meiri virðingu hvaða lífsskoðun eða trú við höfum. Tölum saman af yfirvegun og með velferð barnanna okkar í huga. Samræða þeirra hópa er málið varða er lykillinn að farsælli lausn.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun