Bréf til hægrimanna Jóhann Páll Jóhannsson og Ólafur Kjaran Árnason skrifar 25. júní 2010 06:15 Kæru hægrimenn. Hugsjónir ykkar hafa átt stóran þátt í lífskjarabótum og framförum síðari alda. Því er brýnt að á Alþingi Íslendinga sitji traustir og marktækir málsvarar einstaklingsframtaks og markaðsfrelsis. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem kennir sig við hægristefnu. Þingmenn flokksins eru sextán talsins. Þeirra á meðal eru Ásbjörn Óttarsson, sem játaði að hafa greitt sér tugi milljóna í arðgreiðslur með ólöglegum hætti, Árni Johnsen, dæmdur þjófur og Sigurður Kári Kristjánsson sem þáði 4,6 milljónir í prófkjörsstyrki en neitar að upplýsa hverjir styrkveitendurnir voru. Einnig situr Guðlaugur Þór Þórðarson enn á þingi, en hann þáði tæplega 25 milljónir í styrki fyrir prófskjörsbaráttu sína árið 2006, að mestu leyti frá útrásarvíkingum. Sama ár hafði hann milligöngu um 30 milljón króna styrk frá FL Group og 25 milljón króna styrk frá Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins. Styrkirnir eru sérstaklega vafasamir í ljósi þess að styrkveitendur höfðu beinna hagsmuna að gæta í ýmsum deilumálum þessara ára. Þegar þannig er í pottinn búið leitar orðið mútur óhjákvæmilega á hugann. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, tók þátt í milljarðabraski ásamt Wernersbræðrum skömmu fyrir hrun þegar hann var stjórnarformaður N1, eins stærsta olíufyrirtækis á Íslandi. Fleiri framámenn flokksins tengjast ýmsum vafasömum viðskiptaævintýrum fortíðarinnar, en erfitt er að ímynda sér að fólk í slíkri stöðu geti með trúverðugum hætti tryggt heilbrigða samkeppni í anda hægristefnu.Ólafur KjaranSjálfstæðismenn hafa haft undirtökin á Íslandi síðustu áratugi. Eftirfarandi dæmi eru lýsandi fyrir starfshætti flokksins. Í valdatíð hans stóðu stjórnvöld tryggilega vörð um kvótakerfið með tilheyrandi braski, veðsetningu aflaheimilda og skuldsetningu í sjávarútvegi. Þá skal nefna þau forkastanlegu vinnubrögð sem viðhöfð voru við einkavæðingu bankanna, en eins og Rannsóknarskýrsla Alþingis varpar ljósi á voru lögmál markaðarins þar að engu höfð. Að sögn Steingríms Ara Arasonar sem sat í Einkavæðingarnefnd var hér um pólitíska ákvörðun að ræða; Landsbankinn var ekki einu sinni seldur hæstbjóðanda heldur hreinlega afhentur flokksgæðingum. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn sat við völd var Ísland gert að stuðningsaðila ólöglegs innrásarstríðs í Írak sem kostað hefur hundruð þúsunda óbreyttra borgara lífið. Loks ber að geta REI-málsins þegar reynt var að koma orkufyrirtækjum í hendur útrásarvíkinga á undirverði. Stuttu síðar afhjúpuðu sjálfstæðismenn valdagræðgi sína með meirihlutasamstarfinu við Ólaf F. Magnússon. Ofangreind vinnubrögð hljóta að misbjóða öllu heiðvirðu fólki. Nú er landsfundur Sjálfstæðisflokksins á næsta leiti. Undirritaðir hvetja sjálfstæðismenn til að horfast í augu við afglöp liðinnar tíðar, uppræta spillinguna og gera róttækar breytingar á starfsháttum og forystu flokksins. Takist það ekki hljóta heiðarlegir og réttsýnir hægrimenn að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn. Ef hægrimenn vilja láta taka mark á sér er kannski eðlilegast að þeir stofni nýtt stjórnmálaafl. Öllum ætti að vera ljóst að það er gjörsamlega ósamrýmanlegt að berjast fyrir betra þjóðfélagi en styðja um leið spilltan og siðlausan stjórnmálaflokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru hægrimenn. Hugsjónir ykkar hafa átt stóran þátt í lífskjarabótum og framförum síðari alda. Því er brýnt að á Alþingi Íslendinga sitji traustir og marktækir málsvarar einstaklingsframtaks og markaðsfrelsis. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem kennir sig við hægristefnu. Þingmenn flokksins eru sextán talsins. Þeirra á meðal eru Ásbjörn Óttarsson, sem játaði að hafa greitt sér tugi milljóna í arðgreiðslur með ólöglegum hætti, Árni Johnsen, dæmdur þjófur og Sigurður Kári Kristjánsson sem þáði 4,6 milljónir í prófkjörsstyrki en neitar að upplýsa hverjir styrkveitendurnir voru. Einnig situr Guðlaugur Þór Þórðarson enn á þingi, en hann þáði tæplega 25 milljónir í styrki fyrir prófskjörsbaráttu sína árið 2006, að mestu leyti frá útrásarvíkingum. Sama ár hafði hann milligöngu um 30 milljón króna styrk frá FL Group og 25 milljón króna styrk frá Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins. Styrkirnir eru sérstaklega vafasamir í ljósi þess að styrkveitendur höfðu beinna hagsmuna að gæta í ýmsum deilumálum þessara ára. Þegar þannig er í pottinn búið leitar orðið mútur óhjákvæmilega á hugann. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, tók þátt í milljarðabraski ásamt Wernersbræðrum skömmu fyrir hrun þegar hann var stjórnarformaður N1, eins stærsta olíufyrirtækis á Íslandi. Fleiri framámenn flokksins tengjast ýmsum vafasömum viðskiptaævintýrum fortíðarinnar, en erfitt er að ímynda sér að fólk í slíkri stöðu geti með trúverðugum hætti tryggt heilbrigða samkeppni í anda hægristefnu.Ólafur KjaranSjálfstæðismenn hafa haft undirtökin á Íslandi síðustu áratugi. Eftirfarandi dæmi eru lýsandi fyrir starfshætti flokksins. Í valdatíð hans stóðu stjórnvöld tryggilega vörð um kvótakerfið með tilheyrandi braski, veðsetningu aflaheimilda og skuldsetningu í sjávarútvegi. Þá skal nefna þau forkastanlegu vinnubrögð sem viðhöfð voru við einkavæðingu bankanna, en eins og Rannsóknarskýrsla Alþingis varpar ljósi á voru lögmál markaðarins þar að engu höfð. Að sögn Steingríms Ara Arasonar sem sat í Einkavæðingarnefnd var hér um pólitíska ákvörðun að ræða; Landsbankinn var ekki einu sinni seldur hæstbjóðanda heldur hreinlega afhentur flokksgæðingum. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn sat við völd var Ísland gert að stuðningsaðila ólöglegs innrásarstríðs í Írak sem kostað hefur hundruð þúsunda óbreyttra borgara lífið. Loks ber að geta REI-málsins þegar reynt var að koma orkufyrirtækjum í hendur útrásarvíkinga á undirverði. Stuttu síðar afhjúpuðu sjálfstæðismenn valdagræðgi sína með meirihlutasamstarfinu við Ólaf F. Magnússon. Ofangreind vinnubrögð hljóta að misbjóða öllu heiðvirðu fólki. Nú er landsfundur Sjálfstæðisflokksins á næsta leiti. Undirritaðir hvetja sjálfstæðismenn til að horfast í augu við afglöp liðinnar tíðar, uppræta spillinguna og gera róttækar breytingar á starfsháttum og forystu flokksins. Takist það ekki hljóta heiðarlegir og réttsýnir hægrimenn að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn. Ef hægrimenn vilja láta taka mark á sér er kannski eðlilegast að þeir stofni nýtt stjórnmálaafl. Öllum ætti að vera ljóst að það er gjörsamlega ósamrýmanlegt að berjast fyrir betra þjóðfélagi en styðja um leið spilltan og siðlausan stjórnmálaflokk.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar