Næringarríkt nammi Vera Einarsdóttir skrifar 27. desember 2010 06:00 Helga Sörensen. Fréttablaðið/Anton Brink Veitingastaðurinn Krúska legur áherslu á hollan mat úr úrvals hráefni. Yfirkokkurinn Helga Sörensdóttir hefur að undanförnu þróað sykurlausar konfektkúlur sem hægt er að borða með góðri samvisku um jólin. Meginuppistaðan er möndlur og döðlur en þeim er svo dýft ofan súkkulaði til hátíðarbrigða. „Í rabarbaraeftirréttinum eru egg sem gefa prótein og rabarbarinn er stútfullur af C-vítamínum. Ég nota síðan örlítið agavesíróp enda vil ég halda sykrinum í lágmarki," segir Helga. Hún segir hægt að leika sér með réttinn að vild og nota til dæmis bláber eða epli í staðinn fyrir rabarbara. Hún segir ýmist hægt að færa hann upp í falleg glös eða útbúa hann í stærri skál og skenkja úr henni með skeið. Hrákonfekt 5 dl döðlur 2 dl heilar möndlur með hýði ½ dl kakó 1 tsk. kanill 2 tsk. engifer ½ tsk. cayenne-pipar ¼ tsk. salt 1 dl kókosolía 150 g 50% súkkulaði Leggið döðlur og möndlur í bleyti (hvort í sína skálina) í 4 klukkustundir. Myljið möndlur eins mikið og unnt er í matvinnsluvél. Bætið döðlum út í og maukið þær með. Bætið kryddum og mýktri kókosolíu út í. Kælið. Gerið litlar kúlur úr deiginu þegar það er orðið kallt og stíft. Frystið. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og dýfið kúlunum ofan í. Látið súkkulaðið stífna. Rabarbaraeftirréttur 4 egg 200 g hrásykur ½ lítri rjómi 100 g rjómaostur 2 vanillustangir 500 g rabarbari 1 tsk. anís 10 msk. agavesíróp 150 g heslihnetur 1 tsk. kanill Skerið rabarbara í bita og bakið með anís og helming af sírópi við 130°C í 15 mínútur. Myljið heslihnetur og steikið upp úr 5 msk. af agavesírópi og kanil. Þeytið eggjarauður, hrásykur, vanillukorn og rjómaost. Þeytið rjómann og blandið saman við eggjarauður. Stífþeytið eggjahvítur og blandið saman við í lokin. Haldið köldu á milli. Setjið rabarbara neðst í glas, svo hnetur, svo rjómablöndu. Endurtakið eins oft og þarf. Eftirréttir Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Veitingastaðurinn Krúska legur áherslu á hollan mat úr úrvals hráefni. Yfirkokkurinn Helga Sörensdóttir hefur að undanförnu þróað sykurlausar konfektkúlur sem hægt er að borða með góðri samvisku um jólin. Meginuppistaðan er möndlur og döðlur en þeim er svo dýft ofan súkkulaði til hátíðarbrigða. „Í rabarbaraeftirréttinum eru egg sem gefa prótein og rabarbarinn er stútfullur af C-vítamínum. Ég nota síðan örlítið agavesíróp enda vil ég halda sykrinum í lágmarki," segir Helga. Hún segir hægt að leika sér með réttinn að vild og nota til dæmis bláber eða epli í staðinn fyrir rabarbara. Hún segir ýmist hægt að færa hann upp í falleg glös eða útbúa hann í stærri skál og skenkja úr henni með skeið. Hrákonfekt 5 dl döðlur 2 dl heilar möndlur með hýði ½ dl kakó 1 tsk. kanill 2 tsk. engifer ½ tsk. cayenne-pipar ¼ tsk. salt 1 dl kókosolía 150 g 50% súkkulaði Leggið döðlur og möndlur í bleyti (hvort í sína skálina) í 4 klukkustundir. Myljið möndlur eins mikið og unnt er í matvinnsluvél. Bætið döðlum út í og maukið þær með. Bætið kryddum og mýktri kókosolíu út í. Kælið. Gerið litlar kúlur úr deiginu þegar það er orðið kallt og stíft. Frystið. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og dýfið kúlunum ofan í. Látið súkkulaðið stífna. Rabarbaraeftirréttur 4 egg 200 g hrásykur ½ lítri rjómi 100 g rjómaostur 2 vanillustangir 500 g rabarbari 1 tsk. anís 10 msk. agavesíróp 150 g heslihnetur 1 tsk. kanill Skerið rabarbara í bita og bakið með anís og helming af sírópi við 130°C í 15 mínútur. Myljið heslihnetur og steikið upp úr 5 msk. af agavesírópi og kanil. Þeytið eggjarauður, hrásykur, vanillukorn og rjómaost. Þeytið rjómann og blandið saman við eggjarauður. Stífþeytið eggjahvítur og blandið saman við í lokin. Haldið köldu á milli. Setjið rabarbara neðst í glas, svo hnetur, svo rjómablöndu. Endurtakið eins oft og þarf.
Eftirréttir Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira