KR og Hamar spila í kvöld fyrsta leikinn sinn í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfuboltanum. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHL-höll þeirra KR-inga en tveir leikmenn þekkja fátt annað en að vera í þessari stöðu á vorin.
KR-ingurinn Margrét Kara Sturludóttir og Hamarskonan Sigrún Ámundadóttir eru nefnilega báðar komnar í lokaúrslitin fimmta árið í röð. Kara var með KR í fyrra en Keflavík þrjú ár þar á undan en Sigrún var með KR-liðinu síðustu tvö ár og þar á undan tvö ár með Haukum.
Margrét Kara og Sigrún hafa bæði verið mótherjar og samherjar þessi fjögur ár. Árin 2006 og 2007 var Sigrún með Haukum og Margrét Kara með Keflavík. Árið 2008 var Margrét Kara með Keflavík og Sigrún með KR og í fyrra voru þær síðan saman með KR.
Þær Margrét Kara og Sigrún eiga þó ekki metið yfir flest lokaúrslit í röð því KR-ingarnir Guðbjörg Norðfjörð og Kristín Björk Jónsdóttir voru með í sjö lokaúrslitum í röð frá 1996 til 2002. Birna Valgarðsdóttir tók þátt í lokaúrslitum sex ár í röð með Keflavík á árunum 2003 til 2008.
Flest lokaúrslit í röð
7 Guðbjörg Norðfjörð 1996-2002
7 Kristín Björk Jónsdóttir 1996-2002
6 Birna Valgarðsdóttir 2003-2008
5 Margrét Kara Sturludóttir 2006-2010
5 Sigrún Ámundadóttir 2006-2010
5 Svava Ósk Stefánsdóttir 2003-2007
Síðustu fjögur lokaúrslit Margrétar Köru og Sigrúnar
2006
Margrét Kara, Keflavík (2. sæti)
3,0 stig - 10,5 fráköst - 1,5 stoðsendingar - 22,5 mínútur
Sigrún, Haukum (Íslandsmeistari)
3,0 stig - 4,3 fráköst - 0,7 stoðsendingar - 18,0 mínútur
2007
Margrét Kara, Keflavík (2. sæti)
7,8 stig - 8,0 fráköst - 2,5 stoðsendingar - 26,5 mínútur
Sigrún, Haukum (Íslandsmeistari)
14,0 stig - 7,5 fráköst - 2,5 stoðsendingar - 30,3 mínútur
2008
Margrét Kara, Keflavík (Íslandsmeistari)
6,3 stig - 11,0 fráköst - 3,3 stoðsendingar - 24,3 mínútur
Sigrún, KR (2. sæti)
13,0 stig - 12,0 fráköst - 2,7 stoðsendingar - 34,0 mínútur
2008
Margrét Kara, KR (2. sæti)
12,2 stig - 6,6 fráköst - 2,6 stoðsendingar - 34,4 mínútur
Sigrún, KR (2. sæti)
13,2 stig - 9,2 fráköst - 3,4 stoðsendingar - 35,8 mínútur
Fimmtu lokaúrslitin í röð hjá Margréti Köru og Sigrúnu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti

„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti


Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn