Ó, borg mín borg! Jón Gnarr skrifar 29. maí 2010 06:00 Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hún mótaði mig og gerði að því sem ég er í dag. Pabbi var lögga. Mamma vann í mötuneyti Borgarspítalans. Ég safnaði peningum með tombólum, til að láta gott af mér leiða og fá mynd af mér í Vísi. Ég var í Réttó. Ég naglhreinsaði mótatimbrið utan af Seðlabankabyggingunni. Ég fór á tónleika í Hafnarbíó. Ég vann í Hampiðjunni. Ég fór í Iðnó og þar heillaðist ég af leiklistinni. Ég hef labbað yfirbugaður af ástarsorg frá Lækjartorgi uppí Breiðholt. Ég hef grátið í strætó. Mér fannst ég ekkert vita eða geta fyrstu vaktina mína hjá Bæjarleiðum. Það var erfitt að viðurkenna að ég rataði ekki á Óðinsgötu. En ég fékk hjálp frá "Stöðinni" og smátt og smátt lærði ég að bjarga mér. Síðustu ár hefur það verið atvinna mín að gleðja fólk með gamanleik en þrátt fyrir það hefur líf mitt ekki verið tómur fíflagangur. Ég hef alið upp fimm börn í þessari borg og þar af er eitt á leikskólaaldri í dag. Ég hef verið með langveikt barn. Ég hef verið atvinnulaus. Ég hef fylgt öldruðum foreldrum mínum í gegnum heilbrigðiskerfið og öldrunarþjónustuna. Ég hef jarðað föður minn og trillað mömmu minni um borgina í hjólastól. En þrátt fyrir erfiðleika hefur þessi borg alltaf séð vel um mig þegar ég hef sýnt áhuga og frumkvæði. Þá hef ég bjargað mér með útsjónarsemi og dugnaði. Borgin okkar er alltaf að stækka og breytast. Sem krakki fór ég með pabba mínum að tína svartbaksegg uppí Grafarvogi. Seinna bjó ég þar. Ég hef fylgst með nýjum hverfum verða að grónum hverfum. Ég elska þessa borg og vil endurgjalda henni allt það sem hún hefur gefið mér. Undanfarin ár finnst mér rangur hugsunarháttur hafa ráðið hér ríkjum. Mér hefur sárnað að horfa uppá það og afleiðingarnar. Mér finnst að ljótir og virðingarlausir hlutir hafi verið gerðir. Hagsmunir borgaranna hafa vikið fyrir hagsmunum einhverra annarra. Tækifæri hafa verið vannýtt. Þess vegna stofnaði ég Besta flokkinn og fékk til liðs við mig fólk sem ég þekki, virði og treysti. Það er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Reykjavík getur orðið fallegri og skemmtilegri borg sem hefur alltaf eitthvað nýtt og óvænt að bjóða uppá. Gott gengi Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum getur markað nýtt upphaf í sögu borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hún mótaði mig og gerði að því sem ég er í dag. Pabbi var lögga. Mamma vann í mötuneyti Borgarspítalans. Ég safnaði peningum með tombólum, til að láta gott af mér leiða og fá mynd af mér í Vísi. Ég var í Réttó. Ég naglhreinsaði mótatimbrið utan af Seðlabankabyggingunni. Ég fór á tónleika í Hafnarbíó. Ég vann í Hampiðjunni. Ég fór í Iðnó og þar heillaðist ég af leiklistinni. Ég hef labbað yfirbugaður af ástarsorg frá Lækjartorgi uppí Breiðholt. Ég hef grátið í strætó. Mér fannst ég ekkert vita eða geta fyrstu vaktina mína hjá Bæjarleiðum. Það var erfitt að viðurkenna að ég rataði ekki á Óðinsgötu. En ég fékk hjálp frá "Stöðinni" og smátt og smátt lærði ég að bjarga mér. Síðustu ár hefur það verið atvinna mín að gleðja fólk með gamanleik en þrátt fyrir það hefur líf mitt ekki verið tómur fíflagangur. Ég hef alið upp fimm börn í þessari borg og þar af er eitt á leikskólaaldri í dag. Ég hef verið með langveikt barn. Ég hef verið atvinnulaus. Ég hef fylgt öldruðum foreldrum mínum í gegnum heilbrigðiskerfið og öldrunarþjónustuna. Ég hef jarðað föður minn og trillað mömmu minni um borgina í hjólastól. En þrátt fyrir erfiðleika hefur þessi borg alltaf séð vel um mig þegar ég hef sýnt áhuga og frumkvæði. Þá hef ég bjargað mér með útsjónarsemi og dugnaði. Borgin okkar er alltaf að stækka og breytast. Sem krakki fór ég með pabba mínum að tína svartbaksegg uppí Grafarvogi. Seinna bjó ég þar. Ég hef fylgst með nýjum hverfum verða að grónum hverfum. Ég elska þessa borg og vil endurgjalda henni allt það sem hún hefur gefið mér. Undanfarin ár finnst mér rangur hugsunarháttur hafa ráðið hér ríkjum. Mér hefur sárnað að horfa uppá það og afleiðingarnar. Mér finnst að ljótir og virðingarlausir hlutir hafi verið gerðir. Hagsmunir borgaranna hafa vikið fyrir hagsmunum einhverra annarra. Tækifæri hafa verið vannýtt. Þess vegna stofnaði ég Besta flokkinn og fékk til liðs við mig fólk sem ég þekki, virði og treysti. Það er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Reykjavík getur orðið fallegri og skemmtilegri borg sem hefur alltaf eitthvað nýtt og óvænt að bjóða uppá. Gott gengi Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum getur markað nýtt upphaf í sögu borgarinnar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar