Konur stjórna 13 bræðrum 22. maí 2010 19:00 Dansverkið Bræður verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 27. maí. Gunnlaugur fer með eitt af helstu hlutverkunum. Fréttablaðið/Valli Dansverkið Bræður verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík dagana 27. og 28. maí. Gunnlaugur Egilsson fer með hlutverk eins bræðranna og hlakkar mikið til sýninganna. Æfingar fyrir Bræður hófust fyrir tveimur mánuðum en undanfarinn mánuð hafa þær orðið þéttari. Höfundar verksins, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á fimmtudaginn, eru fimm konur en karlmenn eru í helstu hlutverkum. Helstu höfundar eru þær Ástrós Gunnarsdóttir, Lára Stefánsdóttir og Hrafnhildur Hagalín. Þær sömdu einmitt dansverkið Systur, sem var sýnt við góðan orðstír í Iðnó og Leikfélagi Akureyrar. „Þetta er skemmtileg upplifun. Það eru bara konur í listrænni stjórnun, sem er nýtt fyrir mig. Ég hef aldrei upplifað það áður í þessum karllæga heimi," segir Gunnlaugur, sem er dansari við Konunglega ballettinn í Stokkhólmi. „Þetta verk er skemmtileg nálgun á því hvernig konur upplifa karlmenn." Alls taka þrettán karlmenn þátt í sýningunni, þar á meðal Jorma Uotinen frá Finnlandi og Vinicius frá Brasilíu. „Þeir komu fyrir nokkrum dögum og það hefur verið svolítil vinna að koma þeim inn í þetta en þetta er allt að gerast," segir Gunnlaugur. Nokkrir drengir úr Listdansskóla Íslands eru einnig á meðal þátttakenda. „Mér finnst viss hluti af þessu dansverki vera svolítill óður til klámkynslóðarinnar. Þetta er kannski sýn þessara drengja á hvernig karlar eiga að vera," segir Gunnlaugur. Tvær konur taka einnig þátt í sýningunni, eða höfundarnir Ástrós og Lára. Filippía Elísdóttir hannar útlit og búninga í verkinu og Ragnhildur Gísladóttir semur tónlist og hljóðmynd. Gunnlaugur fer aftur til Svíþjóðar í ágúst eftir að hafa verið í leyfi frá Konunglega ballettinum. „Það er búið að vera fínt að vera á Íslandi í smá stund og taka þátt í þessu verkefni," segir hann. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Fleiri fréttir „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Sjá meira
Dansverkið Bræður verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík dagana 27. og 28. maí. Gunnlaugur Egilsson fer með hlutverk eins bræðranna og hlakkar mikið til sýninganna. Æfingar fyrir Bræður hófust fyrir tveimur mánuðum en undanfarinn mánuð hafa þær orðið þéttari. Höfundar verksins, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á fimmtudaginn, eru fimm konur en karlmenn eru í helstu hlutverkum. Helstu höfundar eru þær Ástrós Gunnarsdóttir, Lára Stefánsdóttir og Hrafnhildur Hagalín. Þær sömdu einmitt dansverkið Systur, sem var sýnt við góðan orðstír í Iðnó og Leikfélagi Akureyrar. „Þetta er skemmtileg upplifun. Það eru bara konur í listrænni stjórnun, sem er nýtt fyrir mig. Ég hef aldrei upplifað það áður í þessum karllæga heimi," segir Gunnlaugur, sem er dansari við Konunglega ballettinn í Stokkhólmi. „Þetta verk er skemmtileg nálgun á því hvernig konur upplifa karlmenn." Alls taka þrettán karlmenn þátt í sýningunni, þar á meðal Jorma Uotinen frá Finnlandi og Vinicius frá Brasilíu. „Þeir komu fyrir nokkrum dögum og það hefur verið svolítil vinna að koma þeim inn í þetta en þetta er allt að gerast," segir Gunnlaugur. Nokkrir drengir úr Listdansskóla Íslands eru einnig á meðal þátttakenda. „Mér finnst viss hluti af þessu dansverki vera svolítill óður til klámkynslóðarinnar. Þetta er kannski sýn þessara drengja á hvernig karlar eiga að vera," segir Gunnlaugur. Tvær konur taka einnig þátt í sýningunni, eða höfundarnir Ástrós og Lára. Filippía Elísdóttir hannar útlit og búninga í verkinu og Ragnhildur Gísladóttir semur tónlist og hljóðmynd. Gunnlaugur fer aftur til Svíþjóðar í ágúst eftir að hafa verið í leyfi frá Konunglega ballettinum. „Það er búið að vera fínt að vera á Íslandi í smá stund og taka þátt í þessu verkefni," segir hann. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Fleiri fréttir „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Sjá meira