Umfjöllun: Nýliðarnir lítil fyrirstaða fyrir meistaraefnin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. september 2010 20:55 Ólafur Guðmundsson og FH-ingar byrja á sigri. FH vann í kvöld góðan sigur á Aftureldingu, 34-25, í N1-deild karla. Staðan í hálfleik var 17-12 en eins og tölurnar gefa til kynna var sigur FH lengst af aldrei í hættu. Það var gríðarlega mikil stemning í Kaplakrika í gær. Stuðningsmannasveit Mosfellinga, „Rothöggið“, var með mikil læti á áhorfendapöllunum og yfirgnæfði þá fjölmörgu stuðningsmenn FH sem voru mættir í höllina. Þessi góði stuðningur gaf nýliðinum vind í seglinn í byrjun leiksins og höfðu gestirnir úr Mosfellsbæ undirtökin fyrstu 20 mínúturnar. Smári Guðfinnsson varði mjög vel í markinu og Bjarni Aron Þórðarson skoraði nokkur lagleg mörk af vinstri vængnum. Logi Geirsson, sem kom heim úr atvinnumennskunni í sumar, klikkaði að vísu á fyrsta skotinu sínu í leiknum en lét það ekki slá sig út af laginu. Hann stýrði sóknarleiknum ágætlega og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Hann var einnig duglegur að leggja upp fyrir Ólaf Guðmundsson sem lét mikið af sér kveða er heimamenn breyttu stöðunni úr 10-10 í 17-12 á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiksins. Pálmar Pétursson fór þá einnig mikinn í markinu og varði úr þó nokkrum dauðafærum Mosfellinga. Síðari hálfleikur var nokkuð líkur þeim fyrri. Afturelding byrjaði af miklum krafti og náði að minnka muninn í tvö mörk en þá gáfu heimamenn aftur í. Þeir sigu hægt og rólega fram úr og unnu að lokum níu marka sigur. Afturelding fékk þó ágætt tækifæri til að koma sér aftur inn í leikinn og var liðið oft í yfirtölu þegar þarna var komið við sögu en allt kom fyrir ekki. Varnarleikur gestanna var ágætur til að byrja með en miklu munaði að markvarslan var nánast engin í síðari hálfleik. Afturelding tók Ólaf Guðmundsson úr umferð nánast allan síðari hálfleikinn en það virtist litlu breyta, sérstklega eftir því sem leið á leikinn. Sóknarleikur FH varð betri og betri eftir því sem leið á leikinn og réðu gestirnir lítið sem ekkert við þá undir lok hans. Niðurstaðan sanngjarn sigur en FH á eftir að fá erfiðara próf en þeir fengu í kvöld strax um helgina er þeir mæta Íslandsmeistum Hauka í Hafnarfjarðarslag um helgina. Mosfellingar sýndu þó í kvöld að þetta er mikið baráttulið sem mun sjálfsagt hrifsa til sín stig hér og þar í vetur. Þeir gáfust aldrei upp þó svo að á móti hefði blásið og þeim ber að hrósa fyrir það. FH - Afturelding 34 – 25 (17-12) Mörk FH (skot): Ólafur A. Guðmundsson 10 (15), Atli Rúnar Steinþórsson 5 (5), Logi Geirsson 4/2 (5/2), Ásbjörn Friðriksson 4/2 (9/2), Hermann R. Björnsson 3 (4), Brynjar E. Geirsson 2 (2), Benedikt R. Kristinsson 2 (6), Bogi Eggertsson 1 (1), Þorkell Magnússon 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 14 (39/3, 36%).Hraðaupphlaup: 2 (Logi 1, Sigurgeir Árni 1).Fiskuð víti: 4 (Bogi 1, Ásbjörn 1, Ari Magnús 1, Atli Rúnar 1).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 10 (20), Arnar Theódórsson 6 (9), Jóhann Jóhannsson 6/3 (8/3), Aron Gylfason 2 (4), Eyþór Vestmann 1 (2), Jón Andri Helgason (4), Ásgeir Jónsson (2). Varin skot: Smári Guðfinsson 10 (32/2, 31%), Hafþór Einarsson 4 (16/2, 25%).Hraðaupphlaup: 7 (Bjarni Aron 3, Arnar 2, Aron 1, Jóhann 1).Fiskuð víti: 3 (Bjarni Aron 2, Pétur 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Höfðu góð tök á leiknum. Olís-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira
FH vann í kvöld góðan sigur á Aftureldingu, 34-25, í N1-deild karla. Staðan í hálfleik var 17-12 en eins og tölurnar gefa til kynna var sigur FH lengst af aldrei í hættu. Það var gríðarlega mikil stemning í Kaplakrika í gær. Stuðningsmannasveit Mosfellinga, „Rothöggið“, var með mikil læti á áhorfendapöllunum og yfirgnæfði þá fjölmörgu stuðningsmenn FH sem voru mættir í höllina. Þessi góði stuðningur gaf nýliðinum vind í seglinn í byrjun leiksins og höfðu gestirnir úr Mosfellsbæ undirtökin fyrstu 20 mínúturnar. Smári Guðfinnsson varði mjög vel í markinu og Bjarni Aron Þórðarson skoraði nokkur lagleg mörk af vinstri vængnum. Logi Geirsson, sem kom heim úr atvinnumennskunni í sumar, klikkaði að vísu á fyrsta skotinu sínu í leiknum en lét það ekki slá sig út af laginu. Hann stýrði sóknarleiknum ágætlega og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Hann var einnig duglegur að leggja upp fyrir Ólaf Guðmundsson sem lét mikið af sér kveða er heimamenn breyttu stöðunni úr 10-10 í 17-12 á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiksins. Pálmar Pétursson fór þá einnig mikinn í markinu og varði úr þó nokkrum dauðafærum Mosfellinga. Síðari hálfleikur var nokkuð líkur þeim fyrri. Afturelding byrjaði af miklum krafti og náði að minnka muninn í tvö mörk en þá gáfu heimamenn aftur í. Þeir sigu hægt og rólega fram úr og unnu að lokum níu marka sigur. Afturelding fékk þó ágætt tækifæri til að koma sér aftur inn í leikinn og var liðið oft í yfirtölu þegar þarna var komið við sögu en allt kom fyrir ekki. Varnarleikur gestanna var ágætur til að byrja með en miklu munaði að markvarslan var nánast engin í síðari hálfleik. Afturelding tók Ólaf Guðmundsson úr umferð nánast allan síðari hálfleikinn en það virtist litlu breyta, sérstklega eftir því sem leið á leikinn. Sóknarleikur FH varð betri og betri eftir því sem leið á leikinn og réðu gestirnir lítið sem ekkert við þá undir lok hans. Niðurstaðan sanngjarn sigur en FH á eftir að fá erfiðara próf en þeir fengu í kvöld strax um helgina er þeir mæta Íslandsmeistum Hauka í Hafnarfjarðarslag um helgina. Mosfellingar sýndu þó í kvöld að þetta er mikið baráttulið sem mun sjálfsagt hrifsa til sín stig hér og þar í vetur. Þeir gáfust aldrei upp þó svo að á móti hefði blásið og þeim ber að hrósa fyrir það. FH - Afturelding 34 – 25 (17-12) Mörk FH (skot): Ólafur A. Guðmundsson 10 (15), Atli Rúnar Steinþórsson 5 (5), Logi Geirsson 4/2 (5/2), Ásbjörn Friðriksson 4/2 (9/2), Hermann R. Björnsson 3 (4), Brynjar E. Geirsson 2 (2), Benedikt R. Kristinsson 2 (6), Bogi Eggertsson 1 (1), Þorkell Magnússon 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 14 (39/3, 36%).Hraðaupphlaup: 2 (Logi 1, Sigurgeir Árni 1).Fiskuð víti: 4 (Bogi 1, Ásbjörn 1, Ari Magnús 1, Atli Rúnar 1).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 10 (20), Arnar Theódórsson 6 (9), Jóhann Jóhannsson 6/3 (8/3), Aron Gylfason 2 (4), Eyþór Vestmann 1 (2), Jón Andri Helgason (4), Ásgeir Jónsson (2). Varin skot: Smári Guðfinsson 10 (32/2, 31%), Hafþór Einarsson 4 (16/2, 25%).Hraðaupphlaup: 7 (Bjarni Aron 3, Arnar 2, Aron 1, Jóhann 1).Fiskuð víti: 3 (Bjarni Aron 2, Pétur 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Höfðu góð tök á leiknum.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira