Niðurskurður og norræn velferð 28. júní 2010 06:00 Félagsmálaráðherra tilkynnti nýverið að allt stefndi í að niðurskurður til velferðarmála á fjárlögum ríkisins fyrir árið 2011 gæti orðið 6% miðað við árið 2010 en það ár var skorið niður í félags- og tryggingamálum um 5%. Ráðherra hefur jafnframt gengið fram fyrir skjöldu og bent á nauðsyn þess að farið verði í allsherjar uppstokkun á útgjöldum ríkisins. Nú blandast engum hugur um að óumflýjanlegt virðist vera að lækka þurfi ríkisútgjöld. Það sem verður að hafa í huga er hvernig við forgangsröðum; hvaða svið það eru sem ekki þola skerðingar án þess að það skaði einstaklinga og samfélagið í bráð og lengd. Ríkisstjórnin hefur gefið út þá yfirlýsingu að hún vilji skapa hér samfélag í anda hins norræna velferðarkerfis. Ríkisstjórnin hefur hinsvegar ekki skilgreint hvað felst í slíku kerfi né hvað það er sem íslenska velferðarþjónustu helst skortir í þeim efnum. Því hefur umræðuna skort efnislegt innihald. Til velferðarmála eru almennt talin menntamál, heilbrigðismál og félags- og tryggingamál. Samkvæmt Norrænu hagtöluárbókinni 2009 voru framlög á Íslandi árið 2007 til menntamála vel sambærileg við önnur norðurlönd. Hvað varðar heilbrigðismál og félags- og tryggingamál þá er um þessa málaflokka fjallað í hagtíðindum Hagstofu Íslands um heilbrigðis- félags- og dómsmál í október 2009.Sú samantekt er fróðleg og nauðsynleg lesning öllum þeim sem vilja stuðla að norrænu velferðarkerfi á Íslandi. Þar kemur fram að til þess sem kallað er félagsvernd, þ.e.a.s. heilbrigðis-, trygginga- og félagsmála, vörðu Íslendingar árið 2006 lægstu hlutfalli Norðurlanda miðað við landsframleiðslu eða 21% meðan aðrar þjóðir nota frá 22.6% (Noregur) og upp í 30,7% (Svíþjóð). Friðrik Sigurðsson. Ekki er síður fróðlegt að skoða hvernig innbyrðis skipting á Norðurlöndum er á milli verkefnasviða innan svokallaðrar félagsverndar. Til heilbrigðismála renna á Íslandi 8,8 % landsframleiðslu sem er það hæsta á Norðurlöndum meðan til örorku og fötlunar renna 2,8% af landsframleiðslu. Þar er Ísland langlægst í norrænum samanburði, sambærilegar tölur á öðrum Norðurlöndum eru frá 4,2- 4,6% af landsframleiðslu. Þessar staðreyndir eru mikilvægur vegvísir við að innleiða samfélag sem líkist norrænum velferðarsamfélögum. Það væri mikið úr leið á þeirri vegferð ef skerða ætti það litla fjármagn sem nú rennur til þjónustu við fatlað fólk og til greiðslu örorkubóta og þar með breikka bilið á milli Íslands og annarra Norðurlanda á málasviði þar sem Ísland stendur hvað höllustum fæti. Fyrirliggjandi er að ganga þarf frá samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga um þann heimanmund sem ríkið er tilbúið að eftirláta sveitarfélögunum þegar þau taka yfir þá þjónustu sem ríkið hefur hingað til veitt fötluðu fólki samkvæmt lögum. Landssamtökunum Þroskahjálp þykir sjálfgefið að þar muni ríkið að lágmarki verða tilbúið að færa til tekjustofna sem nema að fullu núverandi rekstrarkostnaði. Samtökin telja einnig að það væri í hróplegri mótsögn við yfirlýsta stefnu núverandi ríkisstjórnar um norræna velferð ef bætur vegna fötlunar yrðu skertar meira en orðið er.Að lokum hvetja samtökin til málefnalegrar umræðu um nauðsyn og skipulag velferðar á viðsjárverðum tímum, þar nægir ekki spaugstefnuskrá Besta flokksins „að vera góðir við aumingja". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra tilkynnti nýverið að allt stefndi í að niðurskurður til velferðarmála á fjárlögum ríkisins fyrir árið 2011 gæti orðið 6% miðað við árið 2010 en það ár var skorið niður í félags- og tryggingamálum um 5%. Ráðherra hefur jafnframt gengið fram fyrir skjöldu og bent á nauðsyn þess að farið verði í allsherjar uppstokkun á útgjöldum ríkisins. Nú blandast engum hugur um að óumflýjanlegt virðist vera að lækka þurfi ríkisútgjöld. Það sem verður að hafa í huga er hvernig við forgangsröðum; hvaða svið það eru sem ekki þola skerðingar án þess að það skaði einstaklinga og samfélagið í bráð og lengd. Ríkisstjórnin hefur gefið út þá yfirlýsingu að hún vilji skapa hér samfélag í anda hins norræna velferðarkerfis. Ríkisstjórnin hefur hinsvegar ekki skilgreint hvað felst í slíku kerfi né hvað það er sem íslenska velferðarþjónustu helst skortir í þeim efnum. Því hefur umræðuna skort efnislegt innihald. Til velferðarmála eru almennt talin menntamál, heilbrigðismál og félags- og tryggingamál. Samkvæmt Norrænu hagtöluárbókinni 2009 voru framlög á Íslandi árið 2007 til menntamála vel sambærileg við önnur norðurlönd. Hvað varðar heilbrigðismál og félags- og tryggingamál þá er um þessa málaflokka fjallað í hagtíðindum Hagstofu Íslands um heilbrigðis- félags- og dómsmál í október 2009.Sú samantekt er fróðleg og nauðsynleg lesning öllum þeim sem vilja stuðla að norrænu velferðarkerfi á Íslandi. Þar kemur fram að til þess sem kallað er félagsvernd, þ.e.a.s. heilbrigðis-, trygginga- og félagsmála, vörðu Íslendingar árið 2006 lægstu hlutfalli Norðurlanda miðað við landsframleiðslu eða 21% meðan aðrar þjóðir nota frá 22.6% (Noregur) og upp í 30,7% (Svíþjóð). Friðrik Sigurðsson. Ekki er síður fróðlegt að skoða hvernig innbyrðis skipting á Norðurlöndum er á milli verkefnasviða innan svokallaðrar félagsverndar. Til heilbrigðismála renna á Íslandi 8,8 % landsframleiðslu sem er það hæsta á Norðurlöndum meðan til örorku og fötlunar renna 2,8% af landsframleiðslu. Þar er Ísland langlægst í norrænum samanburði, sambærilegar tölur á öðrum Norðurlöndum eru frá 4,2- 4,6% af landsframleiðslu. Þessar staðreyndir eru mikilvægur vegvísir við að innleiða samfélag sem líkist norrænum velferðarsamfélögum. Það væri mikið úr leið á þeirri vegferð ef skerða ætti það litla fjármagn sem nú rennur til þjónustu við fatlað fólk og til greiðslu örorkubóta og þar með breikka bilið á milli Íslands og annarra Norðurlanda á málasviði þar sem Ísland stendur hvað höllustum fæti. Fyrirliggjandi er að ganga þarf frá samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga um þann heimanmund sem ríkið er tilbúið að eftirláta sveitarfélögunum þegar þau taka yfir þá þjónustu sem ríkið hefur hingað til veitt fötluðu fólki samkvæmt lögum. Landssamtökunum Þroskahjálp þykir sjálfgefið að þar muni ríkið að lágmarki verða tilbúið að færa til tekjustofna sem nema að fullu núverandi rekstrarkostnaði. Samtökin telja einnig að það væri í hróplegri mótsögn við yfirlýsta stefnu núverandi ríkisstjórnar um norræna velferð ef bætur vegna fötlunar yrðu skertar meira en orðið er.Að lokum hvetja samtökin til málefnalegrar umræðu um nauðsyn og skipulag velferðar á viðsjárverðum tímum, þar nægir ekki spaugstefnuskrá Besta flokksins „að vera góðir við aumingja".
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun