Daníel Ágúst, Krummi og Birgir Ísleifur í Rod Stewart-klúbbi 28. apríl 2010 12:30 Daníel Ágúst og Birgir Ísleifur hafa stofnað fyrsta íslenska Rod Stewart-aðdáendaklúbbinn. Á myndina vantar Krumma Björgvinsson, sem var heima með pest. Fréttablaðið/Valli „Ég veit ekki hvaða sess Rod hefur í hugum fólks, en hann er allavega einn besti söngvari allra tíma í mínum eyrum og augum," segir söngvarinn Daníel Ágúst Haraldsson. Daníel Ágúst er einn af þremur stofnfélögum fyrsta Rod Stewart-klúbbsins á Íslandi. Hinir tveir hafa einnig getið sér gott orð á söngsviðinu, Krummi Björgvinsson úr Mínus og Birgir Ísleifur Gunnarsson úr Motion Boys, en stofnfundur klúbbsins var um helgina. „Þetta var innsiglað með góðum drykkjum og góðri músík. Það var náttúrulega bara hlustað á einn mann allt kvöldið," segir Daníel og bætir við í léttum dúr að það sé algjör hneisa að maðurinn sé ekki spilaður í útvarpi allan daginn. „Það ætti að vera sérstök stöð tileinkuð Rod Stewart." Rod Stewart-klúbburinn er fyrsti aðdáendaklúbburinn sem Daníel Ágúst gengur í. Hann játar að það sé við hæfi að sá klúbbur sé tileinkaður Rod Stewart og hann sé í þokkabót stofnmeðlimur. En hvert eiga menn að snúa sér ef þeir vilja ganga til liðs við klúbbinn? „Það er ekkert mjög flókið. Bara setja sig í samband við stofnmeðlimi klúbbsins og mæta á næsta fund með góða skapið og kannski einhverja punkta um Rod eða lög sem maður hefur ekki heyrt áður," segir Daníel áður en hann stiklar á stóru um inntökuskilyrðin. „Það er algjört skilyrði að menn hafi einskæran áhuga á öllu sem maðurinn hefur gert, sérstaklega í músík. Þó að karakterinn sé mjög litríkur og skemmtilegur og oft á tíðum kjánalegur og þess vegna alveg stórkostlegur þá er það náttúrulega músíkin sem stendur upp úr." Markmið klúbbsins eru háleit og Daníel Ágúst horfir til útlanda í þeim efnum. Alþjóðlegt samstarf er á teikniborðinu, enda fjölmargir aðdáendaklúbbar tileinkaðir Gamla rámi, eins og Rod Stewart er jafnan kallaður. „Við þurfum að gerast félagar í einhverjum stærri söfnuðum og félögum; alþjóðasamtökum sem hafa það markmið að dýrka Rod," segir Daníel að lokum. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
„Ég veit ekki hvaða sess Rod hefur í hugum fólks, en hann er allavega einn besti söngvari allra tíma í mínum eyrum og augum," segir söngvarinn Daníel Ágúst Haraldsson. Daníel Ágúst er einn af þremur stofnfélögum fyrsta Rod Stewart-klúbbsins á Íslandi. Hinir tveir hafa einnig getið sér gott orð á söngsviðinu, Krummi Björgvinsson úr Mínus og Birgir Ísleifur Gunnarsson úr Motion Boys, en stofnfundur klúbbsins var um helgina. „Þetta var innsiglað með góðum drykkjum og góðri músík. Það var náttúrulega bara hlustað á einn mann allt kvöldið," segir Daníel og bætir við í léttum dúr að það sé algjör hneisa að maðurinn sé ekki spilaður í útvarpi allan daginn. „Það ætti að vera sérstök stöð tileinkuð Rod Stewart." Rod Stewart-klúbburinn er fyrsti aðdáendaklúbburinn sem Daníel Ágúst gengur í. Hann játar að það sé við hæfi að sá klúbbur sé tileinkaður Rod Stewart og hann sé í þokkabót stofnmeðlimur. En hvert eiga menn að snúa sér ef þeir vilja ganga til liðs við klúbbinn? „Það er ekkert mjög flókið. Bara setja sig í samband við stofnmeðlimi klúbbsins og mæta á næsta fund með góða skapið og kannski einhverja punkta um Rod eða lög sem maður hefur ekki heyrt áður," segir Daníel áður en hann stiklar á stóru um inntökuskilyrðin. „Það er algjört skilyrði að menn hafi einskæran áhuga á öllu sem maðurinn hefur gert, sérstaklega í músík. Þó að karakterinn sé mjög litríkur og skemmtilegur og oft á tíðum kjánalegur og þess vegna alveg stórkostlegur þá er það náttúrulega músíkin sem stendur upp úr." Markmið klúbbsins eru háleit og Daníel Ágúst horfir til útlanda í þeim efnum. Alþjóðlegt samstarf er á teikniborðinu, enda fjölmargir aðdáendaklúbbar tileinkaðir Gamla rámi, eins og Rod Stewart er jafnan kallaður. „Við þurfum að gerast félagar í einhverjum stærri söfnuðum og félögum; alþjóðasamtökum sem hafa það markmið að dýrka Rod," segir Daníel að lokum. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira