Slitasjórn Straums vill rifta samningi við Íbúðalánasjóð 16. júní 2010 04:15 síðasti fundurinn William Fall var forstjóri Straums áður en skilanefnd tók Straum yfir í fyrravor. Slitastjórn telur gjörninga hans fyrir fallið í lagi.Fréttablaðið/GVA Slitastjórn Straums telur að samningur sem Íbúðalánasjóður gerði við fjárfestingarbankann eftir fall bankanna í október 2008 fela í sér ívilnun fyrir sjóðinn og krefst riftunar á honum. Samningurinn fól í sér að Straumur lokaði skuldabréfasamningum, sem Íbúðalánasjóður hafði gert við bankana áður en skilanefndir tóku þá yfir. Samningurinn hljóðar upp á milli þrjá til fjóra milljarða króna, sem Íbúðalánasjóður gæti þurft að greiða til baka. „Við teljum samninginn riftanlegan samkvæmt þeim reglum sem gilda um slitin á Straumi," segir Þórður Hall, sem sæti á í slitastjórn fjárfestingarbankans. „Við höfnum þessu algjörlega og teljum ekki koma til greina að rifta samningnum," segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Hann segir engin rök fyrir áliti slitastjórnar Straums. Þvert á álitið hafi báðir aðilar talið samninginn hagstæðan á sínum tíma. Standi slitastjórnin fast á sínu verði að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Ekki er gert ráð fyrir þessum bakreikningi í bókum Íbúðalánasjóðs, að sögn Guðmundar. Slitastjórnin kynnti kröfuhöfum í gær helstu niðurstöður rannsóknar endurskoðendafyrirtækisins PriceWaterhouseCoopers, á viðskiptum bankans í aðdraganda falls hans í fyrravor og drög að nauðasamningum, sem fela í sér að kröfuhafar taka bankann yfir. Rannsóknin var gerð í því augnamiði að kanna hvort finna megi viðskipti, útlán og gjörninga sem megi rifta. Viðskipti bankans við Björgólf Thor Björgólfsson, fyrrverandi stjórnarformann fjárfestingarbankans, og föður hans Björgólf Guðmundsson og félög sem þeim eru tengd voru skoðuð sérstaklega. Fram kemur í skýrslunni að lánveitingar til feðganna hafi farið yfir mörk um stórar áhættuskuldbindingar. Slitastjórnin er þessu ósammála. „Við teljum að þeir [innskot: PwC] hafi spyrt saman hluti sem ekki áttu saman," segir Þórður en slitastjórn telur viðskipti bankans fyrir fall hans innan marka. Viðskipti bankans við félög feðganna töldust innan marka og engin atvik talin riftanleg. - jab Fréttir Innlent Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Slitastjórn Straums telur að samningur sem Íbúðalánasjóður gerði við fjárfestingarbankann eftir fall bankanna í október 2008 fela í sér ívilnun fyrir sjóðinn og krefst riftunar á honum. Samningurinn fól í sér að Straumur lokaði skuldabréfasamningum, sem Íbúðalánasjóður hafði gert við bankana áður en skilanefndir tóku þá yfir. Samningurinn hljóðar upp á milli þrjá til fjóra milljarða króna, sem Íbúðalánasjóður gæti þurft að greiða til baka. „Við teljum samninginn riftanlegan samkvæmt þeim reglum sem gilda um slitin á Straumi," segir Þórður Hall, sem sæti á í slitastjórn fjárfestingarbankans. „Við höfnum þessu algjörlega og teljum ekki koma til greina að rifta samningnum," segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Hann segir engin rök fyrir áliti slitastjórnar Straums. Þvert á álitið hafi báðir aðilar talið samninginn hagstæðan á sínum tíma. Standi slitastjórnin fast á sínu verði að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Ekki er gert ráð fyrir þessum bakreikningi í bókum Íbúðalánasjóðs, að sögn Guðmundar. Slitastjórnin kynnti kröfuhöfum í gær helstu niðurstöður rannsóknar endurskoðendafyrirtækisins PriceWaterhouseCoopers, á viðskiptum bankans í aðdraganda falls hans í fyrravor og drög að nauðasamningum, sem fela í sér að kröfuhafar taka bankann yfir. Rannsóknin var gerð í því augnamiði að kanna hvort finna megi viðskipti, útlán og gjörninga sem megi rifta. Viðskipti bankans við Björgólf Thor Björgólfsson, fyrrverandi stjórnarformann fjárfestingarbankans, og föður hans Björgólf Guðmundsson og félög sem þeim eru tengd voru skoðuð sérstaklega. Fram kemur í skýrslunni að lánveitingar til feðganna hafi farið yfir mörk um stórar áhættuskuldbindingar. Slitastjórnin er þessu ósammála. „Við teljum að þeir [innskot: PwC] hafi spyrt saman hluti sem ekki áttu saman," segir Þórður en slitastjórn telur viðskipti bankans fyrir fall hans innan marka. Viðskipti bankans við félög feðganna töldust innan marka og engin atvik talin riftanleg. - jab
Fréttir Innlent Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira