Skrímslin eru komin á land 7. október 2010 07:30 Á þurru landi Transaquania – Into Thin Air er annað verkið sem Erna Ómarsdóttir, Damien Jalet og Gabríela Friðriksdóttir semja um goðsagnakenndan heim kynjavera Bláa lónsins.mynd/Golli Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld sýninguna Transaquania - Into Thin Air. Verkið varð til í samvinnu Ernu Ómarsdóttur, Damiens Jalets og Gabríelu Friðriksdóttur. Erna Ómarsdóttir segir verkið eins konar þróunarsögu. „Transaquania - Into Thin Air er framhald af verkinu Transaquania - Into the Blue sem við settum upp í fyrra í Bláa lóninu. Í því verki bjuggum við til goðsagnakenndan heim og sögðum frá skrímslum og verum í lóninu. Núna eru þær komnar upp á þurrt land. Minningin um vatn er enn til staðar en vatnið er horfið. Því fannst okkur áhugavert að vinna með þyngdarafl og súrefni í framhaldi af fyrra verkinu, meira meðvitað en maður gerir vanalega. Því lögmálin ofanjarðar eru auðvitað allt önnur en í vatni," segir Erna Ómarsdóttir danshöfundur og dansari. Sagan sem er sögð í verkinu er ævintýraleg og hún kannar „hið viðkvæma jafnvægi og hinn þunna þráð milli hins efnislæga, hins líkamlega og hins ljóðræna," eins og segir í fréttatilkynningu dansflokkksins. „Þetta er í raun ævintýri sem fjallar um ættbálk sem er stanslaust að aðlaga sig umhverfinu og stökkbreytist í sífellu. Þannig er aðlögunarhæfni eitt umfjöllunarefnanna. Verurnar berjast við náttúruöflin og upplifa fimm til sex hamfarir á dag," segir Erna og bætir við að legið hafi ljóst fyrir frá því í fyrra að framhald yrði á sögunni um verurnar í lóninu. Erna er höfundur verksins ásamt Damien Jalet dansara og danshöfundi og Gabríelu Friðriksdóttur myndlistarmanni. Hún segir þau þrjú hafa unnið hugmyndina og söguna saman, þau Damien sjái svo um að færa hana yfir í dansinn en Gabríela í búninga og leikmuni. Ásamt Gabríelu sér Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir um leikmuni og búninga. „Við erum samferða í öllu ferðalaginu. Svo má ekki gleyma þætti tónlistarmannanna Bens Frosts og Valdimars Jóhannessonar og þá ekki síðu dansaranna sem taka virkan þátt í sköpuninni." Sýningarár Íslenska dansflokksins hefst á sýningunni Transaquania - Into Thin Air og verður verkið sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. sigridur@frettabladid.is Lífið Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilarar geta nú dansað eins og Laufey Lín Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Sjá meira
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld sýninguna Transaquania - Into Thin Air. Verkið varð til í samvinnu Ernu Ómarsdóttur, Damiens Jalets og Gabríelu Friðriksdóttur. Erna Ómarsdóttir segir verkið eins konar þróunarsögu. „Transaquania - Into Thin Air er framhald af verkinu Transaquania - Into the Blue sem við settum upp í fyrra í Bláa lóninu. Í því verki bjuggum við til goðsagnakenndan heim og sögðum frá skrímslum og verum í lóninu. Núna eru þær komnar upp á þurrt land. Minningin um vatn er enn til staðar en vatnið er horfið. Því fannst okkur áhugavert að vinna með þyngdarafl og súrefni í framhaldi af fyrra verkinu, meira meðvitað en maður gerir vanalega. Því lögmálin ofanjarðar eru auðvitað allt önnur en í vatni," segir Erna Ómarsdóttir danshöfundur og dansari. Sagan sem er sögð í verkinu er ævintýraleg og hún kannar „hið viðkvæma jafnvægi og hinn þunna þráð milli hins efnislæga, hins líkamlega og hins ljóðræna," eins og segir í fréttatilkynningu dansflokkksins. „Þetta er í raun ævintýri sem fjallar um ættbálk sem er stanslaust að aðlaga sig umhverfinu og stökkbreytist í sífellu. Þannig er aðlögunarhæfni eitt umfjöllunarefnanna. Verurnar berjast við náttúruöflin og upplifa fimm til sex hamfarir á dag," segir Erna og bætir við að legið hafi ljóst fyrir frá því í fyrra að framhald yrði á sögunni um verurnar í lóninu. Erna er höfundur verksins ásamt Damien Jalet dansara og danshöfundi og Gabríelu Friðriksdóttur myndlistarmanni. Hún segir þau þrjú hafa unnið hugmyndina og söguna saman, þau Damien sjái svo um að færa hana yfir í dansinn en Gabríela í búninga og leikmuni. Ásamt Gabríelu sér Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir um leikmuni og búninga. „Við erum samferða í öllu ferðalaginu. Svo má ekki gleyma þætti tónlistarmannanna Bens Frosts og Valdimars Jóhannessonar og þá ekki síðu dansaranna sem taka virkan þátt í sköpuninni." Sýningarár Íslenska dansflokksins hefst á sýningunni Transaquania - Into Thin Air og verður verkið sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. sigridur@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilarar geta nú dansað eins og Laufey Lín Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Sjá meira