Leiðandi í netmarkaðsmálum 1. desember 2010 13:00 Kristján Már Hauksson Eigandi Nordic Emarketing.Markaðurinn/Anton Íslenska netmarkaðsfyrirtækið Nordic Emarketing hefur skapað sér nafn víða um heim undanfarin ár þar sem það hefur verið leiðandi í markaðssetningu á vefnum. Kristján Már Hauksson, eigandi fyrirtækisins, hefur staðið lengi í þessum bransa, eða frá árinu 1997, en segir í samtali við Markaðinn að nánast óendanlegir möguleikar séu fyrir hendi. Nordic Emarketing sérhæfir sig í að hjálpa fyrirtækjum um allan heim að koma sínum boðskap áleiðis til neytenda með markvissum hætti, þar á meðal með leitarvélabestun, þ.e. því að verða sem sýnilegust á leitarvélum. „Það sem við sérhæfum okkur í er að hjálpa fólki við að marka sér heildstæða stefnu í markaðssetningu yfir netið og leitarvélabestun er bara hluti af því. Fyrir utan leitarvélar einbeitum við okkur að félagsmiðlunum, borðaauglýsingum, umfjöllunum á fagbloggum og þar fram eftir götunum." Fyrirtækið hefur að undanförnu starfað með nokkrum af stærstu vörumerkjum heims, svo sem Puma, Siemens og Tesco-verslunarrisanum, og Kristján segir smæð Íslands og áherslu á erlend samskipti hjálpa mikið í þessum efnum. „Okkar stærsti kúnnahópur er ekkert endilega fólk sem talar ensku, heldur eru erum við með sérþekkingu á margtyngdum mörkuðum, annað en breskir aðilar, til dæmis, sem hafa bara verið að horfa inn á við. Þegar þarlendir aðilar ætla svo að snúa sér að erlendum mörkuðum eru markaðsfyrirtækin í þeirra landi ekki eins fær og þess vegna koma viðskiptavinir til okkar og við erum að ná gríðarlega góðum árangri." Ekki er hörgull á tækifærum í markaðsmálum á netinu og Nordic Emarketing hefur nóg að gera í spennandi bransa. Fréttir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Íslenska netmarkaðsfyrirtækið Nordic Emarketing hefur skapað sér nafn víða um heim undanfarin ár þar sem það hefur verið leiðandi í markaðssetningu á vefnum. Kristján Már Hauksson, eigandi fyrirtækisins, hefur staðið lengi í þessum bransa, eða frá árinu 1997, en segir í samtali við Markaðinn að nánast óendanlegir möguleikar séu fyrir hendi. Nordic Emarketing sérhæfir sig í að hjálpa fyrirtækjum um allan heim að koma sínum boðskap áleiðis til neytenda með markvissum hætti, þar á meðal með leitarvélabestun, þ.e. því að verða sem sýnilegust á leitarvélum. „Það sem við sérhæfum okkur í er að hjálpa fólki við að marka sér heildstæða stefnu í markaðssetningu yfir netið og leitarvélabestun er bara hluti af því. Fyrir utan leitarvélar einbeitum við okkur að félagsmiðlunum, borðaauglýsingum, umfjöllunum á fagbloggum og þar fram eftir götunum." Fyrirtækið hefur að undanförnu starfað með nokkrum af stærstu vörumerkjum heims, svo sem Puma, Siemens og Tesco-verslunarrisanum, og Kristján segir smæð Íslands og áherslu á erlend samskipti hjálpa mikið í þessum efnum. „Okkar stærsti kúnnahópur er ekkert endilega fólk sem talar ensku, heldur eru erum við með sérþekkingu á margtyngdum mörkuðum, annað en breskir aðilar, til dæmis, sem hafa bara verið að horfa inn á við. Þegar þarlendir aðilar ætla svo að snúa sér að erlendum mörkuðum eru markaðsfyrirtækin í þeirra landi ekki eins fær og þess vegna koma viðskiptavinir til okkar og við erum að ná gríðarlega góðum árangri." Ekki er hörgull á tækifærum í markaðsmálum á netinu og Nordic Emarketing hefur nóg að gera í spennandi bransa.
Fréttir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira