Vill órólega deild VG fella stjórnina? 26. ágúst 2010 06:15 Órói virðist hafa aukist innan Vinstri grænna vegna stjórnarsamvinnunnar við Samfylkinguna. Síðasta upphlaup VG vegna Magma málsins var stórt og ekki enn séð fyrir endann á því. Stuttu áður var upphlaup hjá VG vegna umsóknarinnar um aðild að ESB en því máli var frestað til hausts. Það var þó í stjórnarsáttmálanum að sækja ætti um aðild að ESB þannig að ekki var ástæða til þess að efna til upphlaups út af því máli. Stærsta upphlaupið var þó vegna Icesave-málsins en þar var ágreiningur svo mikill, að Ögmundur Jónasson þá heilbrigðisráðherra, sagði af sér ráðherraembætti í mótmælaskyni við stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. Stöðug upphlaup órólegu deildarinnar í VG veikja að sjálfsögðu ríkisstjórnina.Eðlilegra væri að að leysa ágreiningsmál stjórnarflokkannan innan stjórnarflokkanna í stað þess að bera þau alltaf á torg. En engu er líkara en VG kunni ekki að vera í ríkisstjórn. VG virðist halda, að flokkurinn geti bæði verið með og móti ríkisstjórninni. Það gengur ekki til lengdar. Ekki betra að rifta samningum við MagmaÓrólega deildin í VG hefur lagt mikla áherslu á að rifta samningnum við Magma um kaup á meirihluta í HS Orku.Sagt er,að samningurinn sé ógildur, þar eð um „skúffufyrirtæki" hafi verið að ræða í Svíþjóð,sem keypt hafi hlutinn í HS Orku. Ég tel að vísu að fyrirtækið í Svíþjóð sé löglegur lögaðili og að ekkert sé í lögum sem skyldi félagið í Svíþjóð til þess að hafa aðra starfsemi með höndum en eignarhald.En ef rannsókn ríkisstjórnarinnar leiðir í ljós,að samningurinn við sænska félagið sé ólöglegur þá telst samningurinn ógildur og verður felldur úr gildi. En fari svo tekur Glitnir eða kröfuhafar félagsins við HS Orku á ný en þar er einnig um útlendinga að ræða. Það verður því farið úr öskunni í eldinn. Órólega deildin í VG gerði litlar athugasemdir þegar samningur Magma var gerður við HS Orku í sumar. Upphlaupið hófst ekki fyrr en að samningsgerð lokinni. VG verður að virða stjórnarsáttmálannUpphlaup órólegu deildar VG á flokksráðsfundi vegna ESB umsóknar er enn undarlegra. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, tók það skýrt fram þegar ríkisstjórnin var mynduð, að það væri gott að fá að vita hvað í boði væri hjá ESB og þess vegna hefði VG fallist á, að sótt yrði um aðild að sambandinu. Síðan yrði málið lagt undir þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðin látin skera úr um það hvort Ísland ætti að ganga í ESB. En hvers vegna er órólega deildin í VG þá að efna til upphlaups um þetta mál, sem flokkurinn var búinn að semja við Samfylkinguna um. Málið er alveg skýrt í stjórnarsáttmálanum. Það er brot á stjórnarsáttmálanum, ef einstakir þingmenn VG samþykkja að draga eigi umsókn um aðild að ESB til baka. Icesave málið er eitt málið, sem mikill ágreiningur er um innan VG. Ögmundur Jónasson hefur verið fremstur í flokki andstæðinga stefnu stjórnarinnar í málinu. Margir telja nauðsynlegt að veita honum sæti í ríkisstjórninni á ný og að þá sé líklegra að unnt verði að leysa ágreining um Icesave innan ríkisstjórnarinnar. Ef til vill er það rétt. Raunar tel ég, að Ögmundur hefði aldrei átt að segja sig úr stjórninni. Það voru mstök, að hann skyldi fara úr stjórninni. Samfylkingin getur misst þolinmæðinaÓrólega deildin í VG verður að gera upp við sig hvort hún ætlar að styðja stjórnina eða ekki. Samfylkingin getur misst þolinmæðina, ef þessi stöðugu upphlaup halda áfram. Ríkisstjórnin verður ekki starfhæf, ef einhverjir þingmenn VG eru stöðugt að lýsa því yfir, að þeir hætti að styðja stjórnina, ef þeir fái ekki þessu og þessu framgengt. Slík vinnubrögð ganga ekki áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Órói virðist hafa aukist innan Vinstri grænna vegna stjórnarsamvinnunnar við Samfylkinguna. Síðasta upphlaup VG vegna Magma málsins var stórt og ekki enn séð fyrir endann á því. Stuttu áður var upphlaup hjá VG vegna umsóknarinnar um aðild að ESB en því máli var frestað til hausts. Það var þó í stjórnarsáttmálanum að sækja ætti um aðild að ESB þannig að ekki var ástæða til þess að efna til upphlaups út af því máli. Stærsta upphlaupið var þó vegna Icesave-málsins en þar var ágreiningur svo mikill, að Ögmundur Jónasson þá heilbrigðisráðherra, sagði af sér ráðherraembætti í mótmælaskyni við stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. Stöðug upphlaup órólegu deildarinnar í VG veikja að sjálfsögðu ríkisstjórnina.Eðlilegra væri að að leysa ágreiningsmál stjórnarflokkannan innan stjórnarflokkanna í stað þess að bera þau alltaf á torg. En engu er líkara en VG kunni ekki að vera í ríkisstjórn. VG virðist halda, að flokkurinn geti bæði verið með og móti ríkisstjórninni. Það gengur ekki til lengdar. Ekki betra að rifta samningum við MagmaÓrólega deildin í VG hefur lagt mikla áherslu á að rifta samningnum við Magma um kaup á meirihluta í HS Orku.Sagt er,að samningurinn sé ógildur, þar eð um „skúffufyrirtæki" hafi verið að ræða í Svíþjóð,sem keypt hafi hlutinn í HS Orku. Ég tel að vísu að fyrirtækið í Svíþjóð sé löglegur lögaðili og að ekkert sé í lögum sem skyldi félagið í Svíþjóð til þess að hafa aðra starfsemi með höndum en eignarhald.En ef rannsókn ríkisstjórnarinnar leiðir í ljós,að samningurinn við sænska félagið sé ólöglegur þá telst samningurinn ógildur og verður felldur úr gildi. En fari svo tekur Glitnir eða kröfuhafar félagsins við HS Orku á ný en þar er einnig um útlendinga að ræða. Það verður því farið úr öskunni í eldinn. Órólega deildin í VG gerði litlar athugasemdir þegar samningur Magma var gerður við HS Orku í sumar. Upphlaupið hófst ekki fyrr en að samningsgerð lokinni. VG verður að virða stjórnarsáttmálannUpphlaup órólegu deildar VG á flokksráðsfundi vegna ESB umsóknar er enn undarlegra. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, tók það skýrt fram þegar ríkisstjórnin var mynduð, að það væri gott að fá að vita hvað í boði væri hjá ESB og þess vegna hefði VG fallist á, að sótt yrði um aðild að sambandinu. Síðan yrði málið lagt undir þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðin látin skera úr um það hvort Ísland ætti að ganga í ESB. En hvers vegna er órólega deildin í VG þá að efna til upphlaups um þetta mál, sem flokkurinn var búinn að semja við Samfylkinguna um. Málið er alveg skýrt í stjórnarsáttmálanum. Það er brot á stjórnarsáttmálanum, ef einstakir þingmenn VG samþykkja að draga eigi umsókn um aðild að ESB til baka. Icesave málið er eitt málið, sem mikill ágreiningur er um innan VG. Ögmundur Jónasson hefur verið fremstur í flokki andstæðinga stefnu stjórnarinnar í málinu. Margir telja nauðsynlegt að veita honum sæti í ríkisstjórninni á ný og að þá sé líklegra að unnt verði að leysa ágreining um Icesave innan ríkisstjórnarinnar. Ef til vill er það rétt. Raunar tel ég, að Ögmundur hefði aldrei átt að segja sig úr stjórninni. Það voru mstök, að hann skyldi fara úr stjórninni. Samfylkingin getur misst þolinmæðinaÓrólega deildin í VG verður að gera upp við sig hvort hún ætlar að styðja stjórnina eða ekki. Samfylkingin getur misst þolinmæðina, ef þessi stöðugu upphlaup halda áfram. Ríkisstjórnin verður ekki starfhæf, ef einhverjir þingmenn VG eru stöðugt að lýsa því yfir, að þeir hætti að styðja stjórnina, ef þeir fái ekki þessu og þessu framgengt. Slík vinnubrögð ganga ekki áfram.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun