Fór á nammifyllerí þegar Herra hinsegin var slegin af 11. nóvember 2010 12:30 Ekkert svo svekktur Vilhjálmur Þór var á leiðinni á Mr. Gay Europe þegar keppnin var slegin af. Hann fær hins vegar ferð til New York og fría gistingu á glæsilegu íbúðahóteli í New Jersey í sárabætur.Fréttablaðið/Vilhelm „Ég var kominn út um dyrnar, með allan farangurinn, vegabréf og flugmiða og var á leiðinni til ættingja minna í Keflavík þar sem ég ætlaði að gista daginn fyrir brottför. Ég ákvað hins vegar að tvítékka hvort ég væri ekki með allt, fór í fartölvuna og fyrsti póstur var að keppninni hefði verið aflýst," segir Vilhjálmur Þór Davíðsson, Hr. hinsegin okkar Íslendinga. Mr. Gay Europe-keppnin, sem fara átti fram í Genf í Sviss á dögunum, var slegin af. Ástæðan var sú, að sögn Vilhjálms, að hótelið sem átti að hýsa keppnina ákvað að draga sig út sökum þess að það taldi sig ekki vera að græða nógu mikið á keppninni. „Skipuleggjendur og aðstandendur keppninnar reyndu allt hvað þeir gátu en fundu ekki keppnisstað með svona skömmum fyrirvara og þess vegna varð ekkert úr þessu." Vilhjálmur segir þetta vissulega vera svekkjandi, hann hafi verið búinn að fá sig lausan úr vinnu til að taka þátt og eytt ómældum tíma í undirbúning. „Ég tók þetta alla leið, æfði tvisvar á dag, sleppti allri óhollustu og var í flottu formi. Ég fór náttúrulega á algjört nammifyllerí þegar þetta var staðfest." Vilhjálmur er einnig með keppnisrétt í Mr. Gay World sem fram fer í Manila á Filippseyjum. Hann segir meiri líkur en minni á að hann taki þátt í þeirri keppni þótt hann viðurkenni að hann sé aðeins brenndur af fyrri reynslu. „Mér þykir líklegra að ég fari," segir hann. Vilhjálmur getur hins vegar brosað í gegnum tárin því fyrir algjöra tilviljun var norskur hóteleigandi, Jarl Haugedal, staddur hér á landi ásamt vinkonu sinni Heru Björk, Eurovision-stjörnu. Haugedal þessi á lúxusíbúðarhótelið NYC-JC og situr í dómnefnd Mr. Gay Europe og fann til með Vilhjálmi sökum þess hversu mikla vinnu hann hafði lagt í keppnina. „Þannig að Iceland Express og hann ætla að bjóða mér til Bandaríkjanna. Ég fæ að gista í svítu hótelsins. Sem er ekkert slæmt og bætir þennan missi algjörlega upp." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira
„Ég var kominn út um dyrnar, með allan farangurinn, vegabréf og flugmiða og var á leiðinni til ættingja minna í Keflavík þar sem ég ætlaði að gista daginn fyrir brottför. Ég ákvað hins vegar að tvítékka hvort ég væri ekki með allt, fór í fartölvuna og fyrsti póstur var að keppninni hefði verið aflýst," segir Vilhjálmur Þór Davíðsson, Hr. hinsegin okkar Íslendinga. Mr. Gay Europe-keppnin, sem fara átti fram í Genf í Sviss á dögunum, var slegin af. Ástæðan var sú, að sögn Vilhjálms, að hótelið sem átti að hýsa keppnina ákvað að draga sig út sökum þess að það taldi sig ekki vera að græða nógu mikið á keppninni. „Skipuleggjendur og aðstandendur keppninnar reyndu allt hvað þeir gátu en fundu ekki keppnisstað með svona skömmum fyrirvara og þess vegna varð ekkert úr þessu." Vilhjálmur segir þetta vissulega vera svekkjandi, hann hafi verið búinn að fá sig lausan úr vinnu til að taka þátt og eytt ómældum tíma í undirbúning. „Ég tók þetta alla leið, æfði tvisvar á dag, sleppti allri óhollustu og var í flottu formi. Ég fór náttúrulega á algjört nammifyllerí þegar þetta var staðfest." Vilhjálmur er einnig með keppnisrétt í Mr. Gay World sem fram fer í Manila á Filippseyjum. Hann segir meiri líkur en minni á að hann taki þátt í þeirri keppni þótt hann viðurkenni að hann sé aðeins brenndur af fyrri reynslu. „Mér þykir líklegra að ég fari," segir hann. Vilhjálmur getur hins vegar brosað í gegnum tárin því fyrir algjöra tilviljun var norskur hóteleigandi, Jarl Haugedal, staddur hér á landi ásamt vinkonu sinni Heru Björk, Eurovision-stjörnu. Haugedal þessi á lúxusíbúðarhótelið NYC-JC og situr í dómnefnd Mr. Gay Europe og fann til með Vilhjálmi sökum þess hversu mikla vinnu hann hafði lagt í keppnina. „Þannig að Iceland Express og hann ætla að bjóða mér til Bandaríkjanna. Ég fæ að gista í svítu hótelsins. Sem er ekkert slæmt og bætir þennan missi algjörlega upp." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira