Fátækt og bænir 12. maí 2010 09:35 Fyrir utan eldfjöllin eru fyrirbæri ársins 2010 kannski undirskriftalistar þar sem fólk tjáir afstöðu sína og skoðanir til ólíkra málefna. Áskoranirnar til forseta Íslands um að skrifa ekki undir Icesave lögin eru okkur í fersku minni og á Facebook samskiptavefnum hafa ótal slíkir listar sprottið á formi hópa sem helgaðir eru ólíkum málefnum. Þetta eru nokkurs konar bænalistar.Bænalistarnir breyta engu í sjálfu sér. Réttlætinu verður ekki fullnægt við það að við setjum nafn okkar undir yfirlýsingu þess efnis að fjárglæframenn sem köstuðu mykju á málstað ekkna og munaðarleysingja eigi að iðrast gjörða sinna og hljóta makleg málagjöld.Bænir sem við beinum hvert til annars og til almættisins gera aðeins sitt gagn ef þær leiða til aðgerða. Bænir, hvers eðlis sem þær eru, eiga að beina okkur til þeirra sem á einhvern hátt skortir það sem þarf til að lifa með mannlegri reisn. Bænalíf sem skilar sér ekki út í lífið er ónýtt bænalíf.Nú stendur yfir Evrópuár gegn fátækt og félagslegri einangrun. Athygli okkar hefur beinst að fátækt á Íslandi. Hún birtist í ólíkum myndum, en alltaf rænir fátæktin manneskjuna reisn og tækifærum til að blómstra. Fátækt hefur lengi verið staðreynd á Íslandi, en margt bendir til að Hrunið hafi aukið hana. Í dag eiga rúmlega 11.000 börn foreldri án atvinnu og 30.000 Íslendingar lifa í fátækt.Það breytist ekki neitt þótt við göngum í Facebook hópinn Við mótmælum fátækt á Íslandi. Látum því ekki staðar numið með listana. Nú er tími til að byggja samfélag þar sem allir geta lifað með reisn. Samfélag þar sem við sættum okkur ekki við fátækt. Tökum okkur stöðu með þeim sem eru útilokuð frá nægtaborðinu, búa við kröpp kjör. Vinnum í þágu þeirra og samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir utan eldfjöllin eru fyrirbæri ársins 2010 kannski undirskriftalistar þar sem fólk tjáir afstöðu sína og skoðanir til ólíkra málefna. Áskoranirnar til forseta Íslands um að skrifa ekki undir Icesave lögin eru okkur í fersku minni og á Facebook samskiptavefnum hafa ótal slíkir listar sprottið á formi hópa sem helgaðir eru ólíkum málefnum. Þetta eru nokkurs konar bænalistar.Bænalistarnir breyta engu í sjálfu sér. Réttlætinu verður ekki fullnægt við það að við setjum nafn okkar undir yfirlýsingu þess efnis að fjárglæframenn sem köstuðu mykju á málstað ekkna og munaðarleysingja eigi að iðrast gjörða sinna og hljóta makleg málagjöld.Bænir sem við beinum hvert til annars og til almættisins gera aðeins sitt gagn ef þær leiða til aðgerða. Bænir, hvers eðlis sem þær eru, eiga að beina okkur til þeirra sem á einhvern hátt skortir það sem þarf til að lifa með mannlegri reisn. Bænalíf sem skilar sér ekki út í lífið er ónýtt bænalíf.Nú stendur yfir Evrópuár gegn fátækt og félagslegri einangrun. Athygli okkar hefur beinst að fátækt á Íslandi. Hún birtist í ólíkum myndum, en alltaf rænir fátæktin manneskjuna reisn og tækifærum til að blómstra. Fátækt hefur lengi verið staðreynd á Íslandi, en margt bendir til að Hrunið hafi aukið hana. Í dag eiga rúmlega 11.000 börn foreldri án atvinnu og 30.000 Íslendingar lifa í fátækt.Það breytist ekki neitt þótt við göngum í Facebook hópinn Við mótmælum fátækt á Íslandi. Látum því ekki staðar numið með listana. Nú er tími til að byggja samfélag þar sem allir geta lifað með reisn. Samfélag þar sem við sættum okkur ekki við fátækt. Tökum okkur stöðu með þeim sem eru útilokuð frá nægtaborðinu, búa við kröpp kjör. Vinnum í þágu þeirra og samfélagsins.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar