Lífið

Öskuskýið með eigin Twitter-síðu

"Originally from ICELAND. 8KM tall, love to TRAVEL. Ég er aska ský, gaman að hitta þig!" stendur á síðunni.
"Originally from ICELAND. 8KM tall, love to TRAVEL. Ég er aska ský, gaman að hitta þig!" stendur á síðunni.
Áhugann á eldgosinu vantar ekki á Netinu. Strandaglópar úti um allan heim skiptast á sögum og fylgjast með því hvenær þeir komast á áfangastað.

Einn virkasti umræðuvettvangurinn er samskiptasíðan Twitter. Þar er auðveldlega hægt að fylgjast með umræðunni með því að nota leitarorðið #ashtag. Ótrúlegt magn skilaboða er í þessarri umræðu, um 30 á mínútu.

Fólk merkir samskipti um eldgosið og öskuvesenið #ashtag en það er útúrsnúningur á orðinu hashtag, nafni yfir merkið # sem er sett á undan leitarorðum á Twitter.

Nú um helgina stofnaði einn grínistinn síðu fyrir öskuskýið og fer hann hamförum í því að láta skýið tjá sig um líðandi stund. "Öskuskýið veltir fyrir sér ... er grár nýi svartur? Mér hefur alltaf fundist það," segir hann meðal annars.

Hér má finna Twitter-síðu öskuskýsins, theashcloud, og umræðuna um eldgosið hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×