Hverjir eiga auðlindina? Árni Sigfússon skrifar 11. ágúst 2010 06:00 Andstæðingar einkaframtaks í virkjanamálum gefa í skyn að einkaframtak, sérlega útlent einkaframtak, sé af hinu slæma í orkumálum. Þeir segja blákalt að verið sé að selja auðlindirnar frá Íslendingum og nefna dæmi HS orku í því sambandi. Ég vona að þeir sem þetta lesa fái betri innsýn í málið og geti leiðrétt þessi rangindi. Reykjanesbær og Grindavík eiga land og jarðhitaréttindi undir virkjunum HS orku á Reykjanesi. Sveitarfélögin hafa samið við HS orku um heimild til að nýta þessa orku með virkjunum á svæðinu gegn afgjaldi í hlutfalli við þá orku sem sköpuð er. Þetta gjald nemur árlega um 50 milljónum kr. og fer fljótlega í 70 milljónir á ári við fyrirhugaða stækkun virkjana. Fyrir gerð þessara samninga hafði verið innheimt mun lægra gjald hér á landi. Hvað er eðlilegur leigutími?Afnotatími HS orku af landi sveitarfélaganna var samþykktur til 65 ára með framlengingarrétti. Þannig er þetta heimilað í gildandi lögum og farið eftir þeim. Ósk iðnaðarráðherra um að stytta þennan tíma hefur verið vel tekið af Reykjanesbæ, Grindavík og HS orku. Þó er á það bent að rétt eins og fjölskylda byggir ekki hús sitt á lóð, sem óvíst er að verði leigð þeim áfram eftir t.d. 20 ár, gildir það enn frekar um tugmilljarða kr. virkjanir. Það þarf að tryggja eðlilegan afnotatíma. 65 ár með heimild til að semja um framlengingu var niðurstaða löggjafans, sem hann virðist nú vilja breyta. Við skulum ekki elta ólar við það en varast vitleysu í þessu máli. Hver ákveður hvort má virkja?Áður en virkjanirnar eru byggðar þarf heimild ríkisins fyrir þeim. Það er Orkustofnun sem ákveður hvar má virkja, hvað má virkja mikið og setur reglur um nýtingu viðkomandi svæðis. Hún fylgist svo með viðkomandi svæði til að tryggja að upptekt úr jarðvökva skaði ekki framtíðarmöguleika svæðisins. Það getur því enginn annar aðili, hvorki virkjanafyrirtækið né sveitarfélag, sem eigandi lands eða skipulagsaðili, ákveðið hvort megi virkja eða hvað mikið. Hver borgar virkjunina?Í stað þess að taka þátt í tugmilljarða kostnaði eða ábyrgðum vegna virkjana njóta nú sveitarfélögin auðlindagjalds fyrir afnot af landinu. Í tilfelli HS orku, var fyrirséð fyrir mörgum árum að sveitarfélögum, sem eigendum, væri ekki stætt á að fjármagna tug milljarða virkjanir til atvinnureksturs með skattfé eða lánaábyrgðum. Þess vegna þótti mikilvægt að fá einkafjármagn inn í virkjanareksturinn. Hver á land og auðlind?Þegar ríkið ákvað að selja sinn hluta í HS til einkaaðila fyrir 3 árum síðan, var ekki búið að tryggja að landið og auðlindin færi úr eigu HS. Því gat einkaaðili eignast land og auðlind. En þessu sá Reykjanesbær við með því að skilyrða sölu sína á hlut í HS orku við að þá seldi HS orka Reykjanesbæ landið og jarðhitaréttindin. Samhliða var gerður samningur um að HS orka leigði réttindin, enda þegar komnar virkjanir í hennar eigu á svæðin. Þá gerði Grindavíkurbær sambærilegan samning við HS orku. Nú eiga Grindavík og Reykjanesbær land og auðlind. Við þessa samninga tryggði Reykjanesbær sér einnig meirihluta í HS veitum, sem áður var stór hluti af HS fyrirtækinu. Þær sjá um að flytja og selja heitt og kalt vatn ásamt raforku til heimila og fyrirtækja. TækifærinGlitnir hafði leitt undirbúning að stofnun Geysis Green Energy árið 2007, sem skyldi vera framvörður Íslands í útrás tækniþekkingar á jarðvarmasviði. Kallað hafði verið til verkfræðifyrirtækja og sérfræðinga í jarðvarmavinnslu til samstarfs og eignarhalds í GGE. Þegar ríkið bauð eignarhlut sinn í HS til sölu bauð þetta fyrirtæki hæst. Tengsl útrásarvíkinga við fyrirtækið eftir efnahagshrunið hafa skyggt á þessa mikilvægu grunnhugmynd. GGE byggði á lánum og stóð afar veikt eftir bankahrunið. Kanadískur aðili, Ross Beaty, aðaleigandi Magma, með öfluga fjárhagsstöðu og sérfræðiþekkingu í jarðfræði, sýndi þá áhuga á að koma að HS orku. Hann hafði sterka sýn á tækifæri Íslands til markverðs framlags til umheimsins í útvegun endurnýjanlegrar orku víða um heim. Magma keypti hlut GGE í HS orku, auk hlutar Sandgerðis og Orkuveitunnar en inni í þeim hlut var eign Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Andstæðingar einkaframtaks í virkjanamálum gefa í skyn að einkaframtak, sérlega útlent einkaframtak, sé af hinu slæma í orkumálum. Þeir segja blákalt að verið sé að selja auðlindirnar frá Íslendingum og nefna dæmi HS orku í því sambandi. Ég vona að þeir sem þetta lesa fái betri innsýn í málið og geti leiðrétt þessi rangindi. Reykjanesbær og Grindavík eiga land og jarðhitaréttindi undir virkjunum HS orku á Reykjanesi. Sveitarfélögin hafa samið við HS orku um heimild til að nýta þessa orku með virkjunum á svæðinu gegn afgjaldi í hlutfalli við þá orku sem sköpuð er. Þetta gjald nemur árlega um 50 milljónum kr. og fer fljótlega í 70 milljónir á ári við fyrirhugaða stækkun virkjana. Fyrir gerð þessara samninga hafði verið innheimt mun lægra gjald hér á landi. Hvað er eðlilegur leigutími?Afnotatími HS orku af landi sveitarfélaganna var samþykktur til 65 ára með framlengingarrétti. Þannig er þetta heimilað í gildandi lögum og farið eftir þeim. Ósk iðnaðarráðherra um að stytta þennan tíma hefur verið vel tekið af Reykjanesbæ, Grindavík og HS orku. Þó er á það bent að rétt eins og fjölskylda byggir ekki hús sitt á lóð, sem óvíst er að verði leigð þeim áfram eftir t.d. 20 ár, gildir það enn frekar um tugmilljarða kr. virkjanir. Það þarf að tryggja eðlilegan afnotatíma. 65 ár með heimild til að semja um framlengingu var niðurstaða löggjafans, sem hann virðist nú vilja breyta. Við skulum ekki elta ólar við það en varast vitleysu í þessu máli. Hver ákveður hvort má virkja?Áður en virkjanirnar eru byggðar þarf heimild ríkisins fyrir þeim. Það er Orkustofnun sem ákveður hvar má virkja, hvað má virkja mikið og setur reglur um nýtingu viðkomandi svæðis. Hún fylgist svo með viðkomandi svæði til að tryggja að upptekt úr jarðvökva skaði ekki framtíðarmöguleika svæðisins. Það getur því enginn annar aðili, hvorki virkjanafyrirtækið né sveitarfélag, sem eigandi lands eða skipulagsaðili, ákveðið hvort megi virkja eða hvað mikið. Hver borgar virkjunina?Í stað þess að taka þátt í tugmilljarða kostnaði eða ábyrgðum vegna virkjana njóta nú sveitarfélögin auðlindagjalds fyrir afnot af landinu. Í tilfelli HS orku, var fyrirséð fyrir mörgum árum að sveitarfélögum, sem eigendum, væri ekki stætt á að fjármagna tug milljarða virkjanir til atvinnureksturs með skattfé eða lánaábyrgðum. Þess vegna þótti mikilvægt að fá einkafjármagn inn í virkjanareksturinn. Hver á land og auðlind?Þegar ríkið ákvað að selja sinn hluta í HS til einkaaðila fyrir 3 árum síðan, var ekki búið að tryggja að landið og auðlindin færi úr eigu HS. Því gat einkaaðili eignast land og auðlind. En þessu sá Reykjanesbær við með því að skilyrða sölu sína á hlut í HS orku við að þá seldi HS orka Reykjanesbæ landið og jarðhitaréttindin. Samhliða var gerður samningur um að HS orka leigði réttindin, enda þegar komnar virkjanir í hennar eigu á svæðin. Þá gerði Grindavíkurbær sambærilegan samning við HS orku. Nú eiga Grindavík og Reykjanesbær land og auðlind. Við þessa samninga tryggði Reykjanesbær sér einnig meirihluta í HS veitum, sem áður var stór hluti af HS fyrirtækinu. Þær sjá um að flytja og selja heitt og kalt vatn ásamt raforku til heimila og fyrirtækja. TækifærinGlitnir hafði leitt undirbúning að stofnun Geysis Green Energy árið 2007, sem skyldi vera framvörður Íslands í útrás tækniþekkingar á jarðvarmasviði. Kallað hafði verið til verkfræðifyrirtækja og sérfræðinga í jarðvarmavinnslu til samstarfs og eignarhalds í GGE. Þegar ríkið bauð eignarhlut sinn í HS til sölu bauð þetta fyrirtæki hæst. Tengsl útrásarvíkinga við fyrirtækið eftir efnahagshrunið hafa skyggt á þessa mikilvægu grunnhugmynd. GGE byggði á lánum og stóð afar veikt eftir bankahrunið. Kanadískur aðili, Ross Beaty, aðaleigandi Magma, með öfluga fjárhagsstöðu og sérfræðiþekkingu í jarðfræði, sýndi þá áhuga á að koma að HS orku. Hann hafði sterka sýn á tækifæri Íslands til markverðs framlags til umheimsins í útvegun endurnýjanlegrar orku víða um heim. Magma keypti hlut GGE í HS orku, auk hlutar Sandgerðis og Orkuveitunnar en inni í þeim hlut var eign Hafnarfjarðar.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun