Skilanefnd og slitastjórn á ofurlaunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. ágúst 2010 18:32 Launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna 5 starfsmanna skilanefndar- og slitastjórnar nemur 103 milljónum króna. Það gera rúmlega tuttugu milljónir á mann, þar sem hver hefur að jafnaði um sjö milljónir króna á mánuði. Kostnaður við rekstur skilanefndar og slitastjórnar Glitnis var fimm milljarðar króna á síðasta ári. Stærstu hluti þess kostnaðar er kostnaður við erlenda ráðgjafa þrotabús bankans. Á fundi með kröfuhöfum hinn 6. ágúst síðastliðinn var m.a kynntur launakostnaður þrotabúsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, þ.e mánuðina janúar til mars á þessu ári. Samkvæmt yfirliti á heimasíðu Glitnis var kostnaðurinn vegna útseldra tíma til meðlima slitastjórnar og skilanefndar, sem eru fimm manns, alls 103 milljónir króna. Meðlimir slitastjórnar Glitnis banka eru aðeins tveir. Steinunn Guðbjartsdóttir, hæstaréttarlögmaður og Páll Eiríksson, héraðsdómslögmaður. Í skilanefnd Glitnis eru svo Árni Tómasson, Heimir Haraldsson og Þórdís Bjarnadóttir. Miðað við þessa fjárhæð, 103 milljónir fyrir þrjá mánuði eru meðaltalslaun þessara einstaklinga rúmar tuttugu milljónir króna á mann fyrir þriggja mánaða starf, eða tæplega sjö milljónir króna á mánuði. Svona til samanburðar er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, með 935 þúsund krónur, þetta eru því um áttföld laun hennar, en það eru jú þrotabúið Glitnir sem borgar þessu fólki laun en ekki skattgreiðendur eins og í tilviki Jóhönnu. Þessi laun eru öllu hærri en það sem t.d Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, var með í greidd laun á síðasta ári en það voru rúmar 900 þúsund krónur. Steinunn sagði í samtali við fréttastofu í dag að skýringin á því væru laun greidd frá lögmannsstofu hennar, en þrotabúið greiddi stofunni hennar fyrir selda tíma sem síðan greiddi henni laun eftir kostnað. Skroll-Viðskipti Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna 5 starfsmanna skilanefndar- og slitastjórnar nemur 103 milljónum króna. Það gera rúmlega tuttugu milljónir á mann, þar sem hver hefur að jafnaði um sjö milljónir króna á mánuði. Kostnaður við rekstur skilanefndar og slitastjórnar Glitnis var fimm milljarðar króna á síðasta ári. Stærstu hluti þess kostnaðar er kostnaður við erlenda ráðgjafa þrotabús bankans. Á fundi með kröfuhöfum hinn 6. ágúst síðastliðinn var m.a kynntur launakostnaður þrotabúsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, þ.e mánuðina janúar til mars á þessu ári. Samkvæmt yfirliti á heimasíðu Glitnis var kostnaðurinn vegna útseldra tíma til meðlima slitastjórnar og skilanefndar, sem eru fimm manns, alls 103 milljónir króna. Meðlimir slitastjórnar Glitnis banka eru aðeins tveir. Steinunn Guðbjartsdóttir, hæstaréttarlögmaður og Páll Eiríksson, héraðsdómslögmaður. Í skilanefnd Glitnis eru svo Árni Tómasson, Heimir Haraldsson og Þórdís Bjarnadóttir. Miðað við þessa fjárhæð, 103 milljónir fyrir þrjá mánuði eru meðaltalslaun þessara einstaklinga rúmar tuttugu milljónir króna á mann fyrir þriggja mánaða starf, eða tæplega sjö milljónir króna á mánuði. Svona til samanburðar er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, með 935 þúsund krónur, þetta eru því um áttföld laun hennar, en það eru jú þrotabúið Glitnir sem borgar þessu fólki laun en ekki skattgreiðendur eins og í tilviki Jóhönnu. Þessi laun eru öllu hærri en það sem t.d Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, var með í greidd laun á síðasta ári en það voru rúmar 900 þúsund krónur. Steinunn sagði í samtali við fréttastofu í dag að skýringin á því væru laun greidd frá lögmannsstofu hennar, en þrotabúið greiddi stofunni hennar fyrir selda tíma sem síðan greiddi henni laun eftir kostnað.
Skroll-Viðskipti Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira