Yngstu leikhústæknimenn landsins 1. júlí 2010 06:30 Ásgrímur Gunnarsson og Auðunn Lúthersson eru aðeins sextán og sautján ára gamlir. Fréttablaðið/stefán Leikritið Sellófan, eftir Björk Jakobsdóttur, var frumsýnt í Iðnó á fimmtudaginn var og vakti ungur aldur tæknimanna sýningarinnar nokkra athygli sýningargesta. Frændurnir Ásgrímur Gunnarsson og Auðunn Lúthersson sjá um hljóð- og tæknivinnu fyrir sýninguna en þeir eru aðeins sextán og sautján ára gamlir. Þeir hafa þó ekki langt að sækja hæfileikana því auk þess að hafa verið viðriðnir leikhúsheiminn um hríð er Ásgrímur sonur leikkonunnar Bjarkar Jakobsdóttur og leikarans Gunnars Helgasonar. „Þetta er mjög skemmtilegt starf. Við lentum reyndar í smá óhappi á frumsýningunni þegar leikkonan gleymdi nokkrum línum sem gerði okkur mjög stressaða. Við náðum þó að redda okkur með því að vera fljótir að hugsa,“ segir Ásgrímur, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir félagar taka að sér tæknivinnu sem þessa. „Þetta er alveg ótrúlega spennandi starf og það er alltaf gaman að fá að vinna í leikhúsi og fylgjast með leikurum að starfi. Við erum báðir með brennandi áhuga á leiklist og það er frábært að fá að skyggnast svolítið á bak við tjöldin. Þetta er mikil ábyrgð en við erum tveir saman í þessu sem gerir þetta auðveldara,“ útskýrir Auðunn. Á veturna stunda frændurnir nám við Verslunarskólann og Menntaskólann í Reykjavík en í sumar starfa þeir báðir við Götuleikhúsið. Aðspurðir segjast þeir alltaf hafa haft mikinn áhuga á leiklist. „Maður fær góða útrás fyrir þessari athyglissýki hér í Götuleikhúsinu og við stefnum báðir að því að fara í leiklistarnám í framtíðinni,“ segir Auðunn að lokum. - sm Innlent Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sjá meira
Leikritið Sellófan, eftir Björk Jakobsdóttur, var frumsýnt í Iðnó á fimmtudaginn var og vakti ungur aldur tæknimanna sýningarinnar nokkra athygli sýningargesta. Frændurnir Ásgrímur Gunnarsson og Auðunn Lúthersson sjá um hljóð- og tæknivinnu fyrir sýninguna en þeir eru aðeins sextán og sautján ára gamlir. Þeir hafa þó ekki langt að sækja hæfileikana því auk þess að hafa verið viðriðnir leikhúsheiminn um hríð er Ásgrímur sonur leikkonunnar Bjarkar Jakobsdóttur og leikarans Gunnars Helgasonar. „Þetta er mjög skemmtilegt starf. Við lentum reyndar í smá óhappi á frumsýningunni þegar leikkonan gleymdi nokkrum línum sem gerði okkur mjög stressaða. Við náðum þó að redda okkur með því að vera fljótir að hugsa,“ segir Ásgrímur, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir félagar taka að sér tæknivinnu sem þessa. „Þetta er alveg ótrúlega spennandi starf og það er alltaf gaman að fá að vinna í leikhúsi og fylgjast með leikurum að starfi. Við erum báðir með brennandi áhuga á leiklist og það er frábært að fá að skyggnast svolítið á bak við tjöldin. Þetta er mikil ábyrgð en við erum tveir saman í þessu sem gerir þetta auðveldara,“ útskýrir Auðunn. Á veturna stunda frændurnir nám við Verslunarskólann og Menntaskólann í Reykjavík en í sumar starfa þeir báðir við Götuleikhúsið. Aðspurðir segjast þeir alltaf hafa haft mikinn áhuga á leiklist. „Maður fær góða útrás fyrir þessari athyglissýki hér í Götuleikhúsinu og við stefnum báðir að því að fara í leiklistarnám í framtíðinni,“ segir Auðunn að lokum. - sm
Innlent Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sjá meira