Stefnir til Hollywood að kynna sér þotuliðsþjálfara 16. júní 2010 07:00 Logi Geirsson. „Þetta er ógeðslega skemmtilegt nám og rosalega krefjandi. Það er farið rosalega djúpt í allt: næringarfræði, lífeðlisfræði og þjálfunarfræði," segir handboltakappinn Logi Geirsson. Logi og Ingibjörg kærastan hans útskrifast sem einkaþjálfarar í dag frá Keili. Hann hyggst flytja ræðu við athöfnina og lofar að hún verði svakaleg. „Það er mjög ólíklegt að ræðan verði hefðbundin því ég hef aldrei heyrt útskriftarræðu áður, en ég ætla að ræða eitt og annað," segir hann. Logi flutti nýlega til landsins á ný eftir að hafa búið í Þýskalandi síðustu ár. Hann býr með kærustunni og saman eiga þau von á frumburðinum á næstu dögum. Logi segir einkaþjálfaraprófið vera grunninn, en hann hyggst fara í nám í íþróttaþjálfun næsta haust. „Ég ætla að taka þetta alla leið," segir hann kokhraustur. „Svo ætla ég að fara með konunni til Los Angeles og kynna mér þotuliðið í þjálfunarbransanum. Við ætlum að skoða hvað er að gerast í Hollywood - það er alltaf talað um að allt sé að gerast þar. Mig langar að sökkva mér í þetta. Kynna mér einkaþjálfara stjarnanna og sjá eitthvað nýtt." Logi er ekki fyrsti handboltakappinn sem fellur fyrir einkaþjálfaranáminum. Á meðal þeirra sem hafa einnig stundað námið eru Guðjón Valur, Björgvin Páll, Einar Hólmgeirsson, Vignir Svavarsson, Ragnar Óskarsson og Þórir Ólafs. En er Logi strax byrjaður að taka fólk í einkaþjálfun? „Ég tek fyrst bróður minn og konuna hans í gegn ásamt nokkrum vel völdum vinum. Ég ætla að afla mér reynslu og koma mér í gírinn áður en ég byrja á afrekskrökkunum." atlifannar@frettabladid.is hjalti@frettabladid.is Lífið Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira
„Þetta er ógeðslega skemmtilegt nám og rosalega krefjandi. Það er farið rosalega djúpt í allt: næringarfræði, lífeðlisfræði og þjálfunarfræði," segir handboltakappinn Logi Geirsson. Logi og Ingibjörg kærastan hans útskrifast sem einkaþjálfarar í dag frá Keili. Hann hyggst flytja ræðu við athöfnina og lofar að hún verði svakaleg. „Það er mjög ólíklegt að ræðan verði hefðbundin því ég hef aldrei heyrt útskriftarræðu áður, en ég ætla að ræða eitt og annað," segir hann. Logi flutti nýlega til landsins á ný eftir að hafa búið í Þýskalandi síðustu ár. Hann býr með kærustunni og saman eiga þau von á frumburðinum á næstu dögum. Logi segir einkaþjálfaraprófið vera grunninn, en hann hyggst fara í nám í íþróttaþjálfun næsta haust. „Ég ætla að taka þetta alla leið," segir hann kokhraustur. „Svo ætla ég að fara með konunni til Los Angeles og kynna mér þotuliðið í þjálfunarbransanum. Við ætlum að skoða hvað er að gerast í Hollywood - það er alltaf talað um að allt sé að gerast þar. Mig langar að sökkva mér í þetta. Kynna mér einkaþjálfara stjarnanna og sjá eitthvað nýtt." Logi er ekki fyrsti handboltakappinn sem fellur fyrir einkaþjálfaranáminum. Á meðal þeirra sem hafa einnig stundað námið eru Guðjón Valur, Björgvin Páll, Einar Hólmgeirsson, Vignir Svavarsson, Ragnar Óskarsson og Þórir Ólafs. En er Logi strax byrjaður að taka fólk í einkaþjálfun? „Ég tek fyrst bróður minn og konuna hans í gegn ásamt nokkrum vel völdum vinum. Ég ætla að afla mér reynslu og koma mér í gírinn áður en ég byrja á afrekskrökkunum." atlifannar@frettabladid.is hjalti@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira