Gengi hlutabréfa í Eik bank í Færeyjum lækkaði um 0,59 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta var einkennandi fyrir daginn.
Á sama tíma lækkaði gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,54 prósent og Marels um 0,46 prósent.
Gengi annarra félaga á markaði hreyfðist ekki í dag.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,43 prósent og endaði í 934,19 stigum.