Valur vann í kvöld sigur á Akureyri, 31-25, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum í úrslitakeppni N1-deild karla.
Þar með er staðan í einvígi liðanna jöfn, 1-1, og þarf oddaleik til að skera úr um hvort liðið mætir Haukum í lokaúrslitunum.
Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi síðar í kvöld.