Jóhanna Guðrún með kórónu Svíaprinsessu 1. desember 2010 10:00 Jóhanna Guðrún ásamt Eric Saade sem er einn af vinsælustu ungu söngvurunum í Svíþjóð. Söngkonan Jóhanna Guðrún er stödd í Svíþjóð, þar sem hún tekur þátt í stórri jólasýningu ásamt mörgum af þekktustu söngvurum Svíþjóðar. „Það er þvílík mæting á þetta. Það eru tvær sýningar í gangi sem berjast um vinsældirnar og þessi er greinilega að vinna þá keppni," segir María Björk Sverrisdóttir, samstarfskona Jóhönnu Guðrúnar. Þema sýningarinnar er sænska konungsfjölskyldan og er um nokkurs konar söngleik að ræða. Skemmtunin, sem felur í sér þriggja rétta kvöldverð, er haldin fjórum sinnum í stórum höllum í Svíþjóð og munu um sextán þúsund manns hafa barið Jóhönnu og félaga augum þegar yfir lýkur á föstudagskvöld. Á meðal þeirra sem stíga á svið með henni eru Andreas Johnson, Jessica Andersson, Brolle og Eric Saade, sem er ungur og upprennandi söngvari og tekur þátt í sænsku Eurovision-undankeppninni í ár. Sýningin hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda, þar á meðal fimm stjörnur á sænsku tónlistarsíðunni Poplight.zitiz.se. Jóhanna er sjálf í hlutverki Svíaprinsessu og ber kórónu á höfði. Á meðal laga sem hún syngur eru Respect sem Aretha Franklin gerði vinsælt og að sjálfsögðu Eurovision-slagarinn Is it True? María Björk hætti sem umboðsmaður Jóhönnu Guðrúnar í sumar eftir tíu ára samstarf og við starfinu tók norski umbinn Eyvind Brydøy. María starfar þó enn fyrir Jóhönnu og stóð meðal annars á bak við þátttöku hennar í Svíþjóðar-gigginu. „Við erum að vinna saman og munum gera það í framtíðinni. Ég ætla að leggja mitt af mörkum til að ferill hennar haldi áfram en við ætlum að sjá hvernig hlutirnir þróast," segir María.- fb Lífið Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Söngkonan Jóhanna Guðrún er stödd í Svíþjóð, þar sem hún tekur þátt í stórri jólasýningu ásamt mörgum af þekktustu söngvurum Svíþjóðar. „Það er þvílík mæting á þetta. Það eru tvær sýningar í gangi sem berjast um vinsældirnar og þessi er greinilega að vinna þá keppni," segir María Björk Sverrisdóttir, samstarfskona Jóhönnu Guðrúnar. Þema sýningarinnar er sænska konungsfjölskyldan og er um nokkurs konar söngleik að ræða. Skemmtunin, sem felur í sér þriggja rétta kvöldverð, er haldin fjórum sinnum í stórum höllum í Svíþjóð og munu um sextán þúsund manns hafa barið Jóhönnu og félaga augum þegar yfir lýkur á föstudagskvöld. Á meðal þeirra sem stíga á svið með henni eru Andreas Johnson, Jessica Andersson, Brolle og Eric Saade, sem er ungur og upprennandi söngvari og tekur þátt í sænsku Eurovision-undankeppninni í ár. Sýningin hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda, þar á meðal fimm stjörnur á sænsku tónlistarsíðunni Poplight.zitiz.se. Jóhanna er sjálf í hlutverki Svíaprinsessu og ber kórónu á höfði. Á meðal laga sem hún syngur eru Respect sem Aretha Franklin gerði vinsælt og að sjálfsögðu Eurovision-slagarinn Is it True? María Björk hætti sem umboðsmaður Jóhönnu Guðrúnar í sumar eftir tíu ára samstarf og við starfinu tók norski umbinn Eyvind Brydøy. María starfar þó enn fyrir Jóhönnu og stóð meðal annars á bak við þátttöku hennar í Svíþjóðar-gigginu. „Við erum að vinna saman og munum gera það í framtíðinni. Ég ætla að leggja mitt af mörkum til að ferill hennar haldi áfram en við ætlum að sjá hvernig hlutirnir þróast," segir María.- fb
Lífið Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira