Land og synir snúa aftur 4. desember 2010 14:30 Hlakka til að spila á ný Gunnar Þór Eggersson gítarleikari og Hreimur Örn söngvari eru spenntir fyrir kvöldinu en Land og synir eru með tónleika á Spot í kvöld.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hreimur og félagar í Landi og sonum eru að vakna af værum blundi. Sveitin spilar á Spot í kvöld og ný lög eru væntanleg. „Við ætlum bara að henda okkur í slaginn,“ segir Hreimur Örn Heimisson, söngvari Lands og sona, en hljómsveitin er að fara á fullt á nýjan leik. „Við hættum eiginlega aldrei en okkur fannst vera of margir lausir endar og skelltum okkur því í létta sumarbústaðaferð um daginn og tókum upp eitt lag,“ segir Hreimur, en lagið kemur út eftir áramót. Land og synir var lengi ein vinsælasta hljómsveit landsins og hafði drauma um að „slá í gegn” úti í hinum stóra heimi. „Við lögðum mikla vinnu í útlandaplön sem gengu síðan ekki upp. Við vorum eiginlega bara mjög óheppnir,“ segir Hreimur. „Ég var á leið til Bandaríkjanna og þar átti ég að fá ferðaplan fyrir hljómsveitina. Þetta var hinn fræga dag 11. september 2001 þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York. Það endaði með því að ekkert varð af ferðinni,“ segir Hreimur. Hann segir mikinn tíma hafa farið í að skipuleggja tónleika erlendis og hljómsveitin hafi því ekki sinnt Íslandi nógu vel. Hún sé hins vegar vel samstillt í dag og með nýjan bassaleikara innanborðs. „Okkur fannst tilvalið að ná í nýjan Jón, fyrst Jón Guðfinnsson þurfti að skilja við okkur. Við köllum hann New John,“ segir Hreimur, en Jón Örvar Bjarnason mundar nú bassann í bandinu. „Við erum mjög hungraðir og okkur langar mikið að spila. Við gerum okkur samt grein fyrir því að það er ekkert hægt að hoppa upp í rútu og bóka og bóka eins og gert var í gamla daga,“ segir Hreimur. Hann vill ekki fullyrða að ný plata sé í smíðum en kannski komi 2-3 ný lög á næsta ári. Sveitin er hins vegar þessa dagana í hljóðveri að taka upp lagið Jólanótt sem kemur út eftir helgi. Hún heldur tónleika á skemmtistaðnum Spot í kvöld, en miðar eru seldir við inngang og kostar 1.500 kr. inn. kristjana@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Hreimur og félagar í Landi og sonum eru að vakna af værum blundi. Sveitin spilar á Spot í kvöld og ný lög eru væntanleg. „Við ætlum bara að henda okkur í slaginn,“ segir Hreimur Örn Heimisson, söngvari Lands og sona, en hljómsveitin er að fara á fullt á nýjan leik. „Við hættum eiginlega aldrei en okkur fannst vera of margir lausir endar og skelltum okkur því í létta sumarbústaðaferð um daginn og tókum upp eitt lag,“ segir Hreimur, en lagið kemur út eftir áramót. Land og synir var lengi ein vinsælasta hljómsveit landsins og hafði drauma um að „slá í gegn” úti í hinum stóra heimi. „Við lögðum mikla vinnu í útlandaplön sem gengu síðan ekki upp. Við vorum eiginlega bara mjög óheppnir,“ segir Hreimur. „Ég var á leið til Bandaríkjanna og þar átti ég að fá ferðaplan fyrir hljómsveitina. Þetta var hinn fræga dag 11. september 2001 þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York. Það endaði með því að ekkert varð af ferðinni,“ segir Hreimur. Hann segir mikinn tíma hafa farið í að skipuleggja tónleika erlendis og hljómsveitin hafi því ekki sinnt Íslandi nógu vel. Hún sé hins vegar vel samstillt í dag og með nýjan bassaleikara innanborðs. „Okkur fannst tilvalið að ná í nýjan Jón, fyrst Jón Guðfinnsson þurfti að skilja við okkur. Við köllum hann New John,“ segir Hreimur, en Jón Örvar Bjarnason mundar nú bassann í bandinu. „Við erum mjög hungraðir og okkur langar mikið að spila. Við gerum okkur samt grein fyrir því að það er ekkert hægt að hoppa upp í rútu og bóka og bóka eins og gert var í gamla daga,“ segir Hreimur. Hann vill ekki fullyrða að ný plata sé í smíðum en kannski komi 2-3 ný lög á næsta ári. Sveitin er hins vegar þessa dagana í hljóðveri að taka upp lagið Jólanótt sem kemur út eftir helgi. Hún heldur tónleika á skemmtistaðnum Spot í kvöld, en miðar eru seldir við inngang og kostar 1.500 kr. inn. kristjana@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira