Ómar Eyþórsson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri X-ins 977, en útvarpsstöðin hefur verið dagskrárstjóralaus undanfarin misseri.
Ómar ku ekki vera með stórar breytingar í farvatninu, en ætlar þó að skerpa á áherslunum og horfir til útvarpsstöðva í Bretlandi og Bandaríkjunum í því samhengi.
Ómar hefur starfað á X-inu í nokkurn tíma og stjórnar morgunþættinum á virkum dögum. Hann er mikill tónlistargrúskari svo að dagskrárstjórnin er í góðum höndum.