Framkvæmdastopp í Reykjavík Dagur B. Eggertsson skrifar 11. mars 2010 06:00 Átakalínurnar í aðdraganda borgarstjórnarkosninga eru að skýrast. Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg ráðist í nauðsynlegt viðhald og framkvæmdir á næstu þremur árum og halda þannig uppi atvinnu í mestu kreppunni. Sjálfstæðisflokkurinn boðar frjálshyggju og afskiptaleysi og boðar 70% niðurskurð í framkvæmdum næstu þrjú árin. Þetta birtist í þriggja ára áætlun um framkvæmdir og rekstur Reykjavíkurborgar sem meirihluti borgarstjórnar kynnti í síðustu viku. Fjárfesting úr 10 milljörðum í einnÞriggja ára áætlun meirihlutans felur nánast í sér framkvæmdastopp. Heildarfjárfesting A-hluta borgarinnar á tímabilinu á að vera 6,6 milljarðar sem er minna en framkvæmt hefur verið á meðalári að undanförnu. Þess má geta að árið 2008 var framkvæmt fyrir 10,3 milljarða en framkvæma á fyrir 1,3 árið 2013 samkvæmt hinni nýju áætlun. Þetta samhengi sést vel á meðfylgjandi mynd. Ekki gert ráð fyrir HverahlíðavirkjunÞá vekur sérstaka athygli að í þriggja ára áætlun Orkuveitu Reykjavíkur er ekki gert ráð fyrir fjármögnun eða framkvæmdum við Hverahlíðarvirkjun en góð sátt hefur verið um þá framkvæmd frá umhverfissjónarmiðum. Skýringanna er að leita í því að meirihlutinn hefur keyrt fjárhag fyrirtækisins út á ystu nöf með því að fjórfalda skuldir þess á fjórum árum, þrátt fyrir viðvaranir. Ljóst er að leita þarf nýrra leiða við fjármögnun Hverahlíðavirkjunar. Virkjunin getur orðið lykill fyrir orkuöflun til fjölmargra atvinnuskapandi verkefna. Áfram niðurskurður í viðhaldi og sumarstörfumRétt er að minna á að til viðbótar niðurskurði í framkvæmdum hefur meirihlutinn þegar skorið niður í viðhaldi fasteigna úr 1.323 milljónum 2008 í 734 milljónir á yfirstandandi fjárhagsáætlun. Þetta er helmings niðurskurður í mannaflsfrekustu verkunum. Enn meiri niðurskurður er í viðhaldi gatna og umhverfis borgarinnar þar sem farið er úr 1.323 milljónum árið 2008 í 611 milljónir króna á yfirstandandi ári. Þá er ótalið að sumarstörfum fækkar hjá umhverfissviði og framkvæmdasviði auk íþrótta- og tómstundasviðs eða samtals um 300 störf. Samfylkingin setur atvinnumálin númer eittSamfylkingin mun leggja sérstaka áherslu á atvinnumál í aðdraganda borgarstjórnarkosninga og boðar breytingartillögur við framlagða þriggja ára áætlun. Hún verður tekin til afgreiðslu í borgarstjórn 16. mars nk. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart heldur er í beinu framhaldi af ítrekuðum tillögum flokksins um átak í viðhaldsverkefnum, mótun atvinnustefnu, nýtingu á tómu húsnæði í þágu nýsköpunar og atvinnueflingar auk annarra tillagna flokksins um atvinnumál í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa sýnt þessum tillögum ótrúlegt fálæti. Hanna Birna boðar frjálshyggjuAthyglisvert var að í borgarstjórn brást Hanna Birna Kristjánsdóttir við gagnrýni Samfylkingarinnar með þeim orðum að ljóst væri að Samfylkingin „hefði ekki trú á atvinnulífinu". Líklega er þarna um að ræða einhverja ómenguðustu frjálshyggjustefnu í atvinnumálum sem kynnt hefur verið frá hruni. Það á ekkert að gera - bara bíða. Klassísk jafnaðarstefna á krepputímum er þvert á móti sú að þá sé réttlætanlegt og mikilvægt að stuðla að atvinnu með opinberum fjárfestingum og átaki í tímabærum viðhaldsverkefnum, eftir því sem kostur er. Óhætt er að segja að hinar pólitísku átakalínur séu að skírast. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Átakalínurnar í aðdraganda borgarstjórnarkosninga eru að skýrast. Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg ráðist í nauðsynlegt viðhald og framkvæmdir á næstu þremur árum og halda þannig uppi atvinnu í mestu kreppunni. Sjálfstæðisflokkurinn boðar frjálshyggju og afskiptaleysi og boðar 70% niðurskurð í framkvæmdum næstu þrjú árin. Þetta birtist í þriggja ára áætlun um framkvæmdir og rekstur Reykjavíkurborgar sem meirihluti borgarstjórnar kynnti í síðustu viku. Fjárfesting úr 10 milljörðum í einnÞriggja ára áætlun meirihlutans felur nánast í sér framkvæmdastopp. Heildarfjárfesting A-hluta borgarinnar á tímabilinu á að vera 6,6 milljarðar sem er minna en framkvæmt hefur verið á meðalári að undanförnu. Þess má geta að árið 2008 var framkvæmt fyrir 10,3 milljarða en framkvæma á fyrir 1,3 árið 2013 samkvæmt hinni nýju áætlun. Þetta samhengi sést vel á meðfylgjandi mynd. Ekki gert ráð fyrir HverahlíðavirkjunÞá vekur sérstaka athygli að í þriggja ára áætlun Orkuveitu Reykjavíkur er ekki gert ráð fyrir fjármögnun eða framkvæmdum við Hverahlíðarvirkjun en góð sátt hefur verið um þá framkvæmd frá umhverfissjónarmiðum. Skýringanna er að leita í því að meirihlutinn hefur keyrt fjárhag fyrirtækisins út á ystu nöf með því að fjórfalda skuldir þess á fjórum árum, þrátt fyrir viðvaranir. Ljóst er að leita þarf nýrra leiða við fjármögnun Hverahlíðavirkjunar. Virkjunin getur orðið lykill fyrir orkuöflun til fjölmargra atvinnuskapandi verkefna. Áfram niðurskurður í viðhaldi og sumarstörfumRétt er að minna á að til viðbótar niðurskurði í framkvæmdum hefur meirihlutinn þegar skorið niður í viðhaldi fasteigna úr 1.323 milljónum 2008 í 734 milljónir á yfirstandandi fjárhagsáætlun. Þetta er helmings niðurskurður í mannaflsfrekustu verkunum. Enn meiri niðurskurður er í viðhaldi gatna og umhverfis borgarinnar þar sem farið er úr 1.323 milljónum árið 2008 í 611 milljónir króna á yfirstandandi ári. Þá er ótalið að sumarstörfum fækkar hjá umhverfissviði og framkvæmdasviði auk íþrótta- og tómstundasviðs eða samtals um 300 störf. Samfylkingin setur atvinnumálin númer eittSamfylkingin mun leggja sérstaka áherslu á atvinnumál í aðdraganda borgarstjórnarkosninga og boðar breytingartillögur við framlagða þriggja ára áætlun. Hún verður tekin til afgreiðslu í borgarstjórn 16. mars nk. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart heldur er í beinu framhaldi af ítrekuðum tillögum flokksins um átak í viðhaldsverkefnum, mótun atvinnustefnu, nýtingu á tómu húsnæði í þágu nýsköpunar og atvinnueflingar auk annarra tillagna flokksins um atvinnumál í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa sýnt þessum tillögum ótrúlegt fálæti. Hanna Birna boðar frjálshyggjuAthyglisvert var að í borgarstjórn brást Hanna Birna Kristjánsdóttir við gagnrýni Samfylkingarinnar með þeim orðum að ljóst væri að Samfylkingin „hefði ekki trú á atvinnulífinu". Líklega er þarna um að ræða einhverja ómenguðustu frjálshyggjustefnu í atvinnumálum sem kynnt hefur verið frá hruni. Það á ekkert að gera - bara bíða. Klassísk jafnaðarstefna á krepputímum er þvert á móti sú að þá sé réttlætanlegt og mikilvægt að stuðla að atvinnu með opinberum fjárfestingum og átaki í tímabærum viðhaldsverkefnum, eftir því sem kostur er. Óhætt er að segja að hinar pólitísku átakalínur séu að skírast. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun