Gleðiefnið hækkun framfærslu í Reykjavík Ágúst Már Garðarsson skrifar 24. nóvember 2010 06:00 Það er kannski til merkis um að við séum að gera eitthvað rétt þegar enginn er ánægður, Sjálfstæðismönnum þykir vitleysa að hækka framfærsluna en kjósa samt ekki gegn henni eins og sannfæring þeirra virðist vera fyrir, það þykir mér undarlegt, hjásetan býður svo sem upp á þetta en er í þessu tilfelli bara leið til að forðast að taka erfiða ákvörðun og standa með eigin gildum. Gegn hagsmunum þeirra sem hafa minnst til framfærslu hér á landi. Vinstri grænir aftur á móti eru afar ósáttir við að við hækkum ekki meira, við athuguðum það og urðum að hverfa frá því í bili, en minnum á að kjörtímabilið er 4 ár svo það er enn tími. Mér þykir gagnrýni vina minna í minnihlutanum bæði máttlaus og rökþrota og bera keim af gamaldags vinnubrögðum. Fulltrúi Vinstri grænna talar um svik og notar stór orð um undirheimaveröld skilnaða og allskyns gífuryrði, þess ber þá að geta að afar fá hjón eru á framfærslu fyrir og hefur nú hagur þeirra sem eru giftir eða í sambúð heldur vænkast. Við erum ekki 6 mánuði að svíkja málefnasamning Besta flokksins og Samfylkingarinnar, við þurfum nú alveg heil fjögur ár í það. Skoðum það þegar upp verður staðið. Annað sem truflar mig verulega í þessu: af hverju dettur stjórnmálamönnum það í hug að ætla almenningi almenn óheilindi og leti? Af hverju gera stjórnmálamenn ráð fyrir því að þorri fólks fari að svindla, skilja og svíkja þessar greiðslur? Af hverju telja stjórnmálamenn það gefinn hlut að hvati til starfa hverfi ef bætur eða lágmarksframfærsla (með afar kúnstugum útreikningum) eru nálægt lægstu launum? Af hverju ætla menn Íslendingum leti og eigingirni að því marki að við förum öll að hafa áhyggjur af eigin velferð og hættum að vinna þegar bætur lagast? Væri ekki nær fyrir þá stjórnmálamenn sem hafa starfað í þessu öll þessi ár að líta á það að lægstu laun og bætur þeirra sem minnst hafa eru skammarlegar og ekki til að lifa mannsæmandi lífi af? Er það ekki þeirra arfleifð? Eru umtöluð svik ekki nær heimahögunum? Raðir fólks í hundraðatali í bið eftir mat eru dapurleg sjón og við í meirihlutanum viljum bregðast með þessari hækkun við neyð þeirra sem minnst hafa á milli handanna og eru á framfærslu borgarinnar, við lítum svo á að við séum að taka ábyrgð á okkar hluta í félagslegri aðstoð. Þó að við gerum okkur grein fyrir að meira þurfi til að koma. Ég og aðrir í millilaunaflokknum (þeir sem eru með þetta 250 til 400 þúsund á mánuði sem gerir upp stóran hluta fólks á þessu landi) sem samanstendur af okkur iðnaðarmönnunum og kvenhluta háskólamenntaðra megum ekki láta nota okkur til að halda þeim sem lægstir eru fyrir neðan okkur í einhverju óttakasti. Útreikningar þeir sem birst hafa upp á síðkastið í fjölmiðlum eru einhliða til að sýna fram á ýktustu tilfellin um framfærsluna og útreikninga hennar. Staðreyndin er sú að flestir eru á þessu tímabundið þó að dæmum hafi eitthvað fjölgað sem eru þarna inni lengur, fyrir þá viljum við gera aukin virknitilboð og hvatningu til að komast sem fyrst aftur út að vinna. Þessi dæmi sem ég segi frá hér að framan gera ekki ráð fyrir skerðingum vegna launa fyrr á árinu og skerðingu húsaleigubóta. Það er þó tilfellið hjá afar mörgum þó að það sé ekki algilt. Dæmi um einstæðar mæður og að taka meðlag inn í reikninginn sem bæði tekjuskerðingu og tekjur er svo mjög hæpið þykir mér. Flest lærum við og vinnum við eitthvað af ástríðu eða köllun vil ég vona, ég er matreiðslumaður af því að mér finnst það gaman og ég vil gefa fólki góðan mat, hvort að öryrki hafi sömu eða næstum sömu laun og ég (sem hann hefur) hefur engin áhrif á mitt vinnuframlag eða vilja til að vinna. Þannig eru íslendingar upp til hópa, vilja vinna og hafa markmið og stefnu með lífi sínu. Ég treysti því og þannig þekki ég mitt fólk, ekki sem svindlandi letingja sem óttast bara eigin hag. Þá eru jákvæð teikn á lofti þar sem fólki á fjárhagsaðstoð hefur eitthvað fækkað með haustinu og ég persónulega er bjartsýnn á framhaldið. Tel ég að bæði efnahagslífið og hið opinbera taki vel við sér á nýju ári þó að einhver dýfa verði í atvinnuleysi yfir veturinn … ég kýs að lifa í hinum besta heimi allra heima að hætti Birtíngs og trúa að allt fari á besta veg … þó að á köflum virðist allt erfitt og einskis nýtt … en ég og meirihlutinn í borginni erum engan að svíkja svo það sé á hreinu. Þökkum allan daginn og biðjum ekki um neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er kannski til merkis um að við séum að gera eitthvað rétt þegar enginn er ánægður, Sjálfstæðismönnum þykir vitleysa að hækka framfærsluna en kjósa samt ekki gegn henni eins og sannfæring þeirra virðist vera fyrir, það þykir mér undarlegt, hjásetan býður svo sem upp á þetta en er í þessu tilfelli bara leið til að forðast að taka erfiða ákvörðun og standa með eigin gildum. Gegn hagsmunum þeirra sem hafa minnst til framfærslu hér á landi. Vinstri grænir aftur á móti eru afar ósáttir við að við hækkum ekki meira, við athuguðum það og urðum að hverfa frá því í bili, en minnum á að kjörtímabilið er 4 ár svo það er enn tími. Mér þykir gagnrýni vina minna í minnihlutanum bæði máttlaus og rökþrota og bera keim af gamaldags vinnubrögðum. Fulltrúi Vinstri grænna talar um svik og notar stór orð um undirheimaveröld skilnaða og allskyns gífuryrði, þess ber þá að geta að afar fá hjón eru á framfærslu fyrir og hefur nú hagur þeirra sem eru giftir eða í sambúð heldur vænkast. Við erum ekki 6 mánuði að svíkja málefnasamning Besta flokksins og Samfylkingarinnar, við þurfum nú alveg heil fjögur ár í það. Skoðum það þegar upp verður staðið. Annað sem truflar mig verulega í þessu: af hverju dettur stjórnmálamönnum það í hug að ætla almenningi almenn óheilindi og leti? Af hverju gera stjórnmálamenn ráð fyrir því að þorri fólks fari að svindla, skilja og svíkja þessar greiðslur? Af hverju telja stjórnmálamenn það gefinn hlut að hvati til starfa hverfi ef bætur eða lágmarksframfærsla (með afar kúnstugum útreikningum) eru nálægt lægstu launum? Af hverju ætla menn Íslendingum leti og eigingirni að því marki að við förum öll að hafa áhyggjur af eigin velferð og hættum að vinna þegar bætur lagast? Væri ekki nær fyrir þá stjórnmálamenn sem hafa starfað í þessu öll þessi ár að líta á það að lægstu laun og bætur þeirra sem minnst hafa eru skammarlegar og ekki til að lifa mannsæmandi lífi af? Er það ekki þeirra arfleifð? Eru umtöluð svik ekki nær heimahögunum? Raðir fólks í hundraðatali í bið eftir mat eru dapurleg sjón og við í meirihlutanum viljum bregðast með þessari hækkun við neyð þeirra sem minnst hafa á milli handanna og eru á framfærslu borgarinnar, við lítum svo á að við séum að taka ábyrgð á okkar hluta í félagslegri aðstoð. Þó að við gerum okkur grein fyrir að meira þurfi til að koma. Ég og aðrir í millilaunaflokknum (þeir sem eru með þetta 250 til 400 þúsund á mánuði sem gerir upp stóran hluta fólks á þessu landi) sem samanstendur af okkur iðnaðarmönnunum og kvenhluta háskólamenntaðra megum ekki láta nota okkur til að halda þeim sem lægstir eru fyrir neðan okkur í einhverju óttakasti. Útreikningar þeir sem birst hafa upp á síðkastið í fjölmiðlum eru einhliða til að sýna fram á ýktustu tilfellin um framfærsluna og útreikninga hennar. Staðreyndin er sú að flestir eru á þessu tímabundið þó að dæmum hafi eitthvað fjölgað sem eru þarna inni lengur, fyrir þá viljum við gera aukin virknitilboð og hvatningu til að komast sem fyrst aftur út að vinna. Þessi dæmi sem ég segi frá hér að framan gera ekki ráð fyrir skerðingum vegna launa fyrr á árinu og skerðingu húsaleigubóta. Það er þó tilfellið hjá afar mörgum þó að það sé ekki algilt. Dæmi um einstæðar mæður og að taka meðlag inn í reikninginn sem bæði tekjuskerðingu og tekjur er svo mjög hæpið þykir mér. Flest lærum við og vinnum við eitthvað af ástríðu eða köllun vil ég vona, ég er matreiðslumaður af því að mér finnst það gaman og ég vil gefa fólki góðan mat, hvort að öryrki hafi sömu eða næstum sömu laun og ég (sem hann hefur) hefur engin áhrif á mitt vinnuframlag eða vilja til að vinna. Þannig eru íslendingar upp til hópa, vilja vinna og hafa markmið og stefnu með lífi sínu. Ég treysti því og þannig þekki ég mitt fólk, ekki sem svindlandi letingja sem óttast bara eigin hag. Þá eru jákvæð teikn á lofti þar sem fólki á fjárhagsaðstoð hefur eitthvað fækkað með haustinu og ég persónulega er bjartsýnn á framhaldið. Tel ég að bæði efnahagslífið og hið opinbera taki vel við sér á nýju ári þó að einhver dýfa verði í atvinnuleysi yfir veturinn … ég kýs að lifa í hinum besta heimi allra heima að hætti Birtíngs og trúa að allt fari á besta veg … þó að á köflum virðist allt erfitt og einskis nýtt … en ég og meirihlutinn í borginni erum engan að svíkja svo það sé á hreinu. Þökkum allan daginn og biðjum ekki um neitt.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun