Grunge-gaur á HönnunarMars 6. mars 2010 04:00 Nýstárleg hönnun hans var vinsæl og áberandi á 10. áratugnum. Hönnunarhátíðin HönnunarMars fer fram í annað sinn dagana 18.-21. mars. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á íslenskum hönnuðum. Aðalgestur hátíðarinnar verður Bandaríkjamaðurinn og grafíski hönnuðurinn David Carson. David Carson er best þekktur fyrir mikla nýbreytni og hugmyndaauðgi í hönnun tímarita sem og óvenjulegar útfærslur á leturgerðum og prentfrágangi. Hann er einn áhrifamesti grafíski hönnuður tíunda áratugarins. Sérstaklega birtast áhrifin frá Carson í þeirri stefnu sem er nefnd grunge-tímabilið og hefur yfir sér einstakan listrænan blæ sem margir listamenn hafa sótt sér innblástur í. Þrátt fyrir óumdeilda hæfileika er Carson ekki menntaður í listgreinum. Hann er félagsfræðingur frá ríkisháskólanum í San Francisco. Stíll Carsons er nýstárlegur, frjálslegur og án reglna og takmarkana. Frægastur er Carson fyrir útlit tímaritsins Ray Gun, en þar starfaði hann sem listrænn hönnuður. Þar kynnti hann til sögunnar glænýja og framsækna sýn á blaðsíðuhönnun. Hann hefur einnig starfað fyrir risafyrirtæki á borð við Nike, Pepsi, MTV, Sony og Armani. David Carson hefur sjálfur ritað fjölda bóka um hönnun. Bókina The End of Print ber hæst en hún var þýdd á fimm tungumál og seld um allan heim. Carson mun halda fyrirlestur á HönnunarMars en auk hans koma margir erlendir gestir og blaðamenn á hátíðina. Meðan á hátíðinni stendur verður höfuðborgin undirlögð af hönnun af hinum fjölbreytilegasta toga. Meira en 150 hönnunarviðburðir eru fyrirhugaðir úti um alla borg. drgunni@frettabladid.is HönnunarMars Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Hönnunarhátíðin HönnunarMars fer fram í annað sinn dagana 18.-21. mars. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á íslenskum hönnuðum. Aðalgestur hátíðarinnar verður Bandaríkjamaðurinn og grafíski hönnuðurinn David Carson. David Carson er best þekktur fyrir mikla nýbreytni og hugmyndaauðgi í hönnun tímarita sem og óvenjulegar útfærslur á leturgerðum og prentfrágangi. Hann er einn áhrifamesti grafíski hönnuður tíunda áratugarins. Sérstaklega birtast áhrifin frá Carson í þeirri stefnu sem er nefnd grunge-tímabilið og hefur yfir sér einstakan listrænan blæ sem margir listamenn hafa sótt sér innblástur í. Þrátt fyrir óumdeilda hæfileika er Carson ekki menntaður í listgreinum. Hann er félagsfræðingur frá ríkisháskólanum í San Francisco. Stíll Carsons er nýstárlegur, frjálslegur og án reglna og takmarkana. Frægastur er Carson fyrir útlit tímaritsins Ray Gun, en þar starfaði hann sem listrænn hönnuður. Þar kynnti hann til sögunnar glænýja og framsækna sýn á blaðsíðuhönnun. Hann hefur einnig starfað fyrir risafyrirtæki á borð við Nike, Pepsi, MTV, Sony og Armani. David Carson hefur sjálfur ritað fjölda bóka um hönnun. Bókina The End of Print ber hæst en hún var þýdd á fimm tungumál og seld um allan heim. Carson mun halda fyrirlestur á HönnunarMars en auk hans koma margir erlendir gestir og blaðamenn á hátíðina. Meðan á hátíðinni stendur verður höfuðborgin undirlögð af hönnun af hinum fjölbreytilegasta toga. Meira en 150 hönnunarviðburðir eru fyrirhugaðir úti um alla borg. drgunni@frettabladid.is
HönnunarMars Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira