Sjálfstæði þjóðkirkjunnar fer vaxandi 12. nóvember 2010 06:00 Sjálfstæði þjóðkirkjunnar hefur farið vaxandi síðasta hálfan annan áratug, sem sést á ýmsan hátt í starfi kirkjunnar og stjórnun hennar. Það er einna skýrast í stöðu kirkjuþings gagnvart stofnunum ríkisins. Stærsta skref í átt til aukins sjálfstæðis var án efa rammalöggjöf Alþingis um stöðu og starfshætti hennar árið 1998. Með þeim lögum minnkuðu afskipti Alþingis til muna og hefur það reynst farsælt fyrir ríki, kirkju og þjóð. Haldið hefur verið áfram á þessari braut og hafa seinni breytingar leitt til enn aukins sjálfstæðis þjóðkirkjunnar. Einnig hafa verið lögfestir samningar milli ríkis og kirkju sem byggja á eignum og réttindum. Kirkjan er sjálfstæð gagnvart ríkisvaldinu, en í miklum tengslum við þjóðina. Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum kirkjunnar. Það er að meirihluta skipað leikmönnum úr kirkjulegu starfi. Vægi þess hefur aukist mikið síðustu ár. Þingið hefst 13. nóvember og þar koma saman 29 kjörnir fulltrúar úr níu kjördæmum til að taka mikilvægar ákvarðanir um starf og starfshætti, fjármál og eignamál og um stefnumörkun fyrir kirkjuna og þjónustu hennar. Þingið á sér fyrirmynd í löggjafarsamkomu landsins og hefur vald til að setja allri starfsemi kirkjunnar starfsreglur. Það hefur endanlegt áhrifavald með samþykktum sínum. Þegar þingið ræður málum til lykta, sem ekki eru ákvörðuð með starfsreglum, er það oftast með þingsályktunum eða öðrum samþykktum. Yfirleitt felur kirkjuþing kirkjuráði að framkvæma það sem felst í þingsályktunum en einnig getur þingið ákveðið að skipa nefnd eða starfshóp til að annast ákveðin mál. Dæmi um þetta má sjá í skipan þjóðmálanefndar kirkjunnar, sem heyrir beint undir kirkjuþing og er ráðgefandi nefnd. Annað dæmi er væntanleg rannsóknarnefnd um viðbrögð kirkjunnar við ásökunum á hendur fyrrverandi biskupi Íslands. Slíkar nefndir eru eins óháðar kirkjustjórninni og hugsast getur og felst í þessari skipan að þær skila niðurstöðu sinni eða áliti til kirkjuþings en ekki til stjórnar þjóðkirkjunnar, þ.e. kirkjuráðs, eða biskups Íslands. Þessi dæmi sýna að kirkjan leitast við að festa sjálfstæði sitt í sessi með því að ráða málum til lykta með lýðræðislegum og skipulögðum starfsháttum sínum í samræmi við lög og reglu í landinu. Starfsreglum kirkjuþings er best lýst með því að þær hafa gildi fyrir alla sem starfa innan kirkjunnar. Stofnunum kirkjunnar, embættum og starfsfólki er því skylt að fara eftir þeim. Vegna þess að ákvörðunarvald kirkjuþings er afgerandi er nauðsynlegt að kirkjuþingsmál hljóti ákveðna þinglega meðferð og ítarlega umræðu. Málum er ráðið þannig til lykta að þau fara oftast í gegnum fyrri umræðu og þarf þingið að samþykkja hvort þau fari til nefndar og síðari umræðu. Þingið starfar því annars vegar á þingfundum og hins vegar í þremur nefndum, allsherjarnefnd, löggjafarnefnd og fjárhagsnefnd. Viðkomandi nefnd leggur málið síðan fram með breytingum til seinni umræðu og þar með hlýtur það afgreiðslu ef það er ekki fellt eða dregið til baka. Nokkur mikilvæg mál liggja fyrir kirkjuþingi 2010, sem hefst á laugardag. Fyrsta málið er lagt fram af forsætisnefnd, sem eingöngu er skipuð leikmönnum. Það varðar rannsóknarnefndina, sem áður er getið, og er það án efa bæði tímamótaverk og mikið réttlætismál. Meðal annarra mikilvægra mála er frumvarp að nýjum þjóðkirkjulögum sem gengur enn lengra í átt til sjálfstæðis kirkjunnar. Einnig mál er varðar heildarstefnu í grunnþjónustu kirkjunnar um allt land og aukið samstarf. Fjöldi mála snýst um breytingar á fyrri starfsreglum og stefnumörkun kirkjunnar, s.s. í jafnréttismálum og meðferð kynferðisbrota, innri samþykktum kirkjunnar, skipulagi prófastsdæma og samstarfssvæða. Að þessu sinni eru óvenju mörg mál á málaskrá en auk þess má búast við krefjandi vinnu í þeim málum sem lúta að niðurskurði í samræmi við kröfur ríkisvaldsins og erfiðar aðstæður í peningamálum þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæði þjóðkirkjunnar hefur farið vaxandi síðasta hálfan annan áratug, sem sést á ýmsan hátt í starfi kirkjunnar og stjórnun hennar. Það er einna skýrast í stöðu kirkjuþings gagnvart stofnunum ríkisins. Stærsta skref í átt til aukins sjálfstæðis var án efa rammalöggjöf Alþingis um stöðu og starfshætti hennar árið 1998. Með þeim lögum minnkuðu afskipti Alþingis til muna og hefur það reynst farsælt fyrir ríki, kirkju og þjóð. Haldið hefur verið áfram á þessari braut og hafa seinni breytingar leitt til enn aukins sjálfstæðis þjóðkirkjunnar. Einnig hafa verið lögfestir samningar milli ríkis og kirkju sem byggja á eignum og réttindum. Kirkjan er sjálfstæð gagnvart ríkisvaldinu, en í miklum tengslum við þjóðina. Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum kirkjunnar. Það er að meirihluta skipað leikmönnum úr kirkjulegu starfi. Vægi þess hefur aukist mikið síðustu ár. Þingið hefst 13. nóvember og þar koma saman 29 kjörnir fulltrúar úr níu kjördæmum til að taka mikilvægar ákvarðanir um starf og starfshætti, fjármál og eignamál og um stefnumörkun fyrir kirkjuna og þjónustu hennar. Þingið á sér fyrirmynd í löggjafarsamkomu landsins og hefur vald til að setja allri starfsemi kirkjunnar starfsreglur. Það hefur endanlegt áhrifavald með samþykktum sínum. Þegar þingið ræður málum til lykta, sem ekki eru ákvörðuð með starfsreglum, er það oftast með þingsályktunum eða öðrum samþykktum. Yfirleitt felur kirkjuþing kirkjuráði að framkvæma það sem felst í þingsályktunum en einnig getur þingið ákveðið að skipa nefnd eða starfshóp til að annast ákveðin mál. Dæmi um þetta má sjá í skipan þjóðmálanefndar kirkjunnar, sem heyrir beint undir kirkjuþing og er ráðgefandi nefnd. Annað dæmi er væntanleg rannsóknarnefnd um viðbrögð kirkjunnar við ásökunum á hendur fyrrverandi biskupi Íslands. Slíkar nefndir eru eins óháðar kirkjustjórninni og hugsast getur og felst í þessari skipan að þær skila niðurstöðu sinni eða áliti til kirkjuþings en ekki til stjórnar þjóðkirkjunnar, þ.e. kirkjuráðs, eða biskups Íslands. Þessi dæmi sýna að kirkjan leitast við að festa sjálfstæði sitt í sessi með því að ráða málum til lykta með lýðræðislegum og skipulögðum starfsháttum sínum í samræmi við lög og reglu í landinu. Starfsreglum kirkjuþings er best lýst með því að þær hafa gildi fyrir alla sem starfa innan kirkjunnar. Stofnunum kirkjunnar, embættum og starfsfólki er því skylt að fara eftir þeim. Vegna þess að ákvörðunarvald kirkjuþings er afgerandi er nauðsynlegt að kirkjuþingsmál hljóti ákveðna þinglega meðferð og ítarlega umræðu. Málum er ráðið þannig til lykta að þau fara oftast í gegnum fyrri umræðu og þarf þingið að samþykkja hvort þau fari til nefndar og síðari umræðu. Þingið starfar því annars vegar á þingfundum og hins vegar í þremur nefndum, allsherjarnefnd, löggjafarnefnd og fjárhagsnefnd. Viðkomandi nefnd leggur málið síðan fram með breytingum til seinni umræðu og þar með hlýtur það afgreiðslu ef það er ekki fellt eða dregið til baka. Nokkur mikilvæg mál liggja fyrir kirkjuþingi 2010, sem hefst á laugardag. Fyrsta málið er lagt fram af forsætisnefnd, sem eingöngu er skipuð leikmönnum. Það varðar rannsóknarnefndina, sem áður er getið, og er það án efa bæði tímamótaverk og mikið réttlætismál. Meðal annarra mikilvægra mála er frumvarp að nýjum þjóðkirkjulögum sem gengur enn lengra í átt til sjálfstæðis kirkjunnar. Einnig mál er varðar heildarstefnu í grunnþjónustu kirkjunnar um allt land og aukið samstarf. Fjöldi mála snýst um breytingar á fyrri starfsreglum og stefnumörkun kirkjunnar, s.s. í jafnréttismálum og meðferð kynferðisbrota, innri samþykktum kirkjunnar, skipulagi prófastsdæma og samstarfssvæða. Að þessu sinni eru óvenju mörg mál á málaskrá en auk þess má búast við krefjandi vinnu í þeim málum sem lúta að niðurskurði í samræmi við kröfur ríkisvaldsins og erfiðar aðstæður í peningamálum þjóðarinnar.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar