Lilleström skoraði þrjú í uppbótartíma og jafnaði - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júní 2010 13:15 Úr leik með Lilleström. Nordic Photos / AFP Lilleström átti ótrúlegan lokasprett í leik liðsins gegn Molde í norsku úrvalsdeildinni í gær. Staðan var 3-0 þegar venjulegur leiktími rann út en leikmenn Lilleström skoruðu þrívegis í uppbótartímanum og náðu jafntefli. Þeir Frode Kippe, Tarik Elyounoussi og Anthony Ujah skoruðu mörk Lilleström í blálok leiksins en samantekt úr leiknum má sjá hér. Stefán Logi Magnússon lék allan leikinn í marki Lilleström og Björn Bergmann Sigurðarson fyrstu 62 mínúturnar. Þá skoraði Birkir Már Sævarsson fyrra mark Brann í 2-1 sigri á Álasundi. Gylfi Einarsson kom inn á sem varamaður á 35. mínútu en Ólafur Örn Bjarnason, nýráðinn þjálfari Grindavíkur, sat allan leikinn á bekknum. Veigar Páll Gunnarsson og Bjarni Ólafur Eiríksson léku allan leikinn þegar að Stabæk gerði 1-1 jafntefli við Sandefjord á útivelli. Pálmi Rafn Pálmason var á bekknum hjá Stabæk. Þá vann Odd Grenland 1-0 sigur á Hönefoss. Árni Gautur Arason stóð í marki fyrrnefnda liðsins og Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Hönefoss. Rosenborg og Tromsö eru á toppi deildarinnar með 30 stig eftir fjórtán umferðir. Lilleström er í fjórða sætinu með 23 stig, Odd Grenland í því sjötta með 21 stig og Stabæk er í sjöunda með 20 stig. Brann er í þrettánda sætinu með þrettán stig og Hönefoss í því fimmtánda með ellefu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Sjá meira
Lilleström átti ótrúlegan lokasprett í leik liðsins gegn Molde í norsku úrvalsdeildinni í gær. Staðan var 3-0 þegar venjulegur leiktími rann út en leikmenn Lilleström skoruðu þrívegis í uppbótartímanum og náðu jafntefli. Þeir Frode Kippe, Tarik Elyounoussi og Anthony Ujah skoruðu mörk Lilleström í blálok leiksins en samantekt úr leiknum má sjá hér. Stefán Logi Magnússon lék allan leikinn í marki Lilleström og Björn Bergmann Sigurðarson fyrstu 62 mínúturnar. Þá skoraði Birkir Már Sævarsson fyrra mark Brann í 2-1 sigri á Álasundi. Gylfi Einarsson kom inn á sem varamaður á 35. mínútu en Ólafur Örn Bjarnason, nýráðinn þjálfari Grindavíkur, sat allan leikinn á bekknum. Veigar Páll Gunnarsson og Bjarni Ólafur Eiríksson léku allan leikinn þegar að Stabæk gerði 1-1 jafntefli við Sandefjord á útivelli. Pálmi Rafn Pálmason var á bekknum hjá Stabæk. Þá vann Odd Grenland 1-0 sigur á Hönefoss. Árni Gautur Arason stóð í marki fyrrnefnda liðsins og Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Hönefoss. Rosenborg og Tromsö eru á toppi deildarinnar með 30 stig eftir fjórtán umferðir. Lilleström er í fjórða sætinu með 23 stig, Odd Grenland í því sjötta með 21 stig og Stabæk er í sjöunda með 20 stig. Brann er í þrettánda sætinu með þrettán stig og Hönefoss í því fimmtánda með ellefu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Sjá meira