Umfjöllun: Í bikarúrslit á fimmtán mínútum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2010 17:33 Aron gat verið ánægður með strákana sína í dag. Það tók Hauka ekki nema um 15 mínútur að tryggja sér sæti í úrslitum Eimskipsbikars karla. Haukar tóku á móti HK að Ásvöllum í dag og unnu afar öruggan og sannfærandi sigur, 26-20. Það var aðeins eitt lið tilbúið í slaginn í dag og það voru Haukar. Leiddir af stórskyttunni Sigurbergi Sveinssyni keyrðu þeir HK í kaf strax í upphafi. Sigurbergur skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins en fyrsta mark HK kom ekki fyrr en eftir rúmar 6 mínútur. Annað markið kom eftir rúmar 16 mínútur. Þá höfðu Haukar komist i 8-1 og þeir litu aldrei til baka eftir það. Andleysi HK-manna í upphafi leiks var með hreinum ólíkindum. Það var ekki hægt að sjá að þetta lið væri mætt til þess að berjast um sæti í Höllinni. Stemningin minnti meira á æfingu á jóladag sem enginn nennir að taka þátt í. HK-menn vöknuðu allt of seint og þessar hræðilegu 15 mínútur dugðu Haukum til sigurs. HK minnkaði muninn í 5 mörk fyrir hlé en nær komst liðið aldrei. Sigurbergur frábær á upphafskaflanum og skoraði síðan mikilvæg mörk í síðari hálfleik. Hann eyðilagði samt tölfræðina hjá sér með sex lélegum skotum undir lokin sem öll klikkuðu. Birkir Ívar magnaður í markinu og vörnin fyrir framan hann stórkostleg. Haukavörnin klippti algjörlega á skyttur HK-liðsins sem náðu vart almennilegu skoti á markið. HK-menn voru lengstum ráðalausir gegn þessari vörn. Sveinbjörn Pétursson markvörður var eini maðurinn með meðvitund hjá HK í leiknum. Skilaði sínu og rúmlega það en aðrir leikmenn þurfa að slá sjálfa sig utan undir fyrir þessa hræðilegu frammistöðu í leiknum. Haukar-HK 26-20 (13-8) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 8/1 (17/2), Elías Már Halldórsson 5 (9), Björgvin Hólmgeirsson 5 (12), Freyr Brynjarsson 3 (6), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (4/1), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (2), Jónatan Jónsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (37/2) 46%. Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 3, Elías 2, Björgvin, Guðmundur). Fiskuð víti: 4 (Pétur, Gunnar Berg, Sigurbergur, Freyr). Utan vallar: 4 mín. Mörk HK (skot): Sverrir Hermannsson 6 (11), Ragnar Hjaltested 4/2 (6/2), Bjarki Már Elísson 2 (3), Valdimar Þórsson 2 (9), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Hákon Bridde 1 (3), Atli Ævar Ingólfsson 1 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (7), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1), Brynjar Hreggviðsson 1 (2). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 21/3 (47/4) 45%. Hraðaupphlaup: 6 (Hákon, Vilhelm, Valdimar, Sverrir, Brynjar, Ragnar). Fiskuð víti: 2 (Ólafur Víðir, Brynjar). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson & Jónas Elíasson, flottir. Olís-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Það tók Hauka ekki nema um 15 mínútur að tryggja sér sæti í úrslitum Eimskipsbikars karla. Haukar tóku á móti HK að Ásvöllum í dag og unnu afar öruggan og sannfærandi sigur, 26-20. Það var aðeins eitt lið tilbúið í slaginn í dag og það voru Haukar. Leiddir af stórskyttunni Sigurbergi Sveinssyni keyrðu þeir HK í kaf strax í upphafi. Sigurbergur skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins en fyrsta mark HK kom ekki fyrr en eftir rúmar 6 mínútur. Annað markið kom eftir rúmar 16 mínútur. Þá höfðu Haukar komist i 8-1 og þeir litu aldrei til baka eftir það. Andleysi HK-manna í upphafi leiks var með hreinum ólíkindum. Það var ekki hægt að sjá að þetta lið væri mætt til þess að berjast um sæti í Höllinni. Stemningin minnti meira á æfingu á jóladag sem enginn nennir að taka þátt í. HK-menn vöknuðu allt of seint og þessar hræðilegu 15 mínútur dugðu Haukum til sigurs. HK minnkaði muninn í 5 mörk fyrir hlé en nær komst liðið aldrei. Sigurbergur frábær á upphafskaflanum og skoraði síðan mikilvæg mörk í síðari hálfleik. Hann eyðilagði samt tölfræðina hjá sér með sex lélegum skotum undir lokin sem öll klikkuðu. Birkir Ívar magnaður í markinu og vörnin fyrir framan hann stórkostleg. Haukavörnin klippti algjörlega á skyttur HK-liðsins sem náðu vart almennilegu skoti á markið. HK-menn voru lengstum ráðalausir gegn þessari vörn. Sveinbjörn Pétursson markvörður var eini maðurinn með meðvitund hjá HK í leiknum. Skilaði sínu og rúmlega það en aðrir leikmenn þurfa að slá sjálfa sig utan undir fyrir þessa hræðilegu frammistöðu í leiknum. Haukar-HK 26-20 (13-8) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 8/1 (17/2), Elías Már Halldórsson 5 (9), Björgvin Hólmgeirsson 5 (12), Freyr Brynjarsson 3 (6), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (4/1), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (2), Jónatan Jónsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (37/2) 46%. Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 3, Elías 2, Björgvin, Guðmundur). Fiskuð víti: 4 (Pétur, Gunnar Berg, Sigurbergur, Freyr). Utan vallar: 4 mín. Mörk HK (skot): Sverrir Hermannsson 6 (11), Ragnar Hjaltested 4/2 (6/2), Bjarki Már Elísson 2 (3), Valdimar Þórsson 2 (9), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Hákon Bridde 1 (3), Atli Ævar Ingólfsson 1 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (7), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1), Brynjar Hreggviðsson 1 (2). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 21/3 (47/4) 45%. Hraðaupphlaup: 6 (Hákon, Vilhelm, Valdimar, Sverrir, Brynjar, Ragnar). Fiskuð víti: 2 (Ólafur Víðir, Brynjar). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson & Jónas Elíasson, flottir.
Olís-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni