Ævisparnaður hjá Kaupþingi varð að fimm þúsund krónum 19. maí 2010 03:00 Séreignasjóður starfsfólks Kaupþings fjárfesti eingöngu í hlutabréfum bankans. Þegar skilanefnd tók bankann yfir í október 2008 gufaði sparnaðurinn upp. Þeir starfsmenn bankans sem hér eru á myndinni tengjast ekki efni fréttarinnar. Fréttablaðið/gva Stór hluti starfsfólks gamla Kaupþings tapaði svo gott sem öllum viðbótarlífeyrissparnaði sínum sem það átti í séreignarsjóði Kaupþings fyrir starfsmenn. Sjóðurinn fjárfesti eingöngu í hlutabréfum bankans. Í lok september 2008 voru í sjóðnum tveir milljarðar króna. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin yfir í Kaupþingi í annarri viku október 2008 varð viðbótarlífeyrissparnaðurinn að engu. Yfirstjórn Kaupþings stofnaði sjóðinn árið 2002 og var starfsfólki í sjálfsvald sett hvort það lagði fyrir í sjóðinn. Enginn sérstakur ávinningur var því með fjárfestingu í honum annar en sá að tvinna saman hagsmuni starfsfólks og Kaupþings. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þegar halla tók undan fæti á hlutabréfamarkaði árið 2008 hafi stjórnendur bankans hvatt starfsfólk til að færa viðbótarlífeyrissparnað sinn yfir í séreignarsjóðinn. Undir það síðasta var þrýstingurinn allnokkur, jafnt frá stjórnendum sem öðru starfsfólki. Þeim sem ekki höfðu flutt sparnað sinn yfir var brigslað um að styðja ekki við bankann. Dæmi eru um að starfsmenn Kaupþings sem hófu störf hjá Búnaðarbankanum fyrir tíu til fimmtán árum og áttu nokkurra milljóna króna uppsafnaðan viðbótarlífeyrissparnað hjá Lífeyrissjóði bankamanna hafi látið undan þrýstingi frá samstarfsfólki sínu og flutt sparnað sinn yfir í séreignarsjóðinn nokkrum dögum fyrir fall bankans. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings leituðu ráða hjá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) vegna málsins skömmu eftir fall bankans og könnuðu hvort þeir gætu gert kröfu í bú hans. Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri SSF, segir ekki hægt að gera kröfu um séreignarsparnað. Séreignarsjóður starfsfólks Kaupþings er enn starfandi en fyrirhugað er að slíta honum. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka eru nú 9,5 milljónir króna í séreignarsjóði starfsmanna Kaupþings. Áður en til slita kemur verður eign sjóðsins dreift á meðal sjóðsfélaga. Miðað við að þeir séu jafn margir og í lok september 2008 fær hver um 5.463 krónur, sem verða fluttar í annan séreignarsjóð. jonab@frettabladid.is Efnahagsmál Fréttir Innlent Tengdar fréttir Athugasemd frá Arion banka Arion banki vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd við forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun: 19. maí 2010 12:23 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Stór hluti starfsfólks gamla Kaupþings tapaði svo gott sem öllum viðbótarlífeyrissparnaði sínum sem það átti í séreignarsjóði Kaupþings fyrir starfsmenn. Sjóðurinn fjárfesti eingöngu í hlutabréfum bankans. Í lok september 2008 voru í sjóðnum tveir milljarðar króna. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin yfir í Kaupþingi í annarri viku október 2008 varð viðbótarlífeyrissparnaðurinn að engu. Yfirstjórn Kaupþings stofnaði sjóðinn árið 2002 og var starfsfólki í sjálfsvald sett hvort það lagði fyrir í sjóðinn. Enginn sérstakur ávinningur var því með fjárfestingu í honum annar en sá að tvinna saman hagsmuni starfsfólks og Kaupþings. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þegar halla tók undan fæti á hlutabréfamarkaði árið 2008 hafi stjórnendur bankans hvatt starfsfólk til að færa viðbótarlífeyrissparnað sinn yfir í séreignarsjóðinn. Undir það síðasta var þrýstingurinn allnokkur, jafnt frá stjórnendum sem öðru starfsfólki. Þeim sem ekki höfðu flutt sparnað sinn yfir var brigslað um að styðja ekki við bankann. Dæmi eru um að starfsmenn Kaupþings sem hófu störf hjá Búnaðarbankanum fyrir tíu til fimmtán árum og áttu nokkurra milljóna króna uppsafnaðan viðbótarlífeyrissparnað hjá Lífeyrissjóði bankamanna hafi látið undan þrýstingi frá samstarfsfólki sínu og flutt sparnað sinn yfir í séreignarsjóðinn nokkrum dögum fyrir fall bankans. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings leituðu ráða hjá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) vegna málsins skömmu eftir fall bankans og könnuðu hvort þeir gætu gert kröfu í bú hans. Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri SSF, segir ekki hægt að gera kröfu um séreignarsparnað. Séreignarsjóður starfsfólks Kaupþings er enn starfandi en fyrirhugað er að slíta honum. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka eru nú 9,5 milljónir króna í séreignarsjóði starfsmanna Kaupþings. Áður en til slita kemur verður eign sjóðsins dreift á meðal sjóðsfélaga. Miðað við að þeir séu jafn margir og í lok september 2008 fær hver um 5.463 krónur, sem verða fluttar í annan séreignarsjóð. jonab@frettabladid.is
Efnahagsmál Fréttir Innlent Tengdar fréttir Athugasemd frá Arion banka Arion banki vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd við forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun: 19. maí 2010 12:23 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Athugasemd frá Arion banka Arion banki vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd við forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun: 19. maí 2010 12:23