Kyrrstaða kostar 75 milljarða á mánuði Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 29. janúar 2010 06:00 Í morgunútvarpinu á Rás 2 26. janúar, var viðtal við tvo fjölskyldumenn, prest og fjölmiðlafræðing sem eru að flytja úr landi til Noregs á næstu mánuðum. Þeir sjá ekki framtíð í því að búa á Íslandi við þá óvissu og kyrrstöðu sem nú ríkir í efnahagsmálum. Kyrrstaðan veldur því að stöðugt bætist við þá 15.329 sem skráðir voru atvinnulausir um áramótin. Þeir sem þó eru með vinnu eru á skertum launum. Meðan þetta ástand varir eiga einstaklingar og fyrirtæki erfitt með að ná endum saman og greiða því lítið upp í skuldir og mun minni skatta en ella. Ríkið er rekið með tapi og safnar skuldum og upp safnast vaxtakostnaður hjá einstaklingum, fyrirtækjum og ríkissjóði, sjóði allra landsmanna. Undirritaður hvetur fjölmiðla til þess að afla sér upplýsinga frá fremstu hagfræðingum um það hvað þessi kyrrstaða kostar og hvernig má rjúfa hana. Hér á eftir er gerð tilraun til þess að svara þessum spurningum sem mikilvægt er að fá svar við. Að jafnaði vex íslenska hagkerfið um 3% á ári. Þjóðarframleiðslan er nú um 1.500 milljarðar kr. á ári. Að öðru jöfnu mætti því búast við því að þjóðarframleiðslan á næsta ári yrði 1.545 M.kr. ári síðar 1.591 M.kr. og svo framvegis eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu og línuriti. Ef kyrrstaða ríkir þá er ekki vöxtur í þjóðarframleiðslu. Standi þessi kyrrstaða í eitt ár (12 mánuði) þá verður þjóðarframleiðsla næsta árs 45 M.kr. minni en vænta mætti við venjulegar aðstæður. Sama á við um öll árin sem á eftir fylgja. Þjóðarframleiðslan er á hverju ári 3% minni en hún hefði verið ef kyrrstaða hefði ekki ríkt í eitt ár. Reiknað til núvirðis nemur töpuð framtíðarþjóðarframleiðsla af kyrrstöðu í eitt ár 900 til 2.250 M.kr. eftir því með hvaða ávöxtun er reiknað (5% til 8%). Kostnaðurinn af kyrrstöðu nemur því að lágmarki 75 M.kr. á mánuði miðað við ofangreindar einfaldar forsendur. Ofangreind rök sýna að kyrrstaða er þjóðinni dýr í atvinnuleysi, landflótta og tapaðri þjóðarframleiðslu. Miklu er því fórnandi til þess að rjúfa hana. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og væntanlega allir Íslendingar sem láta sér annt um framtíð þessarar þjóðar og þeirra einstaklinga sem mest líða fyrir atvinnuleysi og kyrrstöðu. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og ríkisstjórn Íslands hafa sagt að sátt við alþjóðasamfélagið og samningur við Norðurlöndin og alþjóðlegar fjármálastofnanir, þar á meðal AGS, sé forsenda fyrir því að fjármagn fáist til þess að endurfjármagna skuldir ríkissjóðs, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og sveitafélaganna. Þetta fjármagn er síðan forsenda fyrir því að leiðrétta gengi krónunnar til hækkunar og lækka vexti innanlands og jafnframt bæta þau vaxtakjör sem Íslandi bjóðast erlendis. Þessar fjárhagslegu forsendur eru nauðsynlegar til þess að ná hagvexti á ný og rjúfa kyrrstöðuna sem við erum í. Margir hafa bent á að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir sátt við alþjóðasamfélagið. Það er beisk pilla að kyngja. Hafa verður þó í huga að það eina sem þarf til þess að ná samkomulagi í Icesave-deilunni er að skrifa upp á skuldabréf sem reiknað hefur verið að núvirði til 189 milljarða króna. Með öðrum orðum lausnin snýst um peninga. Hvað kostar að skrifa upp á skuldabréfið og hvað kostar að skrifa ekki upp á skuldabréfið. Sé sú tilgáta rétt að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna og ná 3% hagvexti á ný þá er rökrétt ákvörðun auðveld. Hver mánuður sem líður án þess að eðlilegum 3% hagvexti sé náð kostar þjóðina 75 milljarða króna Icesave-skuldbréfið kostar minna en þriggja mánaða kyrrstaða. Náum sátt við alþjóðasamfélagið, eyðum óvissu, rjúfum kyrrstöðu og stuðlum að hagvexti, minnkandi atvinnuleysi og hærri launum. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í morgunútvarpinu á Rás 2 26. janúar, var viðtal við tvo fjölskyldumenn, prest og fjölmiðlafræðing sem eru að flytja úr landi til Noregs á næstu mánuðum. Þeir sjá ekki framtíð í því að búa á Íslandi við þá óvissu og kyrrstöðu sem nú ríkir í efnahagsmálum. Kyrrstaðan veldur því að stöðugt bætist við þá 15.329 sem skráðir voru atvinnulausir um áramótin. Þeir sem þó eru með vinnu eru á skertum launum. Meðan þetta ástand varir eiga einstaklingar og fyrirtæki erfitt með að ná endum saman og greiða því lítið upp í skuldir og mun minni skatta en ella. Ríkið er rekið með tapi og safnar skuldum og upp safnast vaxtakostnaður hjá einstaklingum, fyrirtækjum og ríkissjóði, sjóði allra landsmanna. Undirritaður hvetur fjölmiðla til þess að afla sér upplýsinga frá fremstu hagfræðingum um það hvað þessi kyrrstaða kostar og hvernig má rjúfa hana. Hér á eftir er gerð tilraun til þess að svara þessum spurningum sem mikilvægt er að fá svar við. Að jafnaði vex íslenska hagkerfið um 3% á ári. Þjóðarframleiðslan er nú um 1.500 milljarðar kr. á ári. Að öðru jöfnu mætti því búast við því að þjóðarframleiðslan á næsta ári yrði 1.545 M.kr. ári síðar 1.591 M.kr. og svo framvegis eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu og línuriti. Ef kyrrstaða ríkir þá er ekki vöxtur í þjóðarframleiðslu. Standi þessi kyrrstaða í eitt ár (12 mánuði) þá verður þjóðarframleiðsla næsta árs 45 M.kr. minni en vænta mætti við venjulegar aðstæður. Sama á við um öll árin sem á eftir fylgja. Þjóðarframleiðslan er á hverju ári 3% minni en hún hefði verið ef kyrrstaða hefði ekki ríkt í eitt ár. Reiknað til núvirðis nemur töpuð framtíðarþjóðarframleiðsla af kyrrstöðu í eitt ár 900 til 2.250 M.kr. eftir því með hvaða ávöxtun er reiknað (5% til 8%). Kostnaðurinn af kyrrstöðu nemur því að lágmarki 75 M.kr. á mánuði miðað við ofangreindar einfaldar forsendur. Ofangreind rök sýna að kyrrstaða er þjóðinni dýr í atvinnuleysi, landflótta og tapaðri þjóðarframleiðslu. Miklu er því fórnandi til þess að rjúfa hana. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og væntanlega allir Íslendingar sem láta sér annt um framtíð þessarar þjóðar og þeirra einstaklinga sem mest líða fyrir atvinnuleysi og kyrrstöðu. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og ríkisstjórn Íslands hafa sagt að sátt við alþjóðasamfélagið og samningur við Norðurlöndin og alþjóðlegar fjármálastofnanir, þar á meðal AGS, sé forsenda fyrir því að fjármagn fáist til þess að endurfjármagna skuldir ríkissjóðs, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og sveitafélaganna. Þetta fjármagn er síðan forsenda fyrir því að leiðrétta gengi krónunnar til hækkunar og lækka vexti innanlands og jafnframt bæta þau vaxtakjör sem Íslandi bjóðast erlendis. Þessar fjárhagslegu forsendur eru nauðsynlegar til þess að ná hagvexti á ný og rjúfa kyrrstöðuna sem við erum í. Margir hafa bent á að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir sátt við alþjóðasamfélagið. Það er beisk pilla að kyngja. Hafa verður þó í huga að það eina sem þarf til þess að ná samkomulagi í Icesave-deilunni er að skrifa upp á skuldabréf sem reiknað hefur verið að núvirði til 189 milljarða króna. Með öðrum orðum lausnin snýst um peninga. Hvað kostar að skrifa upp á skuldabréfið og hvað kostar að skrifa ekki upp á skuldabréfið. Sé sú tilgáta rétt að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna og ná 3% hagvexti á ný þá er rökrétt ákvörðun auðveld. Hver mánuður sem líður án þess að eðlilegum 3% hagvexti sé náð kostar þjóðina 75 milljarða króna Icesave-skuldbréfið kostar minna en þriggja mánaða kyrrstaða. Náum sátt við alþjóðasamfélagið, eyðum óvissu, rjúfum kyrrstöðu og stuðlum að hagvexti, minnkandi atvinnuleysi og hærri launum. Höfundur er rekstrarhagfræðingur.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun