Átta hugmyndir um að efla norrænt samstarf Svavar Gestsson skrifar 16. desember 2010 06:00 Síðasta þing Norðurlandaráðs, sem haldið var í Reykjavík, var merkilegt fyrir margra hluta sakir. Umræðan á þinginu var málefnaleg og fjölmiðlar sáu ástæðu til að fjalla um annað en pappírshauga og móttökur. Eitt af því sem kom til umræðu var sú ákvörðun dönsku stjórnarinnar að vísa úr landi fólki frá öðrum Norðurlöndum sem þarf félagslega aðstoð enda hafi viðkomandi búið í Danmörku skemur en þrjú ár. Ekkert annað ríki á Norðurlöndunum framkvæmir norræna félagsmálasáttmálann með þessum hætti. Það er með öðrum orðum ekkert í norrænum sáttmálum sem bannar ríkjunum að framkvæma þennan sáttmála öðru vísi en Danir gera. Þetta er spurning um pólitískan vilja.Pólitískara samstarf Umræðan um brottvísun fólks frá Danmörku kallar á aðra umræðu, þá, hvort á að gera norræna samstarfið pólitískara en það er. Hversu langt á að ganga í norrænu samstarfi? Það fer ekki fram hjá neinum að norrænt samstarf er sumpart stirt og þungt í vöfum, breytingar taka langan tíma og það þarf greinilega að hrista upp í norrænu samstarfi. Á að gera norrænt samstarf pólitískara en það er? Einn af leiðtogum Norðmanna í Norðurlandaráði, Dagfinn Hoybråten, hefur sett fram þá hugmynd en hún er enn ekki útfærð heldur er hún til umræðu. Í þeirri umræðu finnst mér að það mætti skoða eftirfarandi þætti: 1. Að auka samstarf og jafnvel stuðla að samruna ráðherranefndanna og þingmannastarfsins. Venjan er sú í norrænu samstarfi að þingmennirnir eiga að mynda eins konar stjórnarandstöðu við ríkisstjórnirnar. Þetta er oft hrein gervistjórnarandstaða vegna þess að oft eru þingmennirnir líka stuðningsmenn ríkisstjórna í landi sínu. Auðvitað! 2. Á hluti af starfsliði ráðherranefndanna í dag að flytjast til landanna, vitaskuld þannig að kostnaðurinn yrði áfram borinn uppi af sameiginlegum sjóðum. En tilgangurinn væri meðal annars sá að færa verkefni Norðurlandaráðs og norrænu ráðherranefndanna nær þjóðunum. 3. Öll Norðurlöndin eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Á að stofna sameiginlega Evrópunefnd á vettvangi norræns samstarfs sem sinnir aðlögun Evrópureglna að norrænum reglum þannig að ekki verði til gjár misskilnings og togstreitu að óþörfu við framkvæmd reglnanna? Karin Elleman Jensen hefur sett fram þessa hugmynd en hún er samstarfsráðherra Dana. 4. Sjálfsagt er að auka norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Ekki aðeins á milli landanna á norrænu landsvæði heldur við verkefni á alþjóðlegum vettvangi. 5. Hið sama er að segja um samstarf Norðurlandanna við verkefni í þróunarlöndunum. Þar er mikið verk að vinna sem gæti skilað öllum, ekki síst þeim sem taka við aðstoð, mikilvægum ávinningi. 6. Á að stofna samstarfsnefnd á vettvangi Norðurlandaráðs sem hefur formlega yfirsýn yfir norrænt samstarf á alþjóðavettvangi eins og hjá Sameinuðu þjóðunum, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Alþjóðavinnumálastofnuninni, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðaviðskiptastofnuninni svo nokkuð sé nefnt? 7. Á að opna fyrir aðild norrænu félaganna að hinu formlega opinbera norræna samstarfi með beinum hætti? Norrænu félögin eru veik, félagsmenn eru fáir. Það þarf að efla félögin. Hér er nefnd hugmynd sem gæti hleypt lífi í þau. 8. Skipulega hefur verið unnið að því á undanförnum árum að rífa niður landamærahindranir milli Norðurlandanna. En sú starfsemi hefur eingöngu beinst að hinu opinbera. Hvað með fyrirtækin? A) Símafyrirtækin þar sem hvert land hefur sitt landsnúmer? B) Hvað með bankana sem tekur þrjá sólarhringa að millifæra fjármuni fólks sem þarf á yfirfærslum að halda? C) Hvað með bílasölur og bílaskráningar? D) Hvað með fasteignaskipti? Þúsundir Dana vinna á Skáni en búa í Danmörku. Þetta fólk þarf að klífa himinbjörg af eyðublöðum við koma sér fyrir. E) Og loks: Hvað með ríkin sjálf eins og í ákvörðunum um óbeina skatta? Hér hafa verið settar fram átta hugmyndir til að hrista upp í norrænu samstarfi til að gera það skilvirkara gagnvart fólkinu. En líka til að gera Norðurlönd sterkari í heiminum - enn sterkri en þau eru í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta þing Norðurlandaráðs, sem haldið var í Reykjavík, var merkilegt fyrir margra hluta sakir. Umræðan á þinginu var málefnaleg og fjölmiðlar sáu ástæðu til að fjalla um annað en pappírshauga og móttökur. Eitt af því sem kom til umræðu var sú ákvörðun dönsku stjórnarinnar að vísa úr landi fólki frá öðrum Norðurlöndum sem þarf félagslega aðstoð enda hafi viðkomandi búið í Danmörku skemur en þrjú ár. Ekkert annað ríki á Norðurlöndunum framkvæmir norræna félagsmálasáttmálann með þessum hætti. Það er með öðrum orðum ekkert í norrænum sáttmálum sem bannar ríkjunum að framkvæma þennan sáttmála öðru vísi en Danir gera. Þetta er spurning um pólitískan vilja.Pólitískara samstarf Umræðan um brottvísun fólks frá Danmörku kallar á aðra umræðu, þá, hvort á að gera norræna samstarfið pólitískara en það er. Hversu langt á að ganga í norrænu samstarfi? Það fer ekki fram hjá neinum að norrænt samstarf er sumpart stirt og þungt í vöfum, breytingar taka langan tíma og það þarf greinilega að hrista upp í norrænu samstarfi. Á að gera norrænt samstarf pólitískara en það er? Einn af leiðtogum Norðmanna í Norðurlandaráði, Dagfinn Hoybråten, hefur sett fram þá hugmynd en hún er enn ekki útfærð heldur er hún til umræðu. Í þeirri umræðu finnst mér að það mætti skoða eftirfarandi þætti: 1. Að auka samstarf og jafnvel stuðla að samruna ráðherranefndanna og þingmannastarfsins. Venjan er sú í norrænu samstarfi að þingmennirnir eiga að mynda eins konar stjórnarandstöðu við ríkisstjórnirnar. Þetta er oft hrein gervistjórnarandstaða vegna þess að oft eru þingmennirnir líka stuðningsmenn ríkisstjórna í landi sínu. Auðvitað! 2. Á hluti af starfsliði ráðherranefndanna í dag að flytjast til landanna, vitaskuld þannig að kostnaðurinn yrði áfram borinn uppi af sameiginlegum sjóðum. En tilgangurinn væri meðal annars sá að færa verkefni Norðurlandaráðs og norrænu ráðherranefndanna nær þjóðunum. 3. Öll Norðurlöndin eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Á að stofna sameiginlega Evrópunefnd á vettvangi norræns samstarfs sem sinnir aðlögun Evrópureglna að norrænum reglum þannig að ekki verði til gjár misskilnings og togstreitu að óþörfu við framkvæmd reglnanna? Karin Elleman Jensen hefur sett fram þessa hugmynd en hún er samstarfsráðherra Dana. 4. Sjálfsagt er að auka norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Ekki aðeins á milli landanna á norrænu landsvæði heldur við verkefni á alþjóðlegum vettvangi. 5. Hið sama er að segja um samstarf Norðurlandanna við verkefni í þróunarlöndunum. Þar er mikið verk að vinna sem gæti skilað öllum, ekki síst þeim sem taka við aðstoð, mikilvægum ávinningi. 6. Á að stofna samstarfsnefnd á vettvangi Norðurlandaráðs sem hefur formlega yfirsýn yfir norrænt samstarf á alþjóðavettvangi eins og hjá Sameinuðu þjóðunum, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Alþjóðavinnumálastofnuninni, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðaviðskiptastofnuninni svo nokkuð sé nefnt? 7. Á að opna fyrir aðild norrænu félaganna að hinu formlega opinbera norræna samstarfi með beinum hætti? Norrænu félögin eru veik, félagsmenn eru fáir. Það þarf að efla félögin. Hér er nefnd hugmynd sem gæti hleypt lífi í þau. 8. Skipulega hefur verið unnið að því á undanförnum árum að rífa niður landamærahindranir milli Norðurlandanna. En sú starfsemi hefur eingöngu beinst að hinu opinbera. Hvað með fyrirtækin? A) Símafyrirtækin þar sem hvert land hefur sitt landsnúmer? B) Hvað með bankana sem tekur þrjá sólarhringa að millifæra fjármuni fólks sem þarf á yfirfærslum að halda? C) Hvað með bílasölur og bílaskráningar? D) Hvað með fasteignaskipti? Þúsundir Dana vinna á Skáni en búa í Danmörku. Þetta fólk þarf að klífa himinbjörg af eyðublöðum við koma sér fyrir. E) Og loks: Hvað með ríkin sjálf eins og í ákvörðunum um óbeina skatta? Hér hafa verið settar fram átta hugmyndir til að hrista upp í norrænu samstarfi til að gera það skilvirkara gagnvart fólkinu. En líka til að gera Norðurlönd sterkari í heiminum - enn sterkri en þau eru í dag.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun