Fyrningarleiðin svikin Björgvin Guðmudsson skrifar 1. október 2010 10:00 Þegar þetta er ritað er allt útlit fyrir að fyrningarleiðin í sjávarútvegi verði svikin. Þetta var stærsta kosningamál Samfylkingarinnar í síðustu þingkosningum. Það má fullyrða að loforð Samfylkingarinnar um að fyrna aflaheimildir á 20 árum hafi fært henni það fylgi, sem dugði til þess að hún kæmist til valda. Ég fullyrði, að ef Samfylkingin hefði ekki lofað fyrningarleiðinni í sjávarútveginum væri hún ekki við völd í dag.Tvær leiðir lagðar fram Nefndin,sem skipuð var til þess að fjalla um útfærslu fyrningarleiðarinnar leggur til tvær leiðir: Samningaleið og leigutilboðsleið. Samningaleið byggir á því að kerfið verði að mestu óbreytt, útgerðin haldi veiðiheimildum sínum, fái 80-95% aflaheimilda en 5-20% fari í sérstakan pott. Úr þessum potti verði úthlutað eftir byggðasjónarmiðum og jafnvel eitthvað sett á uppboðsmarkað. Reiknað er með að útgerðin greiði eitthvað gjald fyrir veiðiheimildirnar. Talað er um að útgerðin fái jafnvel veiðiheimildir til langs tíma. Ef það verður stendur útgerðin og kvótakóngarnir betur að vígi en samkvæmt eldra kerfi. Það er þá verr af stað farið en heima setið. Hin leiðin sem nefndin hefur fjallað um og lögð er einnig fram er leigutilboðsleið. Það er útfærsla á fyrningarleið. Gert er þar ráð fyrir, að útgerðin bjóði í aflaheimildarnar og greiði fyrir eitt ár í senn. Áætlað er, að þessi leið gæfi 15 milljarða í tekjur fyrir ríkið á ári en samningaleiðin aðeins 1 milljarð.Alger svik á kosningaloforði Ég tel niðurstöðu svokallaðrar sáttanefndar algjör svik á kosningaloforði Samfylkingarinnar og svik á ákvæði stjórnarsáttmálans um að fara fyrningarleiðina á 20 árum. Það er auðvitað fræðilegur möguleiki á því að ríkisstjórnin fari ekki eftir tillögum „sáttanefndar". En með því að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra er og hefur alltaf verið andvígur fyrningarleiðinni eru litlar líkur á að ríkisstjórnin ýti áliti nefndarinnar út af borðinu. Frá fyrsta degi hefur Jón Bjarnason dregið lappirnar í þessu máli. Hann hefur verið á móti fyrningarleiðinni og það var ljóst, að ætlun hans var sú, að nefndin mundi leggja fram einhverja moðsuðu eða tillögur, sem fælu ekki í sér fulla framkvæmd á fyrningarleiðinni. Það hefur gerst. Að mínu mati var það út í hött að skipa nefnd með fulltrúum frá LÍÚ til þess að fjalla um fyrningarleiðina. Vitað var að samtök útgerðarinnar voru á móti fyrningarleiðinni. Á meðan þau töldu,að halda ætti við ákvæði stjórnarsáttmálans neituðu fulltrúar þeirra að mæta í nefndinni. Þá fóru fyrirsvarsmenn nefndarinnar að hörfa í málinu og það dugði til þess að LÍÚ fór að mæta aftur. Útgerðarmenn höguðu sér í þessu máli eins og óþekkur krakki. Guðbjartur Hannesson og aðrir fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinn hafa munað vel eftir útgerðarmönnum við nefndarstarfið og hafa reynt að þóknast þeim. En þeir gleymdu einum aðila. Þeir gleymdu kjósendum. Kjósendum var lofað fyrningarleið á 20 árum. Það er nú verið að svíkja það. Hvar eru nú nýju vinnubrögðin, sem átti að taka upp eftir hrun. Átti ekki að hætta að svíkja kosningaloforðin? Átti ekki að virða vilja kjósenda og standa við gefin loforð. Jú, því var heitið. Ef ríkisstjórnin svíkur fyrningarleiðina getur hún farið strax frá. Hún hefur þá fyrirgert rétti sínum til þess að sitja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er ritað er allt útlit fyrir að fyrningarleiðin í sjávarútvegi verði svikin. Þetta var stærsta kosningamál Samfylkingarinnar í síðustu þingkosningum. Það má fullyrða að loforð Samfylkingarinnar um að fyrna aflaheimildir á 20 árum hafi fært henni það fylgi, sem dugði til þess að hún kæmist til valda. Ég fullyrði, að ef Samfylkingin hefði ekki lofað fyrningarleiðinni í sjávarútveginum væri hún ekki við völd í dag.Tvær leiðir lagðar fram Nefndin,sem skipuð var til þess að fjalla um útfærslu fyrningarleiðarinnar leggur til tvær leiðir: Samningaleið og leigutilboðsleið. Samningaleið byggir á því að kerfið verði að mestu óbreytt, útgerðin haldi veiðiheimildum sínum, fái 80-95% aflaheimilda en 5-20% fari í sérstakan pott. Úr þessum potti verði úthlutað eftir byggðasjónarmiðum og jafnvel eitthvað sett á uppboðsmarkað. Reiknað er með að útgerðin greiði eitthvað gjald fyrir veiðiheimildirnar. Talað er um að útgerðin fái jafnvel veiðiheimildir til langs tíma. Ef það verður stendur útgerðin og kvótakóngarnir betur að vígi en samkvæmt eldra kerfi. Það er þá verr af stað farið en heima setið. Hin leiðin sem nefndin hefur fjallað um og lögð er einnig fram er leigutilboðsleið. Það er útfærsla á fyrningarleið. Gert er þar ráð fyrir, að útgerðin bjóði í aflaheimildarnar og greiði fyrir eitt ár í senn. Áætlað er, að þessi leið gæfi 15 milljarða í tekjur fyrir ríkið á ári en samningaleiðin aðeins 1 milljarð.Alger svik á kosningaloforði Ég tel niðurstöðu svokallaðrar sáttanefndar algjör svik á kosningaloforði Samfylkingarinnar og svik á ákvæði stjórnarsáttmálans um að fara fyrningarleiðina á 20 árum. Það er auðvitað fræðilegur möguleiki á því að ríkisstjórnin fari ekki eftir tillögum „sáttanefndar". En með því að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra er og hefur alltaf verið andvígur fyrningarleiðinni eru litlar líkur á að ríkisstjórnin ýti áliti nefndarinnar út af borðinu. Frá fyrsta degi hefur Jón Bjarnason dregið lappirnar í þessu máli. Hann hefur verið á móti fyrningarleiðinni og það var ljóst, að ætlun hans var sú, að nefndin mundi leggja fram einhverja moðsuðu eða tillögur, sem fælu ekki í sér fulla framkvæmd á fyrningarleiðinni. Það hefur gerst. Að mínu mati var það út í hött að skipa nefnd með fulltrúum frá LÍÚ til þess að fjalla um fyrningarleiðina. Vitað var að samtök útgerðarinnar voru á móti fyrningarleiðinni. Á meðan þau töldu,að halda ætti við ákvæði stjórnarsáttmálans neituðu fulltrúar þeirra að mæta í nefndinni. Þá fóru fyrirsvarsmenn nefndarinnar að hörfa í málinu og það dugði til þess að LÍÚ fór að mæta aftur. Útgerðarmenn höguðu sér í þessu máli eins og óþekkur krakki. Guðbjartur Hannesson og aðrir fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinn hafa munað vel eftir útgerðarmönnum við nefndarstarfið og hafa reynt að þóknast þeim. En þeir gleymdu einum aðila. Þeir gleymdu kjósendum. Kjósendum var lofað fyrningarleið á 20 árum. Það er nú verið að svíkja það. Hvar eru nú nýju vinnubrögðin, sem átti að taka upp eftir hrun. Átti ekki að hætta að svíkja kosningaloforðin? Átti ekki að virða vilja kjósenda og standa við gefin loforð. Jú, því var heitið. Ef ríkisstjórnin svíkur fyrningarleiðina getur hún farið strax frá. Hún hefur þá fyrirgert rétti sínum til þess að sitja.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar