Keppt til úrslita í Leiktu betur 11. nóvember 2010 11:00 Eiga titil að verja Birkir Sigurjónsson, Benjamín Björn Hinriksson og Ingunn Lára Kristjánsdóttir eru í liði MH í ár. Á myndina vantar Unu Hildardóttur sem einnig er í liðinu. fréttablaðið/ANton „Þetta leikhússport er rosa mikið „költ“,“ segir Bryndís Ingvarsdóttir, einn af skipuleggjendum Leiktu betur keppninnar í ár. Úrslit keppninnar verða annað kvöld. Leiktu betur er spunakeppni framhaldsskólanna. Keppnin gengur þannig fyrir sig að tvö lið með fjórum keppendum koma upp á svið og framkvæma spuna út frá nokkrum fyrir fram gefnum atriðum. „Það eru oftast mestu kjánarnir og vitleysingarnir sem taka þátt fyrir sinn skóla,“ segir Bryndís, en tíu skólar keppa í ár. Það eru MH, MR, Kvennó, MK, MS, MA, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Mosfellsbæjar og Verzlunarskólinn. Spurð af hverju fáir kannist við keppnina, sem þó hefur verið haldin frá 2002, segir hún leikhússportið einfaldlega ekki henta öllum. „Það virðast fáir þora að taka þátt og kannski er það þess vegna sem fólk mætir ekki til að horfa á,“ segir Bryndís og bætir við að keppnin eigi ekki heima í sjónvarpi eins og Gettu betur. „Þetta yrði bara ekki eins flott í sjónvarpi.“ Sigurliðið frá því í fyrra, MH, hefur oftast unnið keppnina og því er vert að vita hvort liðsmenn Hamrahlíðarliðsins stefna á sigur í ár. „Ég held að við eigum alveg jafn mikinn séns og aðrir skólar á að vinna í ár,“ segir Benjamín Björn Hinriksson, liðsmaður MH, og segist ekkert vita við hverju eigi að búast af hinum skólunum. „Við hittumst bara á hverjum degi og förum yfir þá spuna sem við erum sterkust í,“ segir Björn spurður út í undirbúninginn. Keppnin fer fram í Tjarnarbíói klukkan 20 annað kvöld, föstudagskvöld, og kostar ekkert inn.- ka Lífið Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Fleiri fréttir „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Sjá meira
„Þetta leikhússport er rosa mikið „költ“,“ segir Bryndís Ingvarsdóttir, einn af skipuleggjendum Leiktu betur keppninnar í ár. Úrslit keppninnar verða annað kvöld. Leiktu betur er spunakeppni framhaldsskólanna. Keppnin gengur þannig fyrir sig að tvö lið með fjórum keppendum koma upp á svið og framkvæma spuna út frá nokkrum fyrir fram gefnum atriðum. „Það eru oftast mestu kjánarnir og vitleysingarnir sem taka þátt fyrir sinn skóla,“ segir Bryndís, en tíu skólar keppa í ár. Það eru MH, MR, Kvennó, MK, MS, MA, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Mosfellsbæjar og Verzlunarskólinn. Spurð af hverju fáir kannist við keppnina, sem þó hefur verið haldin frá 2002, segir hún leikhússportið einfaldlega ekki henta öllum. „Það virðast fáir þora að taka þátt og kannski er það þess vegna sem fólk mætir ekki til að horfa á,“ segir Bryndís og bætir við að keppnin eigi ekki heima í sjónvarpi eins og Gettu betur. „Þetta yrði bara ekki eins flott í sjónvarpi.“ Sigurliðið frá því í fyrra, MH, hefur oftast unnið keppnina og því er vert að vita hvort liðsmenn Hamrahlíðarliðsins stefna á sigur í ár. „Ég held að við eigum alveg jafn mikinn séns og aðrir skólar á að vinna í ár,“ segir Benjamín Björn Hinriksson, liðsmaður MH, og segist ekkert vita við hverju eigi að búast af hinum skólunum. „Við hittumst bara á hverjum degi og förum yfir þá spuna sem við erum sterkust í,“ segir Björn spurður út í undirbúninginn. Keppnin fer fram í Tjarnarbíói klukkan 20 annað kvöld, föstudagskvöld, og kostar ekkert inn.- ka
Lífið Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Fleiri fréttir „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Sjá meira