Samgöngur og veggjöld 1. október 2010 06:00 Nú eru um tvö ár síðan Hrunið skall á okkur Íslendingum. Þá fór meira og minna allt þjóðfélagið í baklás og ennþá er margt í frosti, sérstaklega allt sem snýr að mannvirkjagerð. Það sem hefur verið í gangi í mannvirkjum er að klára verk eins og Héðinsfjarðargöng, Landeyjahöfn og Tónlistarhús, en ekkert stórverk er hafið eftir hrun og óvíst er hvenær eitthvað gerist í þeim málum. Stjórnvöld virðast hafa litlar áhyggjur af dauðum mannvirkjageira, allavega í samanburði við hversu hratt var brugðist við þegar ferðamannaatvinnuvegurinn fékk sitt gosáfall í vor. Nú er svo komið að margir tæknimenn landsins leita sér vinnu erlendis eða eru atvinnulausir og verktakar landsins eru flestir að hætta starfsemi. Það vill svo til að allt okkar daglega líf byggir á því að mannvirkjastarfsemin sé í lagi, því húsin okkar, heitt og kalt vatn, rafmagn, gagnanet, samgöngur og margt fleira eru okkar mannvirki sem þarf að viðhalda og þróa. Biðin eftir því að eitthvað fari í gang í mannvirkjagerð á Íslandi er orðin löng, þrátt fyrir fyrirheit um annað í stöðugleikasáttmálanum og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Nú er rætt um átak í vegagerð sem má ekki vera ríkisframkvæmd og verða því veggjöld að standa undir slíkum framkvæmdum. Þann 7. september síðastliðinn var fundur um þessi mál þar sem samgönguráðuneytið, fjármálaráðuneytið, Vegagerðin og lífeyrissjóðirnir ræddu um mögulegt samstarf við átak í samgöngumálum og finnst mörgum að þessi fundur hafi verið haldinn einu ári of seint. Stóra málið varðandi þetta átak er fjármögnun þess og er aðallega rætt um veggjöld í því sambandi og þá hvernig þau skuli innheimt. Samkvæmt glærum Vegamálastjóra sem hann fór í gegnum á fundinum 7. september (glærurnar eru aðgengilegar á heimasíðu Vegagerðarinnar) er helst rætt um ýmsar útfærslur á tollhliðum og að GPS-tæknin geti leyst tollhliðin af eftir sjö til tíu ár. Af glærunum má áætla að vegtollar gætu numið um 1 milljarði kr. á ári af Suðurlandsvegi og í framhaldi af því má áætla að aðrir vegtollar (Vesturlandsvegur, Reykjanesbraut og Vaðlaheiðargöng) gætu numið um 1 til 2 milljörðum kr. og vegtollar því samtals á landinu um 2 til 3 milljarðar kr. á ári þegar umræddir vegkaflar væru allir komnir í gagnið. Samkvæmt norskri reynslu kostar innheimtan á vegtolli um 15% af vegtollsupphæðinni og því nýtist aðeins um 85% af innheimtum vegtolli til samgöngubóta. Má því segja að 15% af vegtollsupphæðinni fari til spillis miðað við að annað innheimtuform finnist. Hér er spurt hvort vegtollar séu besta aðferðin við að ná inn tekjum fyrir þær vegaframkvæmdir sem eru á borðum núna og hvort ekki sé einfaldara og réttlátara að hækka bensín- og olíugjald um t.d. 6 til 7 kr. á hvern lítra, en slík hækkun gæfi af sér um 2 til 2,5 milljarða kr. á ári. Ef Suðurlandsvegurinn er skoðaður, þá er í dæmi Vegamálastjóra um innheimtu þar lagt til að Hvergerðingur sem vinnur í Reykjavík greiði 380 kr. í vegtoll fyrir vinnuferðina sína sem gerir um 80 þ.kr. á ári. Strangt til getið eru lítil umferðarvandræði hjá þessum Hvergerðingi sem keyrir Suðurlandsveginn þegar þar er lítill umferðarþungi. Breikkun Suðurlandsvegar hjálpar mest þeim sem keyra veginn um helgar í umferðarþunga og fyrir vegfaranda sem fer t.d. 20 helgarferðir á ári um Suðurlandsveg verður vegtollurinn 7.600 kr. á ári eða innan við 10% af því sem Hvergerðingurinn gæti þurft að greiða. Til samanburðar er kostnaðarauki bíls sem ekið er 12.000 km/ári með meðaleyðslu 12 l/100km um 10.000 kr. á ári ef hækkun eldsneytisgjalds er 7 kr. á lítrann. Nú segja líklega sumir þeirra sem sjaldan keyra Suðurlandsveg og aðra þá vegi sem verða breikkaðir/endurgerðir, af hverju á ég að greiða 10.000 kr. á ári í formi hækkaðs eldsneytisgjalds til að fjármagna þessar vegaframkvæmdir? Svarið við þessari spurningu er að umræddar vegaframkvæmdir og framhald þeirra er að nýtast flestum vegfarendum landsins og hingað til hefur mest af eldsneytisgjöldum landsins komið af Höfuðborgarsvæðinu til að byggja upp vegi landsins og svo verður um ókomin ár. Hér er því lagt til að fjármagna ný verkefni í samstarfi með lífeyrissjóðunum með hækkuðu eldsneytisgjaldi og eftir sjö til tíu ár verður endurskoðað hvort GPS-tæknin tekur þá við til að innheimta veggjöld í samræmi við ekna kílómetra á hverjum stað, en slíkt er í bígerð víða í Evrópu. Það að setja upp vegtolla hér og þar verður örugglega óvinsælt enda er oft lítið réttlæti í vegtollunum nema þá í tilfellum eins og Hvalfjarðargöngum og Vaðlaheiðargöngum þar sem vegfarandinn er að spara sér vegalengdir og tíma og hefur val um það hvort hann fer tollaða leið. Í mínum huga er spurningin helst sú hvort við ætlum að hækka eldsneytisgjaldið um t.d. 7 kr./l og fá þannig um 2,5 milljarð kr. á ári, eða að hækka eldsneytisgjaldið um tvöfalda eða þrefalda þá upphæð. Með því má lækka fjármagnskostnað framkvæmdanna og gera almennilegt átak í samgöngumálum öllum landsmönnum til hagsbóta og endurlífga um leið mannvirkjagerð í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Nú eru um tvö ár síðan Hrunið skall á okkur Íslendingum. Þá fór meira og minna allt þjóðfélagið í baklás og ennþá er margt í frosti, sérstaklega allt sem snýr að mannvirkjagerð. Það sem hefur verið í gangi í mannvirkjum er að klára verk eins og Héðinsfjarðargöng, Landeyjahöfn og Tónlistarhús, en ekkert stórverk er hafið eftir hrun og óvíst er hvenær eitthvað gerist í þeim málum. Stjórnvöld virðast hafa litlar áhyggjur af dauðum mannvirkjageira, allavega í samanburði við hversu hratt var brugðist við þegar ferðamannaatvinnuvegurinn fékk sitt gosáfall í vor. Nú er svo komið að margir tæknimenn landsins leita sér vinnu erlendis eða eru atvinnulausir og verktakar landsins eru flestir að hætta starfsemi. Það vill svo til að allt okkar daglega líf byggir á því að mannvirkjastarfsemin sé í lagi, því húsin okkar, heitt og kalt vatn, rafmagn, gagnanet, samgöngur og margt fleira eru okkar mannvirki sem þarf að viðhalda og þróa. Biðin eftir því að eitthvað fari í gang í mannvirkjagerð á Íslandi er orðin löng, þrátt fyrir fyrirheit um annað í stöðugleikasáttmálanum og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Nú er rætt um átak í vegagerð sem má ekki vera ríkisframkvæmd og verða því veggjöld að standa undir slíkum framkvæmdum. Þann 7. september síðastliðinn var fundur um þessi mál þar sem samgönguráðuneytið, fjármálaráðuneytið, Vegagerðin og lífeyrissjóðirnir ræddu um mögulegt samstarf við átak í samgöngumálum og finnst mörgum að þessi fundur hafi verið haldinn einu ári of seint. Stóra málið varðandi þetta átak er fjármögnun þess og er aðallega rætt um veggjöld í því sambandi og þá hvernig þau skuli innheimt. Samkvæmt glærum Vegamálastjóra sem hann fór í gegnum á fundinum 7. september (glærurnar eru aðgengilegar á heimasíðu Vegagerðarinnar) er helst rætt um ýmsar útfærslur á tollhliðum og að GPS-tæknin geti leyst tollhliðin af eftir sjö til tíu ár. Af glærunum má áætla að vegtollar gætu numið um 1 milljarði kr. á ári af Suðurlandsvegi og í framhaldi af því má áætla að aðrir vegtollar (Vesturlandsvegur, Reykjanesbraut og Vaðlaheiðargöng) gætu numið um 1 til 2 milljörðum kr. og vegtollar því samtals á landinu um 2 til 3 milljarðar kr. á ári þegar umræddir vegkaflar væru allir komnir í gagnið. Samkvæmt norskri reynslu kostar innheimtan á vegtolli um 15% af vegtollsupphæðinni og því nýtist aðeins um 85% af innheimtum vegtolli til samgöngubóta. Má því segja að 15% af vegtollsupphæðinni fari til spillis miðað við að annað innheimtuform finnist. Hér er spurt hvort vegtollar séu besta aðferðin við að ná inn tekjum fyrir þær vegaframkvæmdir sem eru á borðum núna og hvort ekki sé einfaldara og réttlátara að hækka bensín- og olíugjald um t.d. 6 til 7 kr. á hvern lítra, en slík hækkun gæfi af sér um 2 til 2,5 milljarða kr. á ári. Ef Suðurlandsvegurinn er skoðaður, þá er í dæmi Vegamálastjóra um innheimtu þar lagt til að Hvergerðingur sem vinnur í Reykjavík greiði 380 kr. í vegtoll fyrir vinnuferðina sína sem gerir um 80 þ.kr. á ári. Strangt til getið eru lítil umferðarvandræði hjá þessum Hvergerðingi sem keyrir Suðurlandsveginn þegar þar er lítill umferðarþungi. Breikkun Suðurlandsvegar hjálpar mest þeim sem keyra veginn um helgar í umferðarþunga og fyrir vegfaranda sem fer t.d. 20 helgarferðir á ári um Suðurlandsveg verður vegtollurinn 7.600 kr. á ári eða innan við 10% af því sem Hvergerðingurinn gæti þurft að greiða. Til samanburðar er kostnaðarauki bíls sem ekið er 12.000 km/ári með meðaleyðslu 12 l/100km um 10.000 kr. á ári ef hækkun eldsneytisgjalds er 7 kr. á lítrann. Nú segja líklega sumir þeirra sem sjaldan keyra Suðurlandsveg og aðra þá vegi sem verða breikkaðir/endurgerðir, af hverju á ég að greiða 10.000 kr. á ári í formi hækkaðs eldsneytisgjalds til að fjármagna þessar vegaframkvæmdir? Svarið við þessari spurningu er að umræddar vegaframkvæmdir og framhald þeirra er að nýtast flestum vegfarendum landsins og hingað til hefur mest af eldsneytisgjöldum landsins komið af Höfuðborgarsvæðinu til að byggja upp vegi landsins og svo verður um ókomin ár. Hér er því lagt til að fjármagna ný verkefni í samstarfi með lífeyrissjóðunum með hækkuðu eldsneytisgjaldi og eftir sjö til tíu ár verður endurskoðað hvort GPS-tæknin tekur þá við til að innheimta veggjöld í samræmi við ekna kílómetra á hverjum stað, en slíkt er í bígerð víða í Evrópu. Það að setja upp vegtolla hér og þar verður örugglega óvinsælt enda er oft lítið réttlæti í vegtollunum nema þá í tilfellum eins og Hvalfjarðargöngum og Vaðlaheiðargöngum þar sem vegfarandinn er að spara sér vegalengdir og tíma og hefur val um það hvort hann fer tollaða leið. Í mínum huga er spurningin helst sú hvort við ætlum að hækka eldsneytisgjaldið um t.d. 7 kr./l og fá þannig um 2,5 milljarð kr. á ári, eða að hækka eldsneytisgjaldið um tvöfalda eða þrefalda þá upphæð. Með því má lækka fjármagnskostnað framkvæmdanna og gera almennilegt átak í samgöngumálum öllum landsmönnum til hagsbóta og endurlífga um leið mannvirkjagerð í landinu.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar