Þúsund hafa látið vita um grunsamlegar mannaferðir 3. desember 2010 04:30 innbrotsþjófar Ábendingum borgara til lögreglu vegna grunsamlegra mannaferða hefur fjölgað verulega og þær hafa borið góðan árangur. Lögregla metur nágrannavörslu mikils. „Nágrannavarslan hefur komið sér afar vel og það er mikill áhugi hjá fólki," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, spurður um árangur nágrannavörslu, sem lögregla hefur lagt áherslu á í baráttunni gegn innbrotum. Geir Jón kveður ábendingar fólks hafa leitt til þess að innbrotsþjófar hafi verið teknir, sumir hverjir við iðju sína og þýfi hafi náðst. Hann segir borgara sýna mikla árvekni þegar grunsamlegar mannaferðir og athæfi séu annars vegar. Það sem af er árinu hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist 987 ábendingar um grunsamlegar mannaferðir. „Ég get nefnt sem dæmi um fólk sem tók myndir út um gluggann heima hjá sér og fylgdist með tveimur einstaklingum sem fóru út úr bíl og brutust inn í hús.Þegar þeir voru búnir að athafna sig drifu þeir sig á brott. Fólkið kom myndunum og upplýsingum til okkar og málið var auðleyst. Í öðru tilviki benti bílnúmer á bíræfna innbrotsþjófa um miðjan dag í íbúðarhverfi. Fólk tók eftir því að verið var að bera muni út úr nágrannahúsi, en vissi ekki til þess að neinn væri að flytja. Það tók niður númerið á bílnum og kom því til lögreglu. Þegar farið var að athuga málið reyndist númerið vera á sendibíl sem var á ferðinni með mikið af þýfi úr íbúðarhúsinu." Þá segir Geir Jón almenning hafa miðlað lýsingum á fólki sem hægt hafi verið að tengja við ákveðin atvik. Það hafi auðveldað eftirfylgni mála þar sem fyrir hafi legið sterkur vitnisburður um að viðkomandi hafi verið á þeim stað þar sem brotist hafði verið inn. „Það eru vísbendingar af þessu tagi sem lögreglan er að kalla eftir, því þær geta auðveldað úrlausn mála," undirstrikar Geir Jón. „Þetta upplýsingastreymi frá fólki til lögreglu er alltaf að aukast. Við viljum fá allar ábendingar sem kunna að vera fyrir hendi og vinnum síðan úr þeim. Við sjáum að almenningur getur hjálpað okkur mjög mikið og höfum bent á það." Geir Jón segir að lögreglan greini frá þeim góða árangri sem nágrannavarslan hefur þegar skilað. Fólk sé því upplýst um að varslan beri árangur og umræðan smiti út frá sér, þannig að sífellt fleiri borgarar séu á varðbergi. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
„Nágrannavarslan hefur komið sér afar vel og það er mikill áhugi hjá fólki," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, spurður um árangur nágrannavörslu, sem lögregla hefur lagt áherslu á í baráttunni gegn innbrotum. Geir Jón kveður ábendingar fólks hafa leitt til þess að innbrotsþjófar hafi verið teknir, sumir hverjir við iðju sína og þýfi hafi náðst. Hann segir borgara sýna mikla árvekni þegar grunsamlegar mannaferðir og athæfi séu annars vegar. Það sem af er árinu hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist 987 ábendingar um grunsamlegar mannaferðir. „Ég get nefnt sem dæmi um fólk sem tók myndir út um gluggann heima hjá sér og fylgdist með tveimur einstaklingum sem fóru út úr bíl og brutust inn í hús.Þegar þeir voru búnir að athafna sig drifu þeir sig á brott. Fólkið kom myndunum og upplýsingum til okkar og málið var auðleyst. Í öðru tilviki benti bílnúmer á bíræfna innbrotsþjófa um miðjan dag í íbúðarhverfi. Fólk tók eftir því að verið var að bera muni út úr nágrannahúsi, en vissi ekki til þess að neinn væri að flytja. Það tók niður númerið á bílnum og kom því til lögreglu. Þegar farið var að athuga málið reyndist númerið vera á sendibíl sem var á ferðinni með mikið af þýfi úr íbúðarhúsinu." Þá segir Geir Jón almenning hafa miðlað lýsingum á fólki sem hægt hafi verið að tengja við ákveðin atvik. Það hafi auðveldað eftirfylgni mála þar sem fyrir hafi legið sterkur vitnisburður um að viðkomandi hafi verið á þeim stað þar sem brotist hafði verið inn. „Það eru vísbendingar af þessu tagi sem lögreglan er að kalla eftir, því þær geta auðveldað úrlausn mála," undirstrikar Geir Jón. „Þetta upplýsingastreymi frá fólki til lögreglu er alltaf að aukast. Við viljum fá allar ábendingar sem kunna að vera fyrir hendi og vinnum síðan úr þeim. Við sjáum að almenningur getur hjálpað okkur mjög mikið og höfum bent á það." Geir Jón segir að lögreglan greini frá þeim góða árangri sem nágrannavarslan hefur þegar skilað. Fólk sé því upplýst um að varslan beri árangur og umræðan smiti út frá sér, þannig að sífellt fleiri borgarar séu á varðbergi. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira