Fótbolti

Garðar lengur hjá Hansa Rostock

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Garðar Jóhannsson.
Garðar Jóhannsson. Mynd/Anton
Landsliðsframherjinn Garðar Jóhannsson hefur verið við æfingar hjá þýska félaginu Hansa Rostock síðustu daga og hefur augljóslega gengið ágætlega því félagið vill skoða hann betur.

Í stað þess að fara heim í dag verður hann því við æfingar hjá félaginu fram á laugardag.

Danska félagið SönderjyskE hefur einnig verið að sýna Garðari áhuga en að sögn Magnúsar Agnars Magnússonar, umboðsmanns Garðars, verður ekkert af því að Garðar fari þangað. Meginástæðan er slæm fjárhagsstaða danska liðsins.

Magnús Agnar sagðist vera nokkuð vongóður um að Garðar fengi samning hjá þýska félaginu en Garðar er án félags eftir að samningur hans við Fredrikstad rann út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×