Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, átti flottan leik í Hveragerði í kvöld þegar Keflavík komst í 2-1 undanúrslitaeinvígi sínu á móti Hamar í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna. Birna var með 25 stig, 12 fráköst og 8 fiskaðar villur í 103-101 sigri í framlengingu.
„Þetta var þvílíkur leikur og ég er svo þreytt að ég við það að æla. Spenningurinn og baráttan var þvílík," sagði Birna en um tíma leit út fyrir að hún væri að fá fimmtu villu sína þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af framlengingunni.
„Ég var brjáluð þegar ég hélt að ég væri að fá fimmtu villuna," sagði Birna en réttlætið sigraði að lokum og dómarar leiðréttu sig þannig að Birna gat klárað leikinn.
„Þetta var rosalega sætur sigur. Þetta sýndi að það er þvílíkur karakter í liðinu og ég vona að við höldum svona áfram," sagði Birna og nú vantar liðið aðeins einn sigur til þess aðkomast í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.
„Við getum klárað þetta heima og ég vona að við gerum það en Hamar er ekkert að fara koma og leyfa okkur að taka þetta auðveldlega. Næsti leikur verður alveg eins og þessi," sagði Birna að lokum.
Birna: Ég vona að við höldum svona áfram
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti


„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn