Gildahlöður og menningarbylting 20. október 2010 06:00 Hún var skemmtileg og athyglisverð fréttin um leikskólabörnin í Sjónvarpinu 13. október sl. Sagt var frá göngu barna í leikskólum borgarinnar frá Hallgrímskirkju niður á Ingólfstorg þar sem þau sungu og mynduðu friðarmerki. Tilgangurinn var góður og sagt var í fréttinni að þetta hefði verið gert til þess að leggja áherslu á „friðar og kærleiksboðskap Johns Lennon og Yoko Ono". Mér er vel við Lennon og margt af því sem hann skapaði er hátt skrifað hjá mér. Friðarganga barnanna var gerð undir tilteknu merki, friðarmerkinu, sem frægt varð á tímum blómabyltingarinnar. Friðarmerkið er eins og önnur merki og tákn, það bendir til einhvers sem að baki stendur, vísar til gilda eða trúar, einhverrar stefnu, heimspeki eða gildismats. Ekkert er hlutlaust í henni veröld. Allt hefur í sér fólgin einhver gildi eða tilvísanir. En þrátt fyrir það er lífsskoðunum gert mishátt undir höfði og það með réttu. Við samþykkjum t.d. ekki lífsfjandsamlegar skoðanir en metum þær hærra sem boða frið, kærleika og sátt. Mikilvægt er að hlutlægni gildi varðandi álitamál á sviði lífsskoðana. Ég geri þetta að umtalsefni vegna þess að nú um þessar mundir er hart gengið fram gegn kristinni trú í landinu. Leikskólar, sem nú eru margir algjörlega lokaðir fyrir öllum áhrifum frá kirkju og kristni og þar með boðskap Jesú Krists um „frið og kærleika", virðast nú hafa opnað fyrir nýjum „trúarbrögðum" með nýjum „frelsurum". Af því tilefni spyr ég: Ef kristnir söfnuðir í miðbæ Reykjavíkur hefðu farið þess á leit við leikskólana að fá börnin með í friðargöngu til þess að mynda krosstákn og leggja áherslu á „friðar og kærleiksboðskap Jesú Krists", hefði fengist leyfi fyrir slíkri göngu? Hvað má gera með börnum? Hvað má kenna í skólum? Við þurfum að taka það allt til endurskoðunar, einkum í ljósi þess, að nú er hamast á kirkju og kristni sem aldrei fyrr og boðskapurinn um frið og kærleika sem þaðan kemur er af fámennum hópi talinn hættulegur börnum þessa lands. Hvar á að láta staðar numið í þessum efnum? Ég get til að mynda haft margt að athuga við gildismat íþróttafélaga í landinu og barist gegn því að þau fái aðgang að skólum vegna þess að íþróttir gangi margar hverjar, ef ekki flestar, út á samkeppni og yfirburði, hetju- og hlutadýrkun, eftirsókn eftir peningum, frægð og öðrum veraldlegum gæðum, sem tærast og eyðast. Sástu atganginn á dögunum í kringum hann Ronaldo, blessaðan? Og ég get líka lagst gegn því að ættjarðarljóð séu kennd í skólum og/eða sungin, þar sem slíkt geti alið á óeðlilegri þjóðrembu og hættulegri þjóðerniskennd (nasjónalisma). Og ég get líka lagst gegn því að nemendur í skólum láti sjást á sér eða flíkum sínum nokkur tískumerki eða slagorð. Einnig mætti berjast gegn því að vörumerki yfirleitt sjáist í skólum, ekki á nokkrum blýanti, penna eða strokleðri. Allt eru þetta í raun skoðanir sem eru sjálfum mér fjarri en nefndar hér til að sýna fram á fáránleika umræðunnar þegar kemur að rökum andstæðinga kristinnar trúar. Viljum við kannski þjóðfélag í anda menningarbyltingarinnar í Kína á dögum Maós formanns sem reyndi að þurrka allar skoðanir og háttsemi út nema eina skoðun og einn klæðnað? Allt er gildishlaðið. Engin kennsla er hlutlaus og verður aldrei. Hvernig á til dæmis að kenna sögu í skólum, menningu, trúarbrögð, tungumál, félagsfræði? Hvar ætla þau sem vilja kirkju og kristni út úr öllum skólum að draga mörkin? Krafa þeirra um að „gerilsneyða" skóla, af boðskap kristinnar trúar, vekur upp spurningar um allt sem fram fer í skólum, einnig í ríkisreknum fjölmiðlum og víðar. Gildahlöður þjóðfélagsins eru margar. Kristin kirkja geymir í sínum hlöðum gömul og margreynd gildi sem enn duga í lífsbaráttu einstaklinga og þjóðar. Félagar í Siðmennt eiga sínar gildahlöður. Vantrúarfélagar einnig. Sama má segja um fylgjendur stjórnmálaflokka, hagsmunasamtök öll og hreyfingar. Vilt þú íþróttir út úr skólum, sögukennslu, ættjarðarljóð, kristna menningu og grunngildi? Telur þú að þjóðfélagið þrífist í skjóli þöggunar og útilokunar? Meirihlutinn á ekki að kúga minnihlutann. Það er rétt. En meirihlutinn getur vissulega ráðið ferðinni og þannig er það yfirleitt í lýðræðisþjóðfélagi. En vilt þú að minnihluti landsmanna kúgi meirihlutann með útilokun skoðana og trúar fjöldans? Rétturinn til trúfrelsis er réttur til trúar en ekki frá trú. Ég get ekki krafist þess að trúarskoðanir heyrist hvergi í opinberri umræðu því sú krafa leiðir óhjákvæmilega til þess að allar skoðanir verði bannaðar. Þöggun skoðana leiðir ekki af sér umburðarlyndi heldur hið gagnstæða. Ekkert þjóðfélag þrífst án grunngilda. Ef þessum gildum verður varpað fyrir róða, hvað verður þá tekið upp í staðinn? Í fjölhyggjusamfélagi þarf fólk að læra að virða og meta skoðanir annarra. Þess vegna eiga skoðanir að fá að heyrast og birtast en ekki að lúta þöggun af hálfu þröngsýnna manna. Ég tel að þöggunin sem nú er reynt að innleiða í skóla muni leiða af sér fordóma, fáfræði og fátækara samfélag. Ég vil ekki búa í slíku þjóðfélagi. En þú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Sjá meira
Hún var skemmtileg og athyglisverð fréttin um leikskólabörnin í Sjónvarpinu 13. október sl. Sagt var frá göngu barna í leikskólum borgarinnar frá Hallgrímskirkju niður á Ingólfstorg þar sem þau sungu og mynduðu friðarmerki. Tilgangurinn var góður og sagt var í fréttinni að þetta hefði verið gert til þess að leggja áherslu á „friðar og kærleiksboðskap Johns Lennon og Yoko Ono". Mér er vel við Lennon og margt af því sem hann skapaði er hátt skrifað hjá mér. Friðarganga barnanna var gerð undir tilteknu merki, friðarmerkinu, sem frægt varð á tímum blómabyltingarinnar. Friðarmerkið er eins og önnur merki og tákn, það bendir til einhvers sem að baki stendur, vísar til gilda eða trúar, einhverrar stefnu, heimspeki eða gildismats. Ekkert er hlutlaust í henni veröld. Allt hefur í sér fólgin einhver gildi eða tilvísanir. En þrátt fyrir það er lífsskoðunum gert mishátt undir höfði og það með réttu. Við samþykkjum t.d. ekki lífsfjandsamlegar skoðanir en metum þær hærra sem boða frið, kærleika og sátt. Mikilvægt er að hlutlægni gildi varðandi álitamál á sviði lífsskoðana. Ég geri þetta að umtalsefni vegna þess að nú um þessar mundir er hart gengið fram gegn kristinni trú í landinu. Leikskólar, sem nú eru margir algjörlega lokaðir fyrir öllum áhrifum frá kirkju og kristni og þar með boðskap Jesú Krists um „frið og kærleika", virðast nú hafa opnað fyrir nýjum „trúarbrögðum" með nýjum „frelsurum". Af því tilefni spyr ég: Ef kristnir söfnuðir í miðbæ Reykjavíkur hefðu farið þess á leit við leikskólana að fá börnin með í friðargöngu til þess að mynda krosstákn og leggja áherslu á „friðar og kærleiksboðskap Jesú Krists", hefði fengist leyfi fyrir slíkri göngu? Hvað má gera með börnum? Hvað má kenna í skólum? Við þurfum að taka það allt til endurskoðunar, einkum í ljósi þess, að nú er hamast á kirkju og kristni sem aldrei fyrr og boðskapurinn um frið og kærleika sem þaðan kemur er af fámennum hópi talinn hættulegur börnum þessa lands. Hvar á að láta staðar numið í þessum efnum? Ég get til að mynda haft margt að athuga við gildismat íþróttafélaga í landinu og barist gegn því að þau fái aðgang að skólum vegna þess að íþróttir gangi margar hverjar, ef ekki flestar, út á samkeppni og yfirburði, hetju- og hlutadýrkun, eftirsókn eftir peningum, frægð og öðrum veraldlegum gæðum, sem tærast og eyðast. Sástu atganginn á dögunum í kringum hann Ronaldo, blessaðan? Og ég get líka lagst gegn því að ættjarðarljóð séu kennd í skólum og/eða sungin, þar sem slíkt geti alið á óeðlilegri þjóðrembu og hættulegri þjóðerniskennd (nasjónalisma). Og ég get líka lagst gegn því að nemendur í skólum láti sjást á sér eða flíkum sínum nokkur tískumerki eða slagorð. Einnig mætti berjast gegn því að vörumerki yfirleitt sjáist í skólum, ekki á nokkrum blýanti, penna eða strokleðri. Allt eru þetta í raun skoðanir sem eru sjálfum mér fjarri en nefndar hér til að sýna fram á fáránleika umræðunnar þegar kemur að rökum andstæðinga kristinnar trúar. Viljum við kannski þjóðfélag í anda menningarbyltingarinnar í Kína á dögum Maós formanns sem reyndi að þurrka allar skoðanir og háttsemi út nema eina skoðun og einn klæðnað? Allt er gildishlaðið. Engin kennsla er hlutlaus og verður aldrei. Hvernig á til dæmis að kenna sögu í skólum, menningu, trúarbrögð, tungumál, félagsfræði? Hvar ætla þau sem vilja kirkju og kristni út úr öllum skólum að draga mörkin? Krafa þeirra um að „gerilsneyða" skóla, af boðskap kristinnar trúar, vekur upp spurningar um allt sem fram fer í skólum, einnig í ríkisreknum fjölmiðlum og víðar. Gildahlöður þjóðfélagsins eru margar. Kristin kirkja geymir í sínum hlöðum gömul og margreynd gildi sem enn duga í lífsbaráttu einstaklinga og þjóðar. Félagar í Siðmennt eiga sínar gildahlöður. Vantrúarfélagar einnig. Sama má segja um fylgjendur stjórnmálaflokka, hagsmunasamtök öll og hreyfingar. Vilt þú íþróttir út úr skólum, sögukennslu, ættjarðarljóð, kristna menningu og grunngildi? Telur þú að þjóðfélagið þrífist í skjóli þöggunar og útilokunar? Meirihlutinn á ekki að kúga minnihlutann. Það er rétt. En meirihlutinn getur vissulega ráðið ferðinni og þannig er það yfirleitt í lýðræðisþjóðfélagi. En vilt þú að minnihluti landsmanna kúgi meirihlutann með útilokun skoðana og trúar fjöldans? Rétturinn til trúfrelsis er réttur til trúar en ekki frá trú. Ég get ekki krafist þess að trúarskoðanir heyrist hvergi í opinberri umræðu því sú krafa leiðir óhjákvæmilega til þess að allar skoðanir verði bannaðar. Þöggun skoðana leiðir ekki af sér umburðarlyndi heldur hið gagnstæða. Ekkert þjóðfélag þrífst án grunngilda. Ef þessum gildum verður varpað fyrir róða, hvað verður þá tekið upp í staðinn? Í fjölhyggjusamfélagi þarf fólk að læra að virða og meta skoðanir annarra. Þess vegna eiga skoðanir að fá að heyrast og birtast en ekki að lúta þöggun af hálfu þröngsýnna manna. Ég tel að þöggunin sem nú er reynt að innleiða í skóla muni leiða af sér fordóma, fáfræði og fátækara samfélag. Ég vil ekki búa í slíku þjóðfélagi. En þú?
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar