Alþingi fær málskotsrétt til forseta Svavar Gestsson skrifar 13. nóvember 2010 06:30 Forseti Íslands lýsti því yfir á dögunum að hann íhugaði að setja Icesave-málið aftur í þjóðaratkvæði. Hann dró ummæli sín ekki til baka í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofunni sama dag eins og hann hefði getað gert en vildi greinilega ekki gera. Þar með hefur hann í raun afnumið þingræðið í þessu máli - og hann getur það í fleiri málum. Nú er vitað að niðurskurður í heilbrigðismálum úti á landi er afar óvinsælt mál þar. Verður fjárlagafrumvarpið sent til þjóðaratkvæðis? Rökrétt afleiðing af þessari afstöðu forsetans væri sú að framvegis byrjaði Alþingi á því að spyrja forsetann áður en mál væri til meðferðar á Alþingi hvort líklegt væri að forsetinn myndi fallast á málið eða ekki. Alþingi hefur málskotsrétt til forsetans. Hvernig ætlar Alþingi að höggva á þennan hnút? Forsetinn getur tekið sér þetta vald gagnvart Alþingi af því að Alþingi er svo óvinsælt - meðal annars fyrir málflutning þingmannanna sjálfra - að enginn mun taka upp hanskann fyrir Alþingi. Ólafur mun því halda áfram; hann verður eins og Pútín og Medvedjeff í einum og sama manninum. Forsetinn getur líka komist upp með þetta vegna þess að það er ekki bannað í stjórnarskránni, engin skýr lög hafa verið sett um forsetaembættið. Þau þarf að setja og það er vel hægt að setja lög um forsetaembættið á grundvelli stjórnarskrárinnar eins og hún er. Þetta er ekki skrifað hér í hálfkæringi og enn síður í gríni. Hér er komið að kjarna lýðræðisins, þingræðinu: Viljum við þingræði eða viljum við eitthvað allt annað? Sú stjórnskipun sem Ólafur Ragnar hefur skapað hefur ekkert nafn því hvergi á jörðinni er þingið svo lítilsiglt að það þurfi að biðja um leyfi hjá þjóðhöfðingjanum til þess að fá að samþykkja mál. Unir Alþingi þessu eða er það kannski orðið alger drusla? Ólafur Ragnar hefur setið í 16 ár, fjögur kjörtímabil. Hann gengst upp í því að setja söguleg met. Hann mun bjóða sig fram til fimmta kjörtímabilsins og hann hefur fundið pottþétta aðferð til að tryggja sér kosningu: Hann setur erfið mál í þjóðaratkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Forseti Íslands lýsti því yfir á dögunum að hann íhugaði að setja Icesave-málið aftur í þjóðaratkvæði. Hann dró ummæli sín ekki til baka í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofunni sama dag eins og hann hefði getað gert en vildi greinilega ekki gera. Þar með hefur hann í raun afnumið þingræðið í þessu máli - og hann getur það í fleiri málum. Nú er vitað að niðurskurður í heilbrigðismálum úti á landi er afar óvinsælt mál þar. Verður fjárlagafrumvarpið sent til þjóðaratkvæðis? Rökrétt afleiðing af þessari afstöðu forsetans væri sú að framvegis byrjaði Alþingi á því að spyrja forsetann áður en mál væri til meðferðar á Alþingi hvort líklegt væri að forsetinn myndi fallast á málið eða ekki. Alþingi hefur málskotsrétt til forsetans. Hvernig ætlar Alþingi að höggva á þennan hnút? Forsetinn getur tekið sér þetta vald gagnvart Alþingi af því að Alþingi er svo óvinsælt - meðal annars fyrir málflutning þingmannanna sjálfra - að enginn mun taka upp hanskann fyrir Alþingi. Ólafur mun því halda áfram; hann verður eins og Pútín og Medvedjeff í einum og sama manninum. Forsetinn getur líka komist upp með þetta vegna þess að það er ekki bannað í stjórnarskránni, engin skýr lög hafa verið sett um forsetaembættið. Þau þarf að setja og það er vel hægt að setja lög um forsetaembættið á grundvelli stjórnarskrárinnar eins og hún er. Þetta er ekki skrifað hér í hálfkæringi og enn síður í gríni. Hér er komið að kjarna lýðræðisins, þingræðinu: Viljum við þingræði eða viljum við eitthvað allt annað? Sú stjórnskipun sem Ólafur Ragnar hefur skapað hefur ekkert nafn því hvergi á jörðinni er þingið svo lítilsiglt að það þurfi að biðja um leyfi hjá þjóðhöfðingjanum til þess að fá að samþykkja mál. Unir Alþingi þessu eða er það kannski orðið alger drusla? Ólafur Ragnar hefur setið í 16 ár, fjögur kjörtímabil. Hann gengst upp í því að setja söguleg met. Hann mun bjóða sig fram til fimmta kjörtímabilsins og hann hefur fundið pottþétta aðferð til að tryggja sér kosningu: Hann setur erfið mál í þjóðaratkvæði.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun