Matur

Heimagert konfekt er lostæti

Molarnir eru glæsilegir á að líta og bragðast einnig óguðlega vel.
Molarnir eru glæsilegir á að líta og bragðast einnig óguðlega vel.

Að gera konfekt heima er orðið ómissandi hluti af jólaundirbúningi margra.

Halldór Kr. Sigurðsson hefur haldið námskeið í konfektgerð víða um land. Í ár verður hann með námskeið í Hagkaupum. Hér sýnir hann lesendum hvernig steypa á í súkkulaðimót og gefur uppskriftir að þremur góðum fyllingum.

Fyllingar í konfektmolana

Fylling 1

100 g Hagversmöndlur

150 g núggat

50 g Svansö-hunang



Smyrjið möndlur með hunangi. Setjið á pappír inn í ofn á bökunarplötu og ristið við 200°C í 5-10 mín. Takið möndlurnar svo út og látið kólna. Myljið þetta síðan fínt með kökukefli og blandið þar á eftir við núggatið, látið harðna í kæli.

Fylling 2

100 g karamellu Nizza

60 g rjómi

Bræðið karamellu Nizza í potti eða örbylgju, sjóðið rjómann, hellið honum síðan yfir bræddu karamelluna í smá skömmtum, látið sam­lagast vel, kælið.

Fylling 3

marsipan

Grand Marnier

núggat og kasjúhnetur

flórsykur

Hægt er að blanda marsipani við ýmis­legt til dæmis núggat og kasjúhnetur, flórsykur og líkjör (til dæmis Grand Marnier).

Skref fyrir skref

1.

Bræðið súkkulaðihjúp yfir vatnsbaði. Ef skreyta á molana er gott að bræða líka hvítt súkkulaði og sprauta fyrst yfir formin með því.

2.

Hellið bræddum súkkulaðihjúpnum í formið.

3.

Síðan er súkkulaðinu hellt af og formið sett inn í kæli og tekið út eftir 5-10 mín, eða þegar súkkulaðið er harðnað í forminu.

4.

Fyllingin sett inn í. Síðan er súkkulaðinu hellt aftur yfir og formið síðan hrist vel til að engar loftbólur leynist í því.

5.

Súkkulaðið skafið af og formið sett aftur inn í kæli í 10-20 mín eða þangað til súkkulaðið er orðið hart.

6.

Síðan eru molarnir losaðir úr forminu.

7.

Þá eru girnilegir konfektmolarnir tilbúnir til átu.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.