Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk í kvöld þegar Valur vann Gróttu 20-19 í undanúrslitum bikarsins.
Hann var í besta skapi þegar blaðamaður ræddi við hann eftir leik.
„Við vorum alveg með þá í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik byrjum við að slaka á þegar við komumst fimm mörkum yfir. Við hleyptum þeim inn í leikinn og Toni (Anton Rúnarsson) fer að skora einhver fáránleg mörk sem hann á ekkert að skora á móti okkur."
Valur mætir Haukum í úrslitaleiknum. „Við ætlum að taka þennan titil þriðja árið í röð. Við ætlum klárlega að eigna okkur þennan bikar," sagði Arnór.