Skoðun

Áfram Gillz

Óli Tynes skrifar

Ég minnist þess ekki að ég hafi hitt hinn glaðbeitta Gillzenegger. Hann verandi heimsfrægur hef ég þó auðvitað vitað af honum.

Ég hef haft tilhneigingu til þess að vera sammála vini hans sem sagði að Gillz væri náttúrlega snarklikkaður, en drengur góður.

Ég hélt satt að segja í fyrstu að hann væri BARA snarklikkaður. Svo datt inn á borð til mín bók sem hann hafði skrifað. Ég fletti í gegnum hana og las nokkra kafla. Og sá að hvað sem manni þótti um efnið var hún prýðilega skrifuð. Drengurinn hefur virkilega góð tök á íslensku og virðing mín fyrir honum tók skref uppávið.

Nú veit ég ekkert hvernig Gillzenegger ætlar að skreyta Símaskrána en ég er dálítið hissa á því uppnámi sem það hefur valdið. Hann mun einhverntíma hafa skrifað einstaklega ruddalega færslu á bloggið sitt og hafi hann skömm fyrir. En hann mun einnig hafa tekið færsluna út skjótlega og beðist afsökunar. Hvað sem því líður finnst mér ekki að bloggfærsla eigi að nægja til þess að mönnum sé bannað að vinna.

Látum vera skrækina í dólgfemínistum sem krefjast þess að menn séu sviptir vinnu sinni ef þeir hafa ekki nákvæmlega sömu skoðanir og dólgarnir.

Mér er sama um þá.

En þegar þekktir og virtir rithöfundar hefja herferð til þess að setja mann í Berufsverbot, er mér brugðið.

Dinna mín og Hallgrímur frændi, hvað er næst? Á að efna til bókabrennu þegar símaskráin kemur út?




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×