Barnamenningarhús 29. apríl 2010 08:59 Fríkirkjuvegur 11 er perla í hjarta miðborgarinnar. Áratugum saman hefur húsið þjónað reykvískum börnum. Þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ákvað haustið 2006 að selja Björgólfi Thor Björgólfssyni húsið lögðust borgarfulltrúar VG gegn því, enda dýrmætur hluti úr sögu barnanna í borginni. Húsið hefur hýst íþrótta- og tómstundasvið um langt skeið en þar á undan voru þar haldin ýmiss konar námskeið og starfsemi í þágu almennings og með sérstakri áherslu á börn. Borgarfulltrúar VG lögðu til að húsið yrði áfram í eigu borgarinnar og gert að barnamenningarhúsi. Þessi hugmynd er ekki úr lausu lofti gripin því að fjöldi fólks hefur talað fyrir sérstakri stofnun sem ætlað væri að standa vörð um barnamenningu á Íslandi. Samtök um barnamenningarstofnun hafa unnið vandaða vinnu, kynnt sér starfsemi sambærilegra húsa í nágrannalöndunum. Sú vinna lögð til grunvallar þegar VG flutti tillöguna í borgarstjórn haustið 2006. Tillagan var felld. Húsið var selt og hefur staðið autt síðan, þrátt fyrir háleit markmið. Undanfarnar tvær vikur hefur þó heldur betur lifnað yfir húsinu, enda var því breytt í ævintýrahöll í tilefni barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Ævintýrahöllin var stórkostleg í alla staði og hafa í kjölfarið aftur sprottið upp hugmyndir um nýtingu hússins í þágu barna. Við vinstri græn stöndum enn föst á þeirri skoðun að húsið við Fríkirkjuveg 11 eigi að þjóna almenningi. Húsið er enn til staðar og á sér sögu sem bætir upp þau dapurlegu þrjú ár sem nú eru liðin frá sölunni. Þetta hús er kjörið til að nýta í þágu barna í Reykjavíkurborg og borgarfulltrúar vinstri grænna munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að það nái fram að ganga - hér eftir sem hingað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sóley Tómasdóttir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fríkirkjuvegur 11 er perla í hjarta miðborgarinnar. Áratugum saman hefur húsið þjónað reykvískum börnum. Þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ákvað haustið 2006 að selja Björgólfi Thor Björgólfssyni húsið lögðust borgarfulltrúar VG gegn því, enda dýrmætur hluti úr sögu barnanna í borginni. Húsið hefur hýst íþrótta- og tómstundasvið um langt skeið en þar á undan voru þar haldin ýmiss konar námskeið og starfsemi í þágu almennings og með sérstakri áherslu á börn. Borgarfulltrúar VG lögðu til að húsið yrði áfram í eigu borgarinnar og gert að barnamenningarhúsi. Þessi hugmynd er ekki úr lausu lofti gripin því að fjöldi fólks hefur talað fyrir sérstakri stofnun sem ætlað væri að standa vörð um barnamenningu á Íslandi. Samtök um barnamenningarstofnun hafa unnið vandaða vinnu, kynnt sér starfsemi sambærilegra húsa í nágrannalöndunum. Sú vinna lögð til grunvallar þegar VG flutti tillöguna í borgarstjórn haustið 2006. Tillagan var felld. Húsið var selt og hefur staðið autt síðan, þrátt fyrir háleit markmið. Undanfarnar tvær vikur hefur þó heldur betur lifnað yfir húsinu, enda var því breytt í ævintýrahöll í tilefni barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Ævintýrahöllin var stórkostleg í alla staði og hafa í kjölfarið aftur sprottið upp hugmyndir um nýtingu hússins í þágu barna. Við vinstri græn stöndum enn föst á þeirri skoðun að húsið við Fríkirkjuveg 11 eigi að þjóna almenningi. Húsið er enn til staðar og á sér sögu sem bætir upp þau dapurlegu þrjú ár sem nú eru liðin frá sölunni. Þetta hús er kjörið til að nýta í þágu barna í Reykjavíkurborg og borgarfulltrúar vinstri grænna munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að það nái fram að ganga - hér eftir sem hingað til.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar