Leiðrétting skulda Haraldur L. Haraldsson skrifar 22. október 2010 06:00 Höfuðstóll er fjárhæð láns eða kröfu, auk verðbóta. Af fjárhæðinni reiknast vextir. Ef lán eru verðtryggð breytist höfuðstóllinn í samræmi við verðlagsbreytingar eins og þær eru mældar hverju sinni. Verðtrygging er heiti á sérstöku breytilegu álagi á höfuðstól lána og er notuð til þess að tryggja verðgildi fjárskuldbindinga og bankainnistæða með viðmiðun við ákveðna vísitölu. Með verðtryggingu er tryggt að endurgreiðslur haldi verðgildi samkvæmt fyrirfram ákveðnu viðmiði frá þeim degi sem lán er veitt eða sparnaður hefst. Vísitala sem byggð er á mjólkurverði, áfengi o.s.frv. er ekki náttúrulögmál. Verðtrygging felst í því, að verð fjárskuldbindinga hækkar eftir ákveðnum reglum, oftast vísitölum. Við verðtryggingu er notast við vísitölu neysluverðs. Það má lýsa því á einfaldan hátt hvernig sú vísitala er fundin. Safnað er saman tilteknu magni af vöru og þjónustu í „innkaupakörfu", þar sem m.a. er tekið tillit til neysluvenja, og heildarverð körfunnar reiknað út. Að ákveðnum tíma liðnum er þetta endurtekið. Breyting á verði körfunnar milli þessara tímabila, er sú breyting sem notuð er til þess að reikna út breytingu á vísitölunni. Hafi verðið hækkað hækkar vísitalan um það hlutfall sem leiðir til þess, að öll verðtryggð lán tengd viðkomandi vísitölu hækka um sama hlutfall. Lítið dæmi: Innkaupakarfan hinn 1. janúar kostar kr. 10.000, hinn 1. febrúar kostar sú hin sama karfa kr. 10.200, verðhækkunin nemur 2% á einum mánuði. Vísitala, sem var 100 stig hinn 1. janúar er komin í 102 stig mánuði seinna. Verðbólgan nam því tveimur prósentum. Mikilvægt er að hugtökin séu skýr og fólki séu þau ljós. Frá því í desember 2007 til september 2010 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 28,7% eða með öðrum orðum hefur neyslukarfan frá því í desember 2007 til september 2010 hækkað um 28,7%. Leiðrétting á vísitölunniÍ umræðunni hefur komið fram að ef farið verður að tillögu Hagsmunasamtaka heimilanna um 18% leiðréttingu á skuldum, þýði það um 220 milljarða „afskriftir". Afskrift á hverju? Þegar þessir 220 milljarðar eru fundnir eru þeir reiknaðir sem 18% af verðtryggðum höfuðstól, þ.e. höfuðstóll láns á tilteknum tíma að viðbættum verðbótum. Miðað við þetta er höfuðstóll lána heimilanna ásamt verðbótum 1.230 milljarðar kr. Gengið er út frá því, að heimilin hafi ekki tekið ný lán á árinu 2008. Að því gefnu hefur höfuðstóll lánanna frá því í desember 2008 tekið breytingum sem hér segir:Staða lána 31.12.07955,7 ma. Vísitöluhækkun 28,7%274,3 ma. Samtals1.230,0 ma.Ljóst er skv. þessu, að þrátt fyrir leiðréttingu upp á um 220 milljarða hefur höfuðstóllinn frá því í desember 2007 hækkað um 54,3 milljarða, eða sem nemur 5,7% auk vaxta. Miðað við 5% vexti af höfuðstólnum í desember 2007 gætu allt að 75,7 milljarðar hafa bæst við framangreinda upphæð miðað við vexti í 19 mánuði. Nú er spurt, hvað hefur valdið svo mikilli hækkun á vísitölunni frá því í desember 2007 á tíma sem atvinnuleysi hefur aukist, laun lækkað o.s.frv.?Helstu áhrifavaldar til hækkunar vísitölunnar árið 2008 og fram til dagsins í dag eru:1. Fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Gengið féll, innfluttar neysluvörur hækkuðu í verði, sem hækkaði vísitöluna.2. Vegna efnahagshrunsins hafa stjórnvöld gripið til víðtækra gjaldskrár- og skattahækkana, sem mælast í vísitölu neysluverðs.3. Vegna framanritaðs hafa framleiðendur þurft að grípa til hækkunar á vöru og þjónustu.Samfara hruninu hafa neysluvenjur þjóðarinnar breyst. Þannig má gera ráð fyrir að neysla á innfluttum vörum hefur dregist saman vegna verðhækkunar. Eru þessar vörur enn í vísitölukörfunni? Íslendingar kaupa ekki sömu vörur og þeir gerðu fyrir hrun.Með vísan til framanritaðs er lagt til að gerð verði rannsókn á því hvað framangreind atriði hafa haft mikil áhrif á hækkun neysluverðsvísitölunnar frá því í desember 2007. Jafnframt er spurt, hvort eðlilegt sé að lántakendur eigi að bera allan kostnað af því að fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Eiga lántakendur að taka á sig allan herkostnaðinn, þ.e. áhrif gjaldskrár- og skattahækkana sem grípa hefur þurft til vegna efnahagshrunsins?Með vísan til framanritaðs ítreka Hagsmunasamtök heimilanna tillögu sína um leiðréttingu á verðtryggðum lánum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Höfuðstóll er fjárhæð láns eða kröfu, auk verðbóta. Af fjárhæðinni reiknast vextir. Ef lán eru verðtryggð breytist höfuðstóllinn í samræmi við verðlagsbreytingar eins og þær eru mældar hverju sinni. Verðtrygging er heiti á sérstöku breytilegu álagi á höfuðstól lána og er notuð til þess að tryggja verðgildi fjárskuldbindinga og bankainnistæða með viðmiðun við ákveðna vísitölu. Með verðtryggingu er tryggt að endurgreiðslur haldi verðgildi samkvæmt fyrirfram ákveðnu viðmiði frá þeim degi sem lán er veitt eða sparnaður hefst. Vísitala sem byggð er á mjólkurverði, áfengi o.s.frv. er ekki náttúrulögmál. Verðtrygging felst í því, að verð fjárskuldbindinga hækkar eftir ákveðnum reglum, oftast vísitölum. Við verðtryggingu er notast við vísitölu neysluverðs. Það má lýsa því á einfaldan hátt hvernig sú vísitala er fundin. Safnað er saman tilteknu magni af vöru og þjónustu í „innkaupakörfu", þar sem m.a. er tekið tillit til neysluvenja, og heildarverð körfunnar reiknað út. Að ákveðnum tíma liðnum er þetta endurtekið. Breyting á verði körfunnar milli þessara tímabila, er sú breyting sem notuð er til þess að reikna út breytingu á vísitölunni. Hafi verðið hækkað hækkar vísitalan um það hlutfall sem leiðir til þess, að öll verðtryggð lán tengd viðkomandi vísitölu hækka um sama hlutfall. Lítið dæmi: Innkaupakarfan hinn 1. janúar kostar kr. 10.000, hinn 1. febrúar kostar sú hin sama karfa kr. 10.200, verðhækkunin nemur 2% á einum mánuði. Vísitala, sem var 100 stig hinn 1. janúar er komin í 102 stig mánuði seinna. Verðbólgan nam því tveimur prósentum. Mikilvægt er að hugtökin séu skýr og fólki séu þau ljós. Frá því í desember 2007 til september 2010 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 28,7% eða með öðrum orðum hefur neyslukarfan frá því í desember 2007 til september 2010 hækkað um 28,7%. Leiðrétting á vísitölunniÍ umræðunni hefur komið fram að ef farið verður að tillögu Hagsmunasamtaka heimilanna um 18% leiðréttingu á skuldum, þýði það um 220 milljarða „afskriftir". Afskrift á hverju? Þegar þessir 220 milljarðar eru fundnir eru þeir reiknaðir sem 18% af verðtryggðum höfuðstól, þ.e. höfuðstóll láns á tilteknum tíma að viðbættum verðbótum. Miðað við þetta er höfuðstóll lána heimilanna ásamt verðbótum 1.230 milljarðar kr. Gengið er út frá því, að heimilin hafi ekki tekið ný lán á árinu 2008. Að því gefnu hefur höfuðstóll lánanna frá því í desember 2008 tekið breytingum sem hér segir:Staða lána 31.12.07955,7 ma. Vísitöluhækkun 28,7%274,3 ma. Samtals1.230,0 ma.Ljóst er skv. þessu, að þrátt fyrir leiðréttingu upp á um 220 milljarða hefur höfuðstóllinn frá því í desember 2007 hækkað um 54,3 milljarða, eða sem nemur 5,7% auk vaxta. Miðað við 5% vexti af höfuðstólnum í desember 2007 gætu allt að 75,7 milljarðar hafa bæst við framangreinda upphæð miðað við vexti í 19 mánuði. Nú er spurt, hvað hefur valdið svo mikilli hækkun á vísitölunni frá því í desember 2007 á tíma sem atvinnuleysi hefur aukist, laun lækkað o.s.frv.?Helstu áhrifavaldar til hækkunar vísitölunnar árið 2008 og fram til dagsins í dag eru:1. Fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Gengið féll, innfluttar neysluvörur hækkuðu í verði, sem hækkaði vísitöluna.2. Vegna efnahagshrunsins hafa stjórnvöld gripið til víðtækra gjaldskrár- og skattahækkana, sem mælast í vísitölu neysluverðs.3. Vegna framanritaðs hafa framleiðendur þurft að grípa til hækkunar á vöru og þjónustu.Samfara hruninu hafa neysluvenjur þjóðarinnar breyst. Þannig má gera ráð fyrir að neysla á innfluttum vörum hefur dregist saman vegna verðhækkunar. Eru þessar vörur enn í vísitölukörfunni? Íslendingar kaupa ekki sömu vörur og þeir gerðu fyrir hrun.Með vísan til framanritaðs er lagt til að gerð verði rannsókn á því hvað framangreind atriði hafa haft mikil áhrif á hækkun neysluverðsvísitölunnar frá því í desember 2007. Jafnframt er spurt, hvort eðlilegt sé að lántakendur eigi að bera allan kostnað af því að fjármálastofnanir tóku stöðu gegn krónunni. Eiga lántakendur að taka á sig allan herkostnaðinn, þ.e. áhrif gjaldskrár- og skattahækkana sem grípa hefur þurft til vegna efnahagshrunsins?Með vísan til framanritaðs ítreka Hagsmunasamtök heimilanna tillögu sína um leiðréttingu á verðtryggðum lánum.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun