Skírði hljóðfærið sitt í höfuðið á geimstöðinni Mír 22. október 2010 10:30 mugison og mirstrument Mugison á tónleikum með nýja hljóðfærið sitt, Mirstrument.mynd/ingvar sverrisson „Þetta er eins og ég hefði átt sjö bíla í garðinum hjá mér og ákveðið að búa til flugvél," segir Örn Elías Guðmundsson, Mugison, um nýja hljóðfærið sitt, Mirstrument, sem hann frumsýndi á Airwaves-hátíðinni um síðustu helgi. Hljóðfærið getur töfrað fram alls konar hljóð og hefur verið í þróun síðasta eitt og hálfa árið. Popparinn hefur prófað það víða til að koma auga á bilanir en núna er það loksins tilbúið. Græjan var búin til heima hjá Mugison með hjálp vinar hans, Páls Einarssonar. „Ég tók fullt af drasli sem ég átti hérna heima og við tókum það í sundur og svo röðuðum við þessu saman og létum þetta virka," útskýrir hann. Nafnið Mirstrument varð til í Póllandi fyrir skömmu þegar hann prófaði þar græjuna á tónleikum. „Þá sagði einn eldhress gaur: „This is like the Mir-space station". Þá fæddist þetta." Nýja hljóðfærið gerir Mugison kleift að fara einn á tónleikaferð án hljómsveitar, enda getur verið kostnaðarsamt að ferðast með heila hljómsveit út um allar trissur. Tækið verður tengt við tölvu, sem er falin fyrir áhorfendum. „Þetta verður meira eins og gítar eða annað hljóðfæri á sviðinu. Ég fíla ágætlega elektróníska tónlist en það er leiðinlegt að horfa á hana," segir kappinn. Ljósasýning fylgir einnig með Mirstrumentinu til að gera það skemmtilegra fyrir augað. „Við bjuggum til vasaljósa „sjóv" þannig að þetta er eiginlega einn pakki, móðurstöðin, hljóðfærið og ljósið." Hljóðfærið hefur þegar vakið töluverða athygli og verður það til að mynda til sýnis á iðnaðarsýningu hér á landi í mars á næsta ári. Mugison er með tvær plötur í vinnslu sem væntanlegar eru snemma á næsta ári. Önnur verður elektrónísk en hin í órafmögnuðum gír og öll sungin á íslensku. Mirstrument kemur við sögu á þeim báðum en þó mest á þeirri fyrrnefndu. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
„Þetta er eins og ég hefði átt sjö bíla í garðinum hjá mér og ákveðið að búa til flugvél," segir Örn Elías Guðmundsson, Mugison, um nýja hljóðfærið sitt, Mirstrument, sem hann frumsýndi á Airwaves-hátíðinni um síðustu helgi. Hljóðfærið getur töfrað fram alls konar hljóð og hefur verið í þróun síðasta eitt og hálfa árið. Popparinn hefur prófað það víða til að koma auga á bilanir en núna er það loksins tilbúið. Græjan var búin til heima hjá Mugison með hjálp vinar hans, Páls Einarssonar. „Ég tók fullt af drasli sem ég átti hérna heima og við tókum það í sundur og svo röðuðum við þessu saman og létum þetta virka," útskýrir hann. Nafnið Mirstrument varð til í Póllandi fyrir skömmu þegar hann prófaði þar græjuna á tónleikum. „Þá sagði einn eldhress gaur: „This is like the Mir-space station". Þá fæddist þetta." Nýja hljóðfærið gerir Mugison kleift að fara einn á tónleikaferð án hljómsveitar, enda getur verið kostnaðarsamt að ferðast með heila hljómsveit út um allar trissur. Tækið verður tengt við tölvu, sem er falin fyrir áhorfendum. „Þetta verður meira eins og gítar eða annað hljóðfæri á sviðinu. Ég fíla ágætlega elektróníska tónlist en það er leiðinlegt að horfa á hana," segir kappinn. Ljósasýning fylgir einnig með Mirstrumentinu til að gera það skemmtilegra fyrir augað. „Við bjuggum til vasaljósa „sjóv" þannig að þetta er eiginlega einn pakki, móðurstöðin, hljóðfærið og ljósið." Hljóðfærið hefur þegar vakið töluverða athygli og verður það til að mynda til sýnis á iðnaðarsýningu hér á landi í mars á næsta ári. Mugison er með tvær plötur í vinnslu sem væntanlegar eru snemma á næsta ári. Önnur verður elektrónísk en hin í órafmögnuðum gír og öll sungin á íslensku. Mirstrument kemur við sögu á þeim báðum en þó mest á þeirri fyrrnefndu. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira